Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 5
Sk^rsla stjómar Ljósmeeðrafétags Istands f^rir árið 1999 birt á aðalfundi LLTFÍ 6. maí 2000 Haldnir voru 9 stjórnarfundir á starfsárinu 1999 og þar af einn starfsdagur. Á síðasta aðalfundi komu Rósa Þorsteinsdóttir, Margrét Hallgrímsson og Guðlaug Björnsdóttir nýjar inn í stjórnina. Starfandi ljósmæður eru nú um 230 og þar af eru um 180 kjarafélagar. Félagið hefur nú verið í Hamraborginni í rúmt ár og er skemmst frá því að segja að mjög vel fer um alla og er góður andi í nýja húsnæðinu okkar. Mjög gott samstarf er við BHM. Ljósmæðrafélag íslands hefur 3 fulltrúa á aðalfundi BHM. Hann var hald- inn 31.03 og 01.04. sl. Var það mjög góður fundur og þurfum við að skipa varafulltrúa til að sitja þá fundi sem eru annað hvert ár. Stjórn LMFÍ hefur þurft að leita til BHM varðandi nokkur lagaleg og viðkvæm trúnaðar- mál og hefur það samstarf gengið allt með ágætum og mjög gott hefur verið að leita til samtakanna. Nefnd sem hefur unnið að stefnumótun Ljósmæðrafélags íslands hefur nú lokið störfum og er okkur ánægja að afhenda fundarmönnum eintak af stefnumótun LMFÍ. Þakkar stjórn félagsins nefndarmönnum mikil og frábærlega vel unnin störf. í nefndinni voru Hildur Krist- jánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Margrét Hallgrímsson og Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmæður. Nefnd sem skipuð var að hluta á síðasta aðalfundi um samræmingu og til að auka gæði heimaþjónustu ljós- mæðra undir styrkri stjórn Elínborgar Jónsdóttur ljósmóður hefur fundað stíft allt síðastliðið ár. Nefndin hefur búið til möppu til leiðbeiningar fyrir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu, þ.e. möppu sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar heimaþjónustu er sinnt. Ljósmæðrafélag íslands hefur látið prenta blöð og hvetjum við ljós- mæður til að nota þau í heimaþjónustunni. Þau eru bæði vinnuplagg fyrir Ijósmóður þau 11 skipti sem hún sinnir fjölskyldunni og einnig er til blað merkt félaginu sem senda á til ungbarnaeftirlits þegar konan er út- skrifuð. Hvetjum við ljósmæður til að nýta sér alla þá góðu vinnu sem að nefndin hefur lagt í þetta. Það er al- veg öruggt að slík samræming á vinnubrögðum okkar ljósmæðra er stéttinni okkar til framdráttar. Guðrúnu Ólöfu Jónsdóttur ljósmóður hefur verið falið að kalla ljósmæður sem áhuga hafa á heimaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða um þá þjónustu sem veitt er og hvemig sé best að standa að henni þannig að skjólstæðingar okkar fái ávallt þá bestu þjónustu sem völ er á. Væntanlega verður fyrsti fundur auglýstur strax á næsta hausti. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands ítrekar enn og aftur við ljósmæður sem eru sjálfstætt starfandi að þær til- kynni sig til héraðslæknis eins og okkur ber að gera samkvæmt lögum. Kjaramálin hafa verið í rólegheitum nú undanfarið stjórnarár. Kjaranefnd félagsins hefur þó hist reglulega amk. einu sinni í mánuði og undirbúið kröfugerð fyrir komandi samninga í haust. Kjaranefndarmenn hafa einnig notað tímann til að sækja námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands um gerð kjarasamn- inga og vinnu í samninganefndum. Kjararáðstefna verður haldin á vegum BHM nú í maí og fara fulltrúar kjaranefndar á þá ráðstefnu. Einnig fara formaður LMFÍ og formaður kjaranefndar á námskeið um gerð kjara- samninga og samningatækni nú í vor. Ekki er vafi að það á eftir að hjálpa okkur enn frekar í samningagerðinni. Fylgjan — dagbók ljósmæðra kom út í nóvember undir ritstjórn Elínborgar Jónsdóttur. Gerðar voru miklar breytingar og standa enn fleiri til. Bókin þykir hafa heppnast afar vel. Ákveðið var að gefa kjarafélögum Fylgjuna að þessu sinni og mæltist það vel fyrir. Guðrún Eggertsdóttir ljósmóðir var skipuð fulltrúi félagsins í nefnd hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í Evr- ópu á móti tóbaki. Guðrún fór á ráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi 11-12 mars sl. um þetta mál. WHO greiddi allan ferðakostnað. LJÖSMÆÐRADLAÐIÐ 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.