Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 16
ferðir við eðlilega fæðingu og hefur verið kallað „State of the art“ og er byggt á rannsóknarniður- stöðum. Verkefnið var kynnt á ráðstefnunni og er um margt athyglisvert en mun áreiðanlega valda talsverðum deilum. Verkefninu er ætlað að vera leiðbeinandi við gerð verklagsreglna á hinum ýmsu fæðingardeildum. Einnig hér var rætt um ljósmæðramenntun og í Svíþjóð hafa skólarnir verið mikið skoðaðir með þeim afleiðingum að tveir skólar misstu leyfi til að mennta ljósmæður þar sem þeir þóttu ekki uppfylla akademiskar kröfur og einn er undir eftirliti. Allir Ijósmæðra- kennarar á sjúkrahúsum eru magisterar, starfandi á sjúkrahúsinu og ráðnir bæði af því og viðkom- andi háskóla. Fyrir dyrum stendur að hefja masters nám fyrir ljósmæður við Karolinska institutet í Stockhólmi fljótlega og við háskólann í Lundi síðar. Búið er að ráða prófessor við Karolinska og það verður gert fljótlega við Lund. Umræða er um að ljós- mæður frá öllum Norðurlöndunum muni geta sótt um inngöngu i mastersnám við báða þessa há- skóla. Ennfremur kom fram að væntanleg er mjög áhugaverð grein um rannsóknir á sitjandafæðing- um og hvatti Anna allar ljósmæður til að lesa hana um leið og hún birtist, en hún á að birtast í Lancet í okt. nk.. Talsverðar umræður hafa verið í Svíþjóð um sitj- andafæðingar sem og um upplýst val kvenna en sú umræða tengist því að hópur kvenna hefur stofnað samtök til að berjast fyrir því að fá að velja keisaraskurð! • Áheyrnarfulltrúi ljósmæðra innan Norskra hjúkr- unarfélagasins sagði frá baráttu hennar hóps fyrir því að ljósmæður fengju rétt til að vísa konum til sérfræðings. Samþykkt var á fundinum að nota skandinavisku sem aðalmál fundanna enda í anda norrænnar sam- vinnu. Rætt var um Munchen ráðstefnuna og eru henni gerð skil annarsstaðar í blaðinu. Flestir voru á því að ráðstefnan hefði verið góð og gagnleg. Þá var komið að því að greiða atkvæði um og ræða umsókn ljósmæðra innan norska hjúkrunarfé- lagsins að samtökunum og vék fulltrúi þeirra af fundinum. Það var einróma ákveðið að veita þeim ekki aðild að samtökunum og urðu miklar og snarpar umræður um málið. Ennfremur var ákveðið að stofna nefnd sem í situr einn fulltrúi frá hverju landi, Noregi, Sví- þjóð, Islandi og Danmörku sem hefur það hlutverk að endurskoða lög samtakanna og markmið. Ákveð- inn var fundur í Kaupmannahöfn í september. Þang- að til munu nefndarkonur vera í tölvusambandi og reifa málin. Talsverðar umræður urðu um peningagjafir og styrki frá t.d. lyfjafyrirtækjum og virðist sem löndin standi misvel að vígi hvað varðar slíkt. Sænska ljósmæðrafélagið fær stóra fjárhagslega styrki og náms- styrki sem þær geta ráðstafað fyrir sína félagsmenn, frá lyfjafyrirtækj- um árlega. Hin félögin eru ekki svo heppin! Einnig var rætt um siða- reglur varðandi þátttöku ljósmæðra í auglýsingum t.d. í fjölmiðlum sem og á netinu og skrifum á net- inu. Ákveðið er að næsta Ráðstefna Norðurlandasamtaka ljósmæðra verður haldin í Reykjavík í maí 2004. Allar frekari upplýsingar um fund- inn og efni hans er að fá hjá Ljós- mæðrafélagi Islands. Reykjavík sept 2000 Hildur Krístjánsdóttir. Standandi frá vinstri: Anna (form. sd. ljósm.fél.), Málfrid (form. norsku ljósm.- deildarinnar hj.fél.), Merete (form. danska ljóm.fél.) Sitjandi frá vinstri: Ásta (finsk varaform. og nýr formaður NJF), Merja (form. finnska ljósm.fél.), Anne Christi (frá danska ljósm.fél.) Ástþóra (form. LMFÍ), Sunna (frá Færeyjum), Ruth (form. færeyska ljósm.fél.), Anne Marut (form. norska ljóm.fél.), Berit Hortern (fráfarandi NJF form.) 16 LJÓSMÆPRA&LAPIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.