Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 29
Lýðnetið. Af þeim höfðu 49% aðgang að Lýðnetinu heima, 20% höfðu aðgang í vinnunni og 31% sögð- ust hafa aðgang bæði í vinnunni, heima og/eða ann- ars staðar. I þessari könnun var einnig reynt að flokka hverning Lýðnetið var notað. Þá kom í ljós að 74% notuðu það til að leita að rafrænum blöðum, 68% til að finna rannsóknir, 62% til að finna leið- beiningar og verklagsreglur, 61% sem tölvupóst, 58% til að finna upplýsingar um heilbrigðismál er varða sjúklinga, 53% til að leita að fræðslu fyrir sjúklinga, 48% notuðu Lýðnetið til að endurmennta sig og í fjarnám, 40% í að lesa nýjustu fréttir um heilbrigðismál, 29% í samskipti við aðra hjúkrunar- fræðinga, 21% til leitar að viðburðum, ráðstefnum o.fl. 9% notuðu Lýðnetið í ýmislegt annað svo sem leita að auglýsingum um vinnu, öðrum heil- brigðistengdum efnum og sjálfboðavinnu. 7% höfðu gert vefsíðu og 4% notuðu Lýðnetið til að fá starfs- leyfi og/eða viðurkenningu (Lifelines, 1997). Jafnvel þó ekki sé nema tæplega eitt ár síðan þessi könnun var gerð má gera ráð fyrir að notkunin hafi almennt aukist til muna. Lýðnetið hefur sérstaklega aukið möguleikana á að fá rannsóknagreinar og tímarit á einfaldan og skjótan hátt auk þess sem auðvelt er að leita að heimildum á breiðum vettvangi. Má þar fyrst nefna tímaritin sem fást í fullri lengd á Lýðnet- inu (full text journals) (Haynes,1997). Lýðnetið veit- ir fleiri tækifæri, sérstaklega fyrir þá sem eru þolin- móðir, leita vefsíðu úr vefsíðu og reyna að sigta út bestu upplýsingarnar. En þrátt fyrir alla kostina þá er mikilvægt að hafa í huga að mikið af upplýsingum sem finnast á Lýðnetinu eru ekki endilega öruggar. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eins og aðrir not- endur þurfa því að vera gagnrýnir og útiloka illa uppfærðar og illa studdar upplýsingar (Hay- nes,1997). Tölvupósturinn gerir ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum fært að hafa samskipti við starfsfélaga á öðrum deildum og sjúkrahúsum. Tölvupósturinn er fljótvirkur og er hægt að nota hann bæði fyrir persónuleg erindi og formleg. Það er ákaflega hentugt að nota viðhengis kerfið sem er í tölvupóstinum, en það gerir notendum kleift að senda tilbúin fullgerð skjöl án þess að eiga það á hættu að þau brenglist. Einnig er auðvelt að vera í nánu sambandi við stjórnendur í gegnum tölvupóst- inn. Hægt er að senda skjal sem inniheldur hjúkrun- arupplýsingar, rannsóknargreinar, spurningalista og myndir svo eitthvað sé nefnt. Aðalkosturinn við tÖlvupóstinn er hversu fljótt svör berast (Musker,1997). Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar geta notað ráp- forrit (browser) og farið í gegnum mikið af upplýs- ingum á vefnum. Veraldarvefinn er unnt að nota sem mikilvægt tæki til að leita að mikilvægum upplýsing- um! Hægt er að taka einfalt dæmi sem svo auðveld- lega gæti komið upp hjá hvaða ljósmóður sem er: Þú ert ljósmóðir og situr fyrir framan tölvu og vinkona þín eða skjólstæðingur kemur til þín sem gengur með barn í sitjanda stöðu. Hún er 38 vikur gengin og biður þig að finna gögn sem benda á kostina og gall- ana við að fæða barn gegnum fæðingarveg annars vegar eða með keisara hins vegar. Það er skylda þín að leita að bestu og öruggustu upplýsingum sem völ er á. I leit þinni gætir þú farið eftirfarandi leið: 1. Cochrane bókasafnið á Lýðnetinu á: http://www- update-software.com/clibhome/clib.htm. Annað hvort hefur stofnunin þín borgað aðgang að Cochrane eða þú getur fengið það á bókasafninu á geisladisksminni (CD-Rom). 2. Gera leit í Ovid. Ovid tengist nokkrum gagna- grunnum sem innihalda ógrynni af upplýsingum fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga ásamt öðr- um heilbrigðisstéttum. Má þar sérstaklega nefna MEDLINE. Hægt er að afmarka leit mjög í þess- um gagnagrunni og er hægt að fá yfirlit greina og jafnvel allan texta greinanna. CINAHL er einnig í Ovid er CINAHL mjög hentugur gagnagrunnur fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga og inni- heldur mikið af upplýsingum sem snertir starf þeirra og fræði. 3. Gagnagrunnur á vegum bresku heilbrigðisyfir- valdanna sem fæst á http://www.nelh.nhs.uk 4. TRIP gagnagrunnurinn. Þessi nýji gagnagrunnur er tengdur 18 gagnagrunnum sem innihalda rann- sóknarniðurstöður og leiðbeinir um tengingar að enn frekari upplýsingum á hinum ýmsu síðum á Lýðnetinu. Slóðin er http://www.ceres.uwcm- .ac.uk/frameset.cfm?section=trip og er gagna- grunnurinn síðan valinn. 5. HTA síður. Það eru vefsíður þar sem dreift er nýj- ustu upplýsingum heilbrigðisvísinda eru og birt yfirlit yfir þær. Slóðin er: http://nhscrd.york.ac.uk/. 6. Sérstakir Ljósmæðra og hjúkrunar gagnagrunnar. Má þar nefna ensku landsnefndina fyrir ljósmæð- ur og hjúkrunarfræðinga sem hefur gefið út upp- lýsingar á slóð: http://www.enb.org.uk/ 7. Utgefin tímarit eins og t.d.British Medical Jo- urnal er fáanleg beint í gegnum Lýðnetið á veffanginu http://www.bmj.com/index.shtml. 8. Alþjóðlegar fræðslustofnanir. Þessar stofnanir fara í gegnum Veraldarvefinn og safna saman gagnlegum upplýsingum t.d. frá heilbrigðisráðu- neytinu og gefa þær út á tiltekna slóð: http://- www.doh.gov.uk/dhhome.htm. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.