Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 25
Ellefu vitjanir í sængurlegu 11 x 3.207 = 35.277 krónur Samtals 82.629 krónur Ljósmóðirin þarf að fylla út skýrslu frá Trygg- ingastofnun rrkisins, þar sem konan kvittar fyrir báð- um vitjununum fyrir fæðingu, enginn dálkur er fyrir það í skýrslunni en gott er að nota dálkinn fyrir sím- tölin. Einnig þarf konan að kvitta fyrir að fæðingin hafi átt sér stað í heimahúsi, það gerir hún í reitinn þar sem krossað er fyrir heimafæðingu og að lokum kvittar konan í reitina sem ætlaðir eru sængurleg- unni. Þegar ljósmóðirin sendir Tryggingastofnun skýrsluna þarf einnig að fylgja reikningur með ofan- talinni sundurgreiningu auk ljósrits af fæðingatil- kynningu. Áríðandi er að halda öllum kvittunum til haga til skattaskýrslugerðar. Það fer eftir umfanginu hvernig ljósmóðirin greiðir skatta af tekjum sínum af sjálf- stæðum rekstri. Hagkvæmt getur verið að láta endur- skoðanda sjá um þessi skattamál. Fráóik frá eðlilegti ferli t heitnafeeðingum Ljósmæður eru sérfræðingar í eðlilegum fæðingum og hafa einnig menntun og reynslu til að greina frá- vik frá hinu eðlilega og geta brugðist við ef eitthvað kemur uppá. Langflest vandamál sem koma upp í fæðingum gera boð á undan sér og því gefst tími til viðhlítandi aðgerða. Samkvæmt rannsóknarniður- stöðum eru algengustu ástæður fyrir flutningi kvenna á sjúkrahús langdregnar fæðingar og fóstur- streita (Chamberlain, Wraight og Crowley, 1997; In- formed choice, 1997). Hjá Ljósmæðrafélagi íslands er til eyðublað þar sem konan skrifar undir að hún komi með ljósmóð- urinni á sjúkrahús ef ljósmóðirin telur þörf á því. Á alþjóðaráðstefnu um heimafæðingar sem haldin var í Amsterdam í mars s.l. kynntu Rafaél Crimpen ljósmóðir og Harry Molendijk nýburalæknir hug- mynd af svokölluðu flutningslíkani sem gott getur verið að styðjast við ef flytja þarf fæðandi konu á sjúkrahús. Líkanið sýnir hvaða flutningsmáti er heppilegastur við mismunandi aðstæður. Flutningslíkan F0 = Engar áhyggjur, ekkert liggur á (fara á einkabíl) / donT worry, no hurry F1 = Vera heima og bregðast við þar / stay and play F2 = Hringja á sjúkrabíl / rapid extrication F3 = Hringja á sjúkrabíl og grípa til aðgerða heima meðan beðið er og í sjúkrabílnum / drive and act. DÆMI: Ogreindur sitjandi: farið vatn og samdrættir Á svipaðan hátt er hægt að útbúa líkön fyrir ýmis vandamál sem geta komið upp í fæðingu, eins og fósturstsreitu, grænt legvatn og blæðingu. Helstu áhersluatriði við skipulagningu líkana af þessu tagi eru flutningstími, umferð og tími sólarhringsins, hvort konan er frumbyrja eða fjölbyrja, hversu brátt vandamálið er, meðgöngulengd, útbúnaður og að- stæður í sjúkrabílnum (R. Crimpen og H. Molendijk, munnleg heimild, fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um heimafæðingar 16. mars, 2000). Hér má velta fram þeirri spumingu hvort ekki sé orðið tímabært að ljósmæður sem sinna heimafæðingum útbúi möppu með líkönum og klínískum leiðbeiningum fyrir mismunandi vandamál. HlutOerk félaga og hugleiðingar ■Carðancli framtíðina Ljósmæðrafélag Islands Hægt er að nálgast ýmis blöð varðandi heimaþjón- ustu hjá félaginu með skráningu á heimaþjónustu í sængulegu og verið er að undirbúa möppur með fræðsluefni og ýmsum upplýsingum fyrir ljósmæður sem sinna þessari þjónustu. Ef til vill væri rétt að hanna sérstakt skráningar- blað varðandi fæðingar í heimahúsum. Æskilegt væri ef félagið gæti á einhvem hátt stutt betur við bakið á þeim ljósmæðrum sem eru sjálf- stætt starfandi við heimafæðingar og heimaþjónustu. Ljósmæðrafélagið gæti verið með lager af ýmsum nauðsynjahlutum sem nú þarf að kaupa í stórum pakkningum ásamt sölu eða leigu á fæðingaráhöld- um, reislum, fæðingarstólum, fæðingarlaugum ofl. Einnig væri gaman ef ljósmæðrafélagið keypti eða léti útbúa ljósmæðratöskur, skv. pöntun og ætti UÓSMÆÐRABLAPIP 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.