Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30
9. Vefsíða sem heitir safe motherhood á http://www.safemotherhood.org/ gæti gefið vísbend- ingar um sitjandi stöður og kosti og galla við að fæða barn í sitjandi stöðu. 10. Aðrar uppsprettur heimilda. Mörg dagblöð eru á Veraldarvefnum og er auðvelt að leita í skjala- söfnum þeirra á vefnum. Mörg þeirra eru ókeypis eins og t.d. Morgunblaðið á veffanginu http://www.mbl.is, The Guardian sem er á veffang- inu: http://www.guardian.co.uk/ og The Telegrapah á veffanginu http://www.telegraph.co.uk/ , svo eitt- hvað sé nefnt (Sandall,1999). Dæmin hér að ofan gefa smá vísbendingu um hvernig ljósmæður og hjúkrunarfræðingar geta leitað heimilda á Lýðnetinu en hér er aðeins stiklað á þeim helstu og nærtækustu fyrir íslenskt fagfólk. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar geta einnig notað Lýðnetið sífellt meira til endurmenntunar með formlegri hætti. Eins er með fjarnám, en á Lýðnetinu gefst tækifæri á að fá heilu námskeiðin (DeGeor- ges,1999). Þar eru einnig að finna innankerfis próf (online testing) sem er hluti af sérhæfðri endur- menntun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga (Haynes, 1997., DeGeorge, 1999). Eins og áður hefur verið rætt er Lýðnetið ákveðið samfélag. Innan þess eru ,,hverfi“’ þar sem ljósmæð- ur og hjúkrunarfræðingar geta hist og skipst á skoð- unum og hugmyndum. Þetta eru ákveðnar sam- skiptarásir (listserves) þar sem upplýsingar ganga á milli fagaðila með tölvupósti. Boð ganga í gegnum eitt höfuðnetfang og eru þau síðan dreifð til allra þeirra sem tengjast samskiptarásinni. Ótal sam- skiptarásir eru til innan ljósmóðurfræðinnar og hjúkrunarfræðinnar. Til að finna faglegar sam- skiptarásir fyrir ljósmæður/hjúkrunarfræðinga er hægt að rápa á veffanginu sem gert er út af Háskól- anum í Alberta í Kanada á veffanginu http://www.ualberta.ca/jrnorris/nursenet/nur- lists.html (Haynes,1997) Að lokum ber að nefna spjallrásir sem er einn af gagnvirku möguleikum Veraldarvefsins. Þar geta ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hist og talað sam- an í tíma og rúmi við samstarfsfélaga og/eða áhuga- menn um fagið. Til að komast að spjallrás þar sem mismunandi málefni eru rædd er m.a. hægt að fara á veffangið http://www.nursingnet.org og velja síðan spjallrás eða chat rooms (Haynes,1997). Lokaorð I þessari grein hef ég reynt að varpa ljósi á Lýðnetið, uppruna þess og starfsemi. Tilurð Veraldarvefsins var reifuð og nokkrir möguleikar sem hann hefur opnað. Að lokum var komið inn á hvernig Ijósmæð- ur og hjúkrunarfræðingar hafa og geta notað Lýðnet- ið og Veraldarvefinn. Ljóst er að þegar um svo stórt verkefni er að ræða verður ekki tæpt á nema því allra helsta. Það er og mikið víst að kerfin eiga eftir að þróast og verða full- komnari og þá er Ijóst að hluti af innihaldi þessarar greinar verður fljótt úrelt. Heimilclir Chute, A., Thompson, M., Hancock, B. (1999) The McGraw-Hill Handbook of Distance learning, (2nd ed.). New York: Quebecor/Martinsburgh. DeGeorges, K. M. (1999). Continuing education gets wired: How to learn (and earn credits ) online. AWHONN Lifelines. 3(4), 45-48. Fickeissen, J.L. (1995). Nursing resources on the Internet. New Jersey Nurse. 25(8): 5. http://www.isoc.org Haynes,C. C. (1997). Nursing & the net: Explor- ing world wide opportunities. AWHONN Lifelines. 1(4), 28-33. Herring, M. C. og Smaldino, S. E. (1998) Plann- ing for interactive distance education: A handbook. Washington: Association for Educational Commun- ications and Technology. Lifelines (1997). Are you using the Internet for nursing ? AWHONN Lifelines. 1(4), 17-19. Musker, M. (1997). Demistifying the Internet: a guide for nurses. Nursing Standard. 12(11), 44-47 Sandall, J. (1999). Finding the evidence using the Internet. British Journal ofMidwifery. 7(7), 440-442 Shellenbarger, T. (1996). Creating a nursing homepage on the World Wide Web. Computers in Nursing. 14(4), 339-245. 30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.