Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 17
Ráðstefha norreenna tjósmeeðra halclin í Stokkhólmi 15. - 17. seplember 2000 Undirrituð fór á ráðstefnu sem haldin var í Stokk- hólmi nú í september. Ráðstefnan var að flestu leiti ágætlega skipulögð og skemmtileg. Fyrirlestrar voru í þremur sölum og var efninu í hverjum þeirra skipt eftir þemum. í einum salnum var það sem tengdist meðgöngu, öðrum það sem tengdist fæðingu og í þeim þriðja var efni tengt kynfræðslu, getnaðarvarn- arráðgjöf og hvers kyns fræðslu sem Ijósmæður taka að sér. Um 1100 Ijósmæður frá öllum norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna og var virkilega gaman að sjá hve ljósmæður eru fljótar að tengjast hverri annarri. Sjá hve mikinn áhuga þær hafa á störfum hverrar annar- ar til að læra af þeim og breyta og bæta í sínu heima- landi til að bæta þjónustu við skjólstæðinga okkar enn frekar. Pallborðsumræður voru að morgni sunnudagsins ineð fulltrúa frá hverju Ijósmæðrafélagi. Var mjög fróðlegt að fylgjast með þeim og heyra hvað það var sem ber hæst hjá hverju landi fyrir sig, sem við hér á Islandi miðum okkur svo gjarnan við. Hér á eftir koma þau atriði sem ljósmæður frá hverju landi telja að beri hæst hjá sér. Noregur — Anna Marit, formaður norska ljós- mæðrafélagsins, segir að norskar ljósmæður leggi aðal áhersluna á að halda eðlilegum fæðingum eðli- legum og án inngripa bæði á sjúkrahúsum og fæð- ingarheimilum. Áhersla er lögð á aukna samfellu í þjónustunni og persónulega þjónustu við hæfi hvers skjólsstæðings. Einnig er mikið í umræðunni í Nor- egi sú spurning hvort að heilbrigðar og hraustar kon- ur eigi að fara inn á dýr sjúkrahús til að fæða þar og taka upp mjög dýr sjúkrarúm. Þessi umræða kemur í kjölfar þess að sífellt er verið að fækka fæðingar- stöðum og jafnframt stækka þá fæðingarstaði sem eftir eru. Danniörk — Merethe, formaður danska ljósmæðra- félagsins, hel'ur sömu sögu að segja. Fæðingarstöð- um fækkar og þeir sem eftir eru stækka. Konum er kennt að „hættulegt" sé að koma of seint á fæðingar- stofnun en ekki kennt að sama skapi að hlusta á lík- ama sinn og treysta sjálfri sér. Hún leggur áherslu á að ljósmæður leggi skýra áherslu á muninn á milli eðlilegrar og „óeðlilegrar“ fæðingar. Veita á einstakl- ingsbundna þjónustu og auka samfellu. í Danmörku er verið að gera úttekt á kostnaði við hverja fæðingu eftir því hvort hún er á fæðingar- heimili eða á sjúkrahúsi. Það verður gaman fyrir okkur hér á íslandi að fylgjast með þeim tölum. / / Island - Islenskar ljósmæður, eins og kollegar þeirra á norðurlöndum, hafa áhyggjur af því að konur hafa lítið val. Engin fæðingar- heimili eru á Stór- Reykjavíkursvæðinu svo að konur verða að fæða á kvennadeildinni, fæða heima eða fara í annað byggðalag ef þær kjósa eitthvað annað. Fæðing- arstöðum hefúr verið að fækka á landsbyggðinni og þar með fjölgar þeim konum sem þurfa að fara úr sínu byggðalagi til að fæða barn sitt og hefur það oft í för með sér mikla röskun á Ijölskyld- unni allri og aukin fjárút- lát. Á íslandi vantar ljós- LJÓSMÆÐRADLAPIÐ 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.