Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8
sama ljósmæðrafélaginu. Það er alveg ljóst að viðsemjendur okkar geta ekki samið á einn hátt við ljósmæður í LMFI og á annan hátt við þær sem eru utan LMFÍ og er því greinilegt að klofningur innan stéttarinnar heldur launum ljósmæðra niðri. Samstaða okkar ljósmæðra er með ágætum og sést það best í því hvað ljósmæður hafa verið að gera undan- farin ár: Heimaþjónusta ljósmæðra, heimafæðingar eru að aukast, MFS, samfelld þjónusta ljósmæðra í barn- eignarferlinu, Hreiðrið - ný deild sem opnuð verður á kvennadeildinni nú í haust -, foreldrafræðsla, brjósta- gjafaráðgjöf. Ljósmæður eru sífellt að verða sýnilegri í þjóðfélaginu — hægt og rólega en í rétta átt. Allt er þetta til að bæta þjónustu við skjólstæðinga okkar. Mikið af ljósmæðrum eru að bæta við menntun sína og miðla þekkingu sinni til kolleganna og styrkir það stöðu okkar enn frekar. Þess má einnig geta að allir sjóðir eru sambærilegir við önnur félög og þarf engin ljósmóðir að vera hrædd um að tapa einhverjum réttindum sem hún hefur annars staðar. Nú eru kjarasamningar lausir í október og þá geta ljósmæður skipt um kjarafélag með að tilkynna það til viðkomandi yfirmanns og eða á launaskrifstofu viðkomandi stofnunar. Ég hvet allar ljósmæður og sérlega þær sem að starfa við ljósmæðrastörf að hugsa um þessi mál og gerast kjarafélagar Ljósmæðrafélags Islands. Saman getum við gert það sem við viljum og náð fram því sem við viljum! Allar frekari upplýsingar geta ljósmæður fengið hjá stjórn og skrifstofu Ljósmæðrafélags íslands. Opnun- artími skrifstofu er mánudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 og síminn er 564-6099. Sími formanns er 557-4807 og 895-1250. Kveðja Astþóra Kristinsdóttir Formaður Ljósmæðrafélags Islands. Ástþóra Kristinsdóttir, formaður LMFÍ á góðri stund í ferð fræðslunefndar í maí s.l. Stjórn LMFÍ á fræðsludegi LMFÍ 5. maí sl. Birgitta Pálsdóttir, Olafía Guðmundsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Margrét I. Hallgrímsson, Guðlaug Björnsdóttir, Rósa Bragadóttir og Guðrún Eggertsdóttir. Séð yfír hluta fundargesta á fræðsludeginum 5. maí 2000. ö LJÓSMÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.