Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 6
Erfiðlega gengur enn sem fyrr að koma blaðinu okkar út reglulega og var ákveðið í samráði við ritstjóra og ritnefnd að senda fréttir frá félaginu í apríl og í október. Alltaf verði a.m.k. eitt blað á ári. og þegar ekki komi út blað þá tekur ritstjórinn saman fréttabréf og sendir í þess stað. Hvetjum við ljósmæður til að skrifa í blaðið og eins að leyfa afnot af verkefnum sem við vitum að ljósmæður eru að gera allt í kring um okkur til að fleiri hafi gagn og gaman af. Ástæða er til að minna á að styrkþegar úr rannsóknarsjóði ljósmæðra og vísindasjóði ljósmæðra ber að segja frá verkefnum sínum í blaðinu okkar og er minnt á það hér með. Næsti NJF fundur verður í Stokkhólmi nú í haust í tengslum við ráðstefnu sem sænska ljósmæðrafélagið heldur m.a. af tilefni 80 ára afmælis síns. Þangað fara fulltrúar frá félaginu. Einnig verða sendir fulltrúar til að þeir geti kynnt sér hvernig ráðstefna sem þessi er skipulögð og haldin þar sem komið er að okkur næst að halda norræna ljósmæðraráðstefnu árið 2004. BHM hélt mjög gott námskeið fyrir trúnaðarmenn nú í janúar og sóttu það 10 ljósmæður. Hvetjum við ljós- mæður til að sjá til þess að trúnaðarmenn séu á þeirra vinnustöðum og hvetjum þá til að leita til félagsins eftir upplýsingum. Stefnir BHM að enn frekari uppbyggingu trúnaðarmannakerfisins og er það tilhlökkunarefni fyrir okkur ljósmæður. Björg Pálsdóttir ljósmóðir hélt námskeið á vegum Rauða Kross íslands í samvinnu við Ljósmæðrafélag Is- lands um sálræna skyndihjálp. Ljósmæður drifu sig á námskeiðið og var gerður að því góður rómur. Mikið tjón varð í sumarbústaðnum okkar fallega í Úthlíð þegar heitavatnsrör sprakk og heitt vatn flæddi inn í hann í einhvern tíma. Bústaðurinn er alveg ónýtur að innan og ljóst er að það verður að rífa hann alveg niður í grind. Sumarbústaðurinn okkar er vel tryggður sem betur fer og þökk sé orlofsnefndinni okkar en þær hafa staðið sig alveg frábærlega í þessu erfiða máli. Nú hefur stjóm félagsins í samráði við orlofsnefndina ákveðið að kaupa annan sumarbústað í Úthlíð og láta þann skemmda ganga upp í kaupin. Það þýðir að við getum farið að nota hann strax í júní. Nýji sumarbústaðurinn stendur við Guðjónsgötu. Hann er stærri, munar um eitt herbergi og einnig stendur hann á skemmtilegri og barnvænni stað. Rósa Bragadóttir fer úr stjórn nú og þökkum við Rósu fyrir ánægjulegt og gott samstarf. Margrét Bjarna- dóttir ljósmóðir starfsmaður okkar á skrifstofunni hefur sagt starfi sínu lausu frá og með haustinu. Verður mik- ill missir að henni. Ég auglýsi hér með eftir ljósmóður í hennar starf og eru áhugasamir beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna, formann eða Margréti. Síðast en ekki síst þá eru samningar lausir nú í haust og er því um að gera að drífa sig og koma í félagið okkar. Öðruvísi dafnar félagið ekki sem skyldi. Sýnum samstöðu og verum allar í Ljósmæðrafélagi Islands. Verum duglegar að hvetja hvor aðra og skoða hug okkar sjálfra. Hvar teljum við hagsmunum okkar best borg- ið? Hvar erum við að sækja mesta fræðslu o.s.frv? Umhugsunarvert er að sífellt fjölgar þeim félögum sem að hafa einungis kjarafélaga í félagi sínu og hefur það sýnt sig að það eykur samstöðu stéttarinnar. Þessi félög hafa einnig náð hvað bestum árangri til heilla fyrir félagsmenn sína. Loks óska ég ljósmæðrum alls góðs í framtíðinni. Framundan eru margar skemmtilegar breytingar sem frá- bært er að taka þátt í. Sést vel að ljósmæður eru sífellt að hugsa hvernig við getum bætt þjónustu okkar enn frekar við skjólstæðinga okkar. Kópavogur, maí 2000. Ástþóra Kristinsdóttir, formaður. Formaður LMFI. ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.