Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 4
Fréttir frá stjóm LFÍFÍ • Framboð óskast til stöðu Formanns LMFI í vor lýkur kjörtímabili núverandi formanns Ljósmæðrafélags íslands, Ástþóru Kristinsdóttur. Mikið starf hefur verið unnið í hennar stjórnartíð og miklar og stórstígar framfarir og breytingar orðið á menntun ljósmæðra og kynningu allri. Óskað er eftir framboðum til formannskjörs eða ábendingum um líklega kandítata. Framboð og ábend- ingar sendist uppstillinganefnd eða á skrifstofu LMFÍ. • Stjórn óskar eftir framboðum til stöðu ritstjóra Ljósmæðrablaðsins. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu LMFÍ eða sent framboð og ábendingar til uppstillinga- nefndar eða á skrifstofu LMFI. • Auglýsingafulltrúa vantar hjá Ljósmæðrafélagi Islands. Samþykkt var á síðasta aðalfundi félagsins að auglýsa eftir auglýsingafulltrúa og vefstjóra. Hlutverk hans er að kynna félagið, félagsmenn og störf þeirra. Líka þarf að byggja upp og viðhalda heimasíðu félagsins og koma upplýsingum til skila fljótt og örugglega. Þeir sem áhuga hafa hafið samband við Ástþóru eða Margréti á skrifstofu félagsins eða í síma 895-1250. Um er að ræða nýtt starf sem við- komandi gæti mótað talsvert sjálf/ur. • Varaformaður LMFÍ segir af sér Margrét I. Hallgrímsson, varaformaður LMFÍ, hefur verið ráðin yfirljósmóðir kvennadeildar Landspít- ala. Vegna þeirrar stöðu sinnar hefur hún sagt stöðu sinni sem varaformaður LMFI lausri. Telur hún ekki siðferðilega rétt að gegna stöðu varaformanns LMFÍ þegar hún er yfirmaður svo margra ljós- mæðra. Upplýsingar til greinahöfuncla Þær greinar sem birtast í Ljósmæðrablaðinu eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki nauðsynlega við- horf ritnefndar og ritstjóra. Höfundum er uppálagt að vanda málfar og stafsetningu og mega eiga von á að ritnefnd geri kröfu um lagfæringar eftir yfirlestur. Ennfremur áskilur ritnefnd sér rétt til að hafna greinum sem eru illa unnar eða ljósmóðurfræðunum óviðkomandi. Áætlað er að Ljósmæðrablaðið komi út tvisvar á ári í framtíðinni, í apríl og október. Greinar í aprfl- blað þurfa að berast fyrir lok febrúar en í októberblað fyrir lok ágúst. Berist engar greinar fyrir lokadag, mun koma út fréttabréf með fréttum frá stjórn. Greinar sem birtast eiga í Ljósmæðrablaðinu má senda á skrifstofu LMFI eða beint til ritstjóra (póstföng er að finna á titilsíðu blaðsins). Ekki er nauðsynlegt að skila greinum uppsettum á tölvutæku formi, þótt vitaskuld sé það gott, en handskrifaðar greinar þurfa að vera vel læsilegar. Vanda skal til heimildaskráningar þar sem við á. Ennfremur er nauð- synlegt vegna yfirlestrar að fram komi auk nafns höfundar, starfsheiti, heimilisfang og símanúmer greinahöfunda. Allar nánari upplýsingar veitir ritstjóri. 4 LJÓSMÆÐRABLA9IÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.