Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 22
fyrir nokkrum árum og hefur hún verið mikið notuð, og hafa nokkrar konur fætt í henni. Ekki hefur verið boðið uppá heimaþjónustu ljósmæðra á SA, en spurt hefur verið um hana í mæðravernd að sögn ljósmóð- ur sem þar starfar. A döfinni eru breytingar á fæðing- ardeildinni þar sem fyrirhugað er að opna nýja fæð- ingarálmu, vonandi á næsta ári og horfum við bjart- sýnar fram á veginn í þeirri von að þjónustan muni vaxa og dafna með þessari nýju deild. Feeðingaþjónusta á 131öncluósi Frásögn Bjameyjar R.Jómdótlur Ijósmóöur. Fæðingarmálin hér á Blönduósi eru nú eitthvað los- araleg ennþá og mér sýnist að þrátt fyrir baráttu læknanna hérna þá hefur þeim ekki tekist að loka á þetta. Enn sem komið er er frumbyrjum og áhættu konum ráðlagt að fæða annarsstaðar. Það fer svo eftir því hve ákveðnar til dæmis frumbyrjurnar eru í að vilja vera hér. Ef þær eru harðákveðnar þá ráða þær því, en margar vilja alveg eins fara, það er þannig umræða í kringum þær eins og við vitum. Það sem er kannski öðru vísi en annarsstaðar er að ég hef gert svolítið af því að fylgja konunum á Akur- eyri og taka á móti hjá þeim þar, ef þær óska eftir. Nokkurs konar Domino kerfi, stundum förum við svo heim samdægurs eða þær hvfla sig yfir nótt og koma svo og liggja sængurleguna heima. Ég er nú farin að fá greitt fyrir þessa þjónustu frá sjúkrahús- inu heima en FSA sér um tryggingarmál, þar eð ég er skráð í vinnu þar eins og hver annar starfsmaður. Þetta byggist auðvitað á því að ég er í góðum tengsl- um við FSA og hef verið að leysa þar af tíma í vetur og aftur í sumar. Konumar hafa margar frekar vilj- að þetta heldur en að fara annað og bíða langtímum saman. Sumar konur fara á Sauðárkrók en það er ekki alltaf opið þar fyrir fæðingar. Þær hafa einnig valið að fara suður á Landspítalann eða á aðra fæð- ingarstaði til dæmis til Keflavíkur ef þær eiga nána ættingja þar. Margar konur eiga ekki gott með að vera fjarri heimilum sínum um lengri eða skemmri tíma og að mínu mati er þetta oft mikið óþarfa rask. Allar konur ættu að fá að velja sjálfar þann fæðinga- stað sem þær upplifa sig öruggar á og þær telja sjálf- ar að henti þeim best. Sængurleguna hafa konurnar getað legið hér hvort sem þær fæða hér eða annarsstaðar og eins hafa sumar valið heimaþjónustu, sængurlega á sjúkrahúsinu er þó vinsælli. Núna í haust stendur til að inrétta tveggja herbergja heimilislega einingu sem er aðskilin frá sjúkradeildinni en hingað til hefur sængurlegan verið á einni stofu á sjúkradeild. Utsknft Ijósmæðra Hinn 24. júní s.l. útskrifaðist þriðji hópur ljósmæðra frá Háskóla íslands. Að þessu sinni voru 8 ljós- mæður útskrifaðar. Þær kynntu lokaverkefni sín í málstofu í ljósmóðurfræði í lok maí og birtast út- drættir þeirra á öðrum stað hér í blaðinu. Nýju ljómæðurnar eru: Aslaug Valsdóttir, Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Helga Harðardóttir, Hafdís Rún- arsdóttir, J. Karítas ívarsdóttir, Sesselja Ingólfsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir. Við óskum nýju ljósmæðrunum hjartanlega til hamingju með embættisprófið og bjóðum þær velkomn- ar í stéttina og Ljósmæðrafélag íslands. Ritnejnd 22 UÓSMÆÐRABLAPIf?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.