Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 14
Munchen - ^ftrl^singin Hjiikrunarfrðzöingar og ljósmeeður: Afl til aukins heilbrigöis Annar ráðherrafundur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hjúkrun og ljósmæðrastörf í Evrópu fjallar um það sérstæða hlutverk og framlag sem felst í störfum sex milljóna evrópskra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra við heilsuvernd og heilbrigðisþjónustu. Eftir fyrsta ráðherrafund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vínarborg fyrir rúmum áratug hafa ákveðin skref verið tekin til þess að styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga og ljómæðra í Evrópu og nýta sem best hæfni þeirra. Við heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem tókum þátt í ráð- herrafundinum í Munchen lýsum því yfir að: Við álítum að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafi stöðugt mikilvægara lykilhlutverki að gegna í samfélaginu. Það felst í því að takast á við heilbrigðisvandamál okkar tíma og veita hágæða, aðgengilega, réttsýna, skilvirka, þarfamiðaða og samfellda heilbrigðisþjónustu og beita sér fyrir réttindum fólks. Við hverjum öll hlutaðeigandi yfirvöld á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til þess að leggja sig enn frekar fram en áður við að efla hjúkrun og ljómæðrastörf með því: • að tryggja þátttöku hjúkrunarffæðinga og ljómæðra í ákvarðanatöku á öllum stigum stefnumótunar og framkvæmda, • að beina sjónum að fyrirstöðu sem m.a. felst í starfsmannastefnu, kynbundinni og stöðubundinni mismunun og því, hve hugmyndafræði læknisfræðinnar er ráðandi, • að veita fjárhagslega hvatningu og gefa færi á faglegri þróun í starfi, • að bæta bæði grunn- og símenntun og auka aðgengi að æðri menntun á sviði hjúkrunar og ljósmæðrafræða, • að skapa aðstæður til þess að hjúkrunarfræðingar, ljómæður og læknar nemi hlið við hlið á fyrstu jafnt sem síð- ari stigum háskólanáms til að tryggja aukið samstarf og faglega samþættingu með betri umönnun sjúklinga að leiðarljósi, • að styðja við rannsóknir og miðlun fróðleiks til að hjúkrun og ljósmæðrastörf geti byggt á faglegri þekkingu og niðurstöðum vísindarannsókna, • að leita leiða til að koma i og styðja við fjölskyldumiðaðar áætlanir og þjónustu hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra í heilsugæslu. Má þar nefna, þar sem við á, menntun sérstakra fjölskylduhjúkrunarfræðinga, • að efla þátt hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra í heilsuvemd, heilbrigðishvatningu og ffamfömm í hveiju umdæmi. Við emm því sammála að styðja beri við hjúkmn og ljómæðrastörf af einbeitni og styrk í ríkjum okkar með því: • að móta alhliða mönnunaráætlanir til að tiyggja nægjanlegan fjölda vel menntaðra hjúkmnarfræðinga og ljósmæðra, • að tryggja að fyrir hendi sé fullnægjandi umgjörð hvað varðar lög og reglur á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, • að gera hjúkrunarfæðingum og ljósmæðrum kieift að vinna af skilvirkni og ábyrgð og nýta sér færni sína til fulls, bæði til sjálfstæðra starfa og í samvinnu við aðra. Við heitum því að vinna í samráði við allar viðeigandi stjórnsýslustofnanir og aðila, jafnt lögskipaða sem óháða stjórnvöldum, á þjóðlegum, svæðisbundnum eða alþjóðlegum gmndvelli til að hrinda áformum yfirlýsingar þessar- ar í framkvæmd. Við væntum þess að Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar veiti aðildarríkjunum stefnumótandi leið- sögn og aðstoði þau við að koma á skipulagi til þess að samhæfa samstarf innlendra og alþjóðlegra stofnana til að efla hjúkmn og ljósmæðrastörf. Við förum fram á það við framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofunnar að hann gefi árlega skýrslu til framkvæmda- nefndar Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og skipuleggi jafnframt fyrsta fundinn árið 2002 til að meta hvernig tekist hefur að koma áformum yfirlýsingar þessarar í framkvæmd. 17. júní 2000 Ms. Andrea Fischer Dr. Marc Danzon Heilbrigðisráðherra Þýskalands Framkvæmdastjóri Evrópudeildar WHO 14 UÓSMÆORABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.