Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 26
nokkrar fullbúnar töskur til leigu fyrir þær ljósmæð- ur sem þess óska. Félag áhugafólks um heimafæðingar Félag áhugafólks um heimafæðingar var stofnað í nóvember 1998. Meginmarkmið félagsins er að kynna verðandi foreldrum kosti fæðinga í heimahús- um og veita þeim stuðning. Félagið hefur gefið út bækling sem allar ljósmæður geta nálgast hjá félag- inu og á að liggja frammi þar sem mæðravernd fer fram. Heimasíða félagsins er www.simnet.is/heim- afaedingarfelag/. Á heimasíðunni eru m.a. greinar á íslensku, vísað er í erlendar heimasíður um fæðingar í heimahúsum ásamt lista yfir ljósmæður sem gefa kost á sér í heimafæðingar. Ef einhverjar ljósmæður hafa áhuga á að taka á móti í heimahúsum geta þær látið skrá sig á lista hjá Félagi áhugafólks um heima- fæðingar með því að senda tölvupóst á eyruni@is- holf.is Fyrirhugað er að félagið safni fyrir fæðingapotti sem ætlaður er til útleigu fyrir konur sem fæða heima, þetta gerir fleiri konum kleift að nota vatn í fæðingu. Félagið heldur reglulega fræðslufundi og stefnt er á að hafa 3-4 slíka fundi á ári. Ef einhver ljósmóðir óskar eftir að halda erindi á fundum eða gerast félagi er hægt að senda póst á ofangreint tölvupóstfang. Ljósmæðraskírteini Gott væri að hafa ljósmæðraskírteini sem hægt væri að framvísa við lyfjakaup og veitti ljósmæðrum rétt til að kaupa ákveðin lyf án lyfseðils, auk afsláttar á helstu hjúkrunarvörum s.s. grisjum, hönskum, saum- um, undirbreiðslum o.f.l. Einnig væri gott ef Lyfja- verslun ríkisins seldi ljósmæðrum hluti í stykkjatali í stað stórra pakkninga. Nafnspjöld og stimplar Ljósmæður ættu að hafa í huga að þegar þær stunda sjálfstæðan rekstur er gott að kynna sig með nafn- spjöldum og einnig er gott að láta búa til stimpil til að merkja pappfra og annað sem frá þeim fer. Aðstoðarljósmóðir I samningi Tryggingastofnunar ríkisins við ljósmæð- ur er því miður ekki gert ráð fyrir greiðslu til ljós- móður sem aðstoðar aðra ljósmóður í heimafæðingu. Hér þarf að verða breyting á, þar sem aðstoðarljós- móðir gegnir mikilvægu hlutverki í heimafæðingu. Þjónusta eftir fæðingu við þær konur sem fæða heima Mikilvægt er að konur sem fæða heima hafi sama aðgang að sérfræði- og bráðaþjónustu á fæðingar- stofnun og þær konur sem þar fæða, t.d. brjóstaráð- gjöf og aðstoð við brjóstavandamál fyrstu mánuðina, barnalæknisþjónustu og þjónustu kvensjúkdóma- lækna. Sjálfstætt starfandi ljósmæður Kannski er kominn tími til að ljósmæður sem starfa sjálfstætt við heimafæðingar og heimaþjónustu stofni ljósmæðrastofu og auglýsi sig þar að lútandi sjálfstætt starfandi, rétt eins og læknar og fleiri heil- brigðisstéttir gera. Verði þetta gert er eðlilegt að ljós- mæður geymi skjöl sinna skjólstæðinga á stofunni. Ljósmæðramiðstöð Gaman væri ef ljósmæður hefðu miðstöð þar sem Ljósmæðrafélagið og Félag áhugafólks um heima- fæðingar væri með aðsetur. Þar væri einnig bókasafn fyrir foreldra og ljósmæður, ásamt útleigu á ýmsum hlutum sem snerta starfsemi ljósmæðra. í þessari miðstöð gæti einnig verið ýmis félagsleg þjónusta eftir að heimaþjónustu eða útskrift af sjúkrahúsi lýk- ur s.s. félagsráðgjöf, sjúkraþjálfun, opið hús og and- legur stuðningur. Fjöreggið, ljósmæðrastofa Undanfarin ár hefur hópur ljósmæðra unnið að und- irbúningi að stofnun ljósmæðrastofu, sem hefur hlot- ið nafnið Fjöreggið. í Fjöregginu munu ljósmæður starfa sjálfstætt, þær koma til með að annast með- gönguvernd, foreldrafræðslu, fæðingar bæði á stof- unni og í heimahúsi, sængurlegu ásamt ýmsu öðru. Þetta verður kærkomin viðbót við þá þjónustu sem ljósmæður veita konum og gerir þjónustu ljósmæðra fjölbreyttari. Vonandi sjáum við Fjöreggið dafna og rísa í náinni framtíð. Heimilclir Chamberlain, G., Wraight, A. og Crowley, P. (1997) Home births: The report of the 1994 confidential enquiry by the National Birthday Trust Fund, London: The Parthenon Publishins Group. Informed choice, for professionals. (1997) Place of birth (bæklingur), Midirs. 26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.