Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Síða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Síða 33
Mannhelgi og siðferðileg virðing Næst bendir Eva á hluta samþykktar á K-irkjuþingi 1987 sem lítur svo á að rétturinn til lífs sé frumatriði allra mannréttinda. Kröfu verður að gera til ríkisvaldsins að það verndi mannlegt líf og efli vitund almennings um mann- helgi, Grundvallarsjónarmið kristin- dóms sé brotin með löggjöf sem gerir hið ófædda líf réttlaust, allir eigi rétt til lífs allt frá upphafi þar til dauðann beri að garði. Skilningurinn sem ég legg í orðið D2annhelgi er að virða sjálfræði mann- eskjunnar, reglan kveður á um afskipta- leysi sem heldur okkur í ákveðinni fjarlægð hverju frá öðru og viðvörun við að taka ráðin af fullveðja fólki. Með öðrum orðum á hver manneskja ský- lausan rétt á þessu svigrúmi til að finna tilgang og takmark með lifi sínu, þ.e mörk sem öðru fólki ber að vaða ekki yfir. Það kemur mér því hjákátlega fyrir sjónir að Eva hvetji til eflingar á vitund almennings á mannhelgi þegar hana skortir með öllu í umfjöllun hennar gagnvart konum sem gengist hafa undir fóstureyðingar. Þá langar mig að koma inn á siðferði- lega virðingn sem er ört vaxandi þáttur í námi starfsfólks heilbrigðisstétta. Sið- ferðilegri virðingu er jafnan skipt í þrennt; virðing fyrir sjálfstæði fólks og dómgreind þess (krafa um fjarlægð), umhyggja fyrir velferð þess (krafa um nálægð) og síðan en ekki síst að koma fram við það af réttlæti (óhlutdrægni). Snefil af þessu er einnig vandfund- "in í umfjöllun Evu í garð tíðræddra kvenna. Abyrgðarlaus lífsstíll á kostnað skattgreiðenda Eva lýsir undrun sinni á að skattgreið- endur niðurgreiði fóstureyðingar og með því geti fólk haldið áfram að lifa smum kœrulausa lífsstíl og notað fóstureyðingalögin sem getnaðarvörn. Aður en lengra er haldið skal bent á Þá staðreynd að þegar kona uppgötvar að hún er barnshafandi hefur getnaður Þogar átt sér stað og því glórulaust að halda fram að fólki sé unnt að nota "eyðarúrræði sem lög um fóstureyð- lngar eru sem getnaðarvörn. Þetta eru svívirðileg ummæli og af kynnum mín- um við konur sem gengist hafa undir fóstureyðingu hefur mér ekki annað Vlrst en það sé þeim grafalvarlegt mál. Eg leyfi mér að fullyrða að engin kona §engst undir fóstureyðingu af gamni sínu. Þá má benda á að fóstureyðingar eru ekki allar framkvæmdar undir sömu kringumstæðum og geta þunganir átt sér stað sem eiga sér allt aðra sögu en gáleysislega hegðun. Dæmi um þetta eru þegar konum sem hefúr verið nauðg- að verða barnshafandi, misskilningur varðandi notkun á getnaðarvörnum, rétt notkun á getnaðarvörnum sem þó bregðast, konur sem lítt geta hugsað um sjálfa sig t.d vegna andlegra veikinda, ofneyslu áfengis eða fíkniefna. Að ógleymdum þeim sem ganga með börn sem haldin eru alvarlegum sjúkdómum eða vanskapnaði. Hver annar getur sagt til um hvað konu er fyrir bestu í aðstæð- um sem þessum en einmitt hún sjálf með ráðgjöf sérfræðinga, s.s lækna og ljósmæðra? Varðandi furðu sinni sem Eva lýsir á íyrrgreindri niðurgreiðslu fóstureyð- inga er rétt hægt að ímynda sér um- ræðuna sem mundi fylgja í kjölfar þess ef upp yrði hengdur verðmiði á fóstur ófrískra kvenna sem tilgreindi hvað skiptið í fóstureyðingu mundi kosta! I ljósi útlistingar Evu á kostnaði vegna slíkrar aðgerðar (kr. 68.836 - 135.595 árið 2004) er augljóst að efnaminni konur mundu ekki setjast við sama samningaborð og efnameiri konur. Hvar er réttlætið í því þegar kemur að svo veigamiklum hlut sem barneignir eru? Þá er ég þess fullviss að skattfé þjóð- félagsþegna sé eytt í margt kjánalegra en heilbrigðisþjónustu á borð við fóstur- eyðingar. Niðurlægjandi starf Eva heldur því fram fullum fetum að það yrði kvensjúkdómalœknum gleði- efni að losna við niðurlœgjandi starf sem fóstureyðingar eru sem að Alþingi skikkaði þá að taka þátt í með fóstur- eyðingalögunum. Mér er skapi næst að segja að alhæf- ingum sem þessum sé best skipað í sveit þar sem þær eiga heima og heim- kynnin eru sannarlega ekki í fjölmiðl- um. Af samtölum mínum við lækna að dæma (þ.m.t. einn sem starfaði við þetta í allmörg ár) er það fjarstæðu- kennd fullyrðing að almennt viðhorf lækna til fóstureyðinga sé svo neikvætt. Umrædd lög eru einungis þverfagleg niðurstaða, líkt og önnur lög. Ef um- rædd viðhorf lækna væru á þann veg sem Eva vill halda fram væru öfgum skreyttar skoðanir sem hennar í alla staði fasmeiri í umræðunni og hún því lituð til samræmis við það. Af allri þeirri umræðu sem ég hef komist í um fóstureyðingar, hvort sem um ræðir spjallrásir á netinu, vefsíður, tímarit eða bækur virðist mér afstaða lífsverndar- sinnans sem einatt er rökstudd trú og tilfinningum umfram vitræn rök vera á undanhaldi. Ástæðan fýrir skrifum mínum hér, eftir lestur umfjöllunar Evu, er nefnilega sú að viðhorf hennar einkennist af tálmun og á köflum hóf- lausu afturhaldi, sem ég áleit barn síns tíma í þessari umræðu. Stjórnarskráin og forboð fóstureyðinga Það er með ólíkindum að mati Evu að Alþingi hafi látið eftir sér að setja fóstureyðingalögin og með því skyldað aðra í landinu (lækna og hjúkrunarfólk) til að vera viðriðnir útrýmingu manns- lífa, eins og hún vill kalla það,þar sem skorti heimild í stjórnarskrá til setningar laga um slíkan verknað. Nema þeim ákvæðum í stjórnarskrá undanskildum sem kveði á um samband hennar við lúterska kirkju og siðfræði Biblíunnar heimili hvergi að mannslifum sé eytt. Stjómarskráin er fyrst og ffemst grundvallarlög sem kveða á um hvernig stjórnskipun okkar er uppbyggð, hvernig almenn lög skulu sett o.s.frv. en eðlilega ekki útlistað með tæmandi hætti um hvað lög sem eru sett þess utan, eigi að vera. Ákvæði stjómarskrár ná því ekki til alls, enda eiga þau ekki að gera það. Þess vegna er ekkert ein- stakt ákvæði í stjómarskrá er lítur að setningu fóstureyðingalaga, eðli máls- ins samkvæmt. Það eru sett alls kyns lög sem ekkert er fjallað sérstaklega um í stjórnarskránni en hins vegar eru svo nokkur ákvæði í stjórnarskránni sem kveða beinlínis á um að sett verði nánari lög stjórnarskránni til fyllingar, s.s mannréttindaákvæði. Varðandi kenningu Evu um að sið- fræði Biblíunnar styðji ekki fóstureyð- ingar (sem hún vill kalla eyðingu mannslífa) og löggjafanum beri að setja lög til samræmis við hana vegna ákvæða stjórnarskrár um lútersku kirkjuna, er rétt að benda á að 2,mgr. 64.gr. stjsk. sem kveður á um að öllum sé friálst að standa utan trúfélapa. Hvað með trú- lausar konur sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni, mega þær þá fara í fóstureyðingu en hinar ekki? Eða ber þeim að fylgja boðskapi fræðirits sem á köflum svarar ekki kröfum nútímans, möglunarlaust? Það gefur auga leið að í þessari kenningu stendur ekki steinn yfir steini. Bann við fóstureyðingum er tilraun Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 33

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.