Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fréttir UV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Vetraróyndi
Nemendur Menntaskdl-
ans á Akureyri taka þátt í
könnun Lífeðlisfræði-
stofnunar Háskóla fs-
landsávetr-
aróyndi;
fyrstu könn-
un þessarar
tegundar. Jó-
hann Axels-
son, prófessor við Há-
skóla íslands, ávarpaði
nemendur í skólanum
og greindi frá könnun-
inni og Brynjólfur Ingv-
arsson, læknir á Fjórð-
ungsjúkrahúsinu á Ak-
ureyri, gerði nemendum
grein fyrir því hvemig
þeir svömðu könnun-ur
inni, hvernig unnið yrði
úr henni og hvernig
nemendur gætu sótt eft-
ir upplýsingum eða ráð-
um í kjölfar hennar, en
könnunin er nafnlaus og
nemendum í sjálfsvald
sett hvort þeir taka þátt í
henni.
Kránni lokað
Aflýsa þurfti skemmtun,
sem vera átti á veitinga-
staðnum Félaganum á
Raufarhöfn í gærkvöld.
Ástæðan var sú að trú-
badorinn, Eva Bergþóra,
komst ekki til bæjarins
vegna ófærðar. Innan-
bæjar var þvflíkt fann-
fergi að ekki þótti vit í að
hafa krána opna yfirleitt,
og var henni því lokað.
Fólk sat heima.
Kalt um helgina
Brunagaddur verður víð-
ast hvar á landinu um
helgina. Frost eykst eftir
því sem líður #
á daginn og
geta Reyk-
vfldngar til
dæmis átt
von á 15 stiga
frosti ef að líkum lætur.
Því er ráð að skrúfa upp í
ofnum og hafa rifur á
gluggum ekki stærri en
nauðsynlegt er.
Hvað heitir landið
Misr á íslensku?
Eittafstóru löndunum í
Afriku heitir Egiftaland.Það
hefur að vísu tíðkast lengi
að skrifa „Egyptaland" en
sú stafsetning nafnsins er
Málið
dregin úr
ensku þar sem landið heit-
ir„Egypt" en hvorki p-ið né
y-ið eiga sér nokkra stoð í
íslenskum framburði.
Nöfn landa eiga Islend-
ingar annað hvort að ís-
lenska (eins og Danmörk)
eða fara eftir stafsetningu
viðkomandi þjóða (Dan-
mark). I tilfelíi Egifta yrði
það „Misr" en svo heitir
Egiftaland á arabísku. Al-
gerlega ástæðulaust er að
sníkja enska stafsetningu
eða framburð. Ekki köllum
við Danmörku Denmark.
CTl
C
0»
•CT
3
«o
'O
CTl
<U
co
(Z
*o
E
05
«o
QJ
Þögnin mikla
Fréttir DV undanfarna daga, um einkennilega
fjármagnsflutninga í tengslum við sölu hlutabréfa
í Decode Genetics fyrir nokkrum árum, hafa vak-
ið mikla athygli.
Fyrir þá sem lítt eru verseraðir í hlutabréfavið-
skiptum og hinum fínni blæbrigðum markaðs-
hagkerfisins má endursegja fréttirnar á þessa leið:
Bandarískir áhættufjárfestar lögðu fram stóran
hluta þess fjár sem Decode fór af stað með í upp-
hafi.
í júní 1999 keyptu Landsbanki Islands, Hof og
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (sem síðar rann
saman við íslandsbanka) 17 prósent hlutabréfa í
Decode. Þessi bréf keyptu síðar íslenskir fjárfest-
ar, stórir og smáir, og gekk salan eins og í sögu,
þar sem þetta var á þeim tíma þegar það var talið
allt að því glapræði af sérhverjum Islendingi að
leggja ekki allt sitt sparifé í Decode. „Það er meiri
áhætta fólgin í því að kaupa ekki bréf í Decode,"
sagði einn fjármálaspekúlantinn þegar hann var
spurður um áhættuna af því að festa fé sitt í
Decode. Sú áhætta kom síðar rækilega í ljós, en
það er reyndar ekki mergurinn málsins í þessu til-
viki. Þegar þessi viðskipti áttu sér stað virtist enn
allt í lukkunnar velstandi.
Nema hvað, um það bil hálfum mánuði eftir að
samningar um milligöngu íslensku bankanna
voru undirritaðir - og það með heilmiklum
bravúr og ekki varð séð að neinir aðrir kæmu þar
við sögu - var fyrirtækið Biotek Invest stofnað í
Lúxemborg. Daginn eftir það virðast Decode og
þetta nýja og dularfulla fyrirtæki hafa gert með sér
samning um að Biotek annaðist sölu á einmitt
þeim hlutabréfum sem íslensku bankarnir höfðu
áður keypt.
Og þetta fyrirtæki, Biotek, fékk síðar 5,2 millj-
ónir dollara í þóknun fyrir aðild sína að sölunni.
Samningur, þar sem þessi þóknun var staðfest,
var gerður í febrúar árið 2000.
I desember þetta sama ár var Biotek svo leyst
upp og annaðist þann gjörning fyrirtæki í
Panama.
Panama er ekki ríki sem þekkt er fyrir pottþétta
og stálheiðarlega skipan viðskipta og peninga-
mála.
Þóknunin - sem nemur um það bil 400 millj-
ónum króna á núvirði - hvarf þar með út í himin-
blámann, án þess að séð yrði hver hefði fengið
þessa peninga. Því enginn veit hver stóð að baki
Biotek. Og þaðan af síður er ljóst fyrir hvað pen-
ingarnir voru greiddir.
Hér er margt málum blandið. Hafi eitthvað
misjafnt átt sér stað er ljóst að brot hafa verið
framin gagnvart þeim yfirvöldum í Bandaríkjun-
um sem önnuðust skráningu Decode á NASDAQ-
markaðinn. Og umfram allt er óþolandi að hafa á
tilfinningunni - svo ekki sé nú sterkar að orði
kveðið - að eitt helsta fyrirtæki landsins hafi stað-
ið í vægast sagt einkennilegum fjármagnsflutn-
ingum.
Décode hefur engu svarað, nema því að allt
hafi verið í stakasta lagi.
Þögnin er ekki sterkt svar. Decode mun ekki
komast upp með það til lengdar.
Illugi Jökulsson
Hann hefur engan síma!
„ Ykkar einlægur hringdi í
símanúmer þau sem finna
má i skránni undir skilgrein-
ingunni „forseti íslands".
Upplýst skal hér að allt annar
maður svaraði í símann þeg-
ar hringt var í skrifstofu for-
seta íslands. Og Ólafur Ragn-
ar Grímsson svaraði ekki
heldur í símann þegar hringt
var í forsetasetrið á Bessa-
stöðum."
Fyrst og fremst
Ásgeir Svenisson, fféttastjóri er-
lendra frétta á Morgunblaðinu, tók til
máls í Viðhorfsdálki sínum í gær um
það sem menn geta valið um að kalla
„stóra forsetamálið" eða „leynifund-
inn í rfldsráðinu" eða hvaðeina ann-
að sem manni þóknast Þótt það sé
nú síður en svo hlutverk þessa dálks
hér að endurbirta efni Morgunblaðs-
ins í heild, þá stöndumst við ekki
mátið í þetta sinn, enda mála sannast
að Morgunblaðið er nú orðið lítið
blað og ekki víst að grein Ásgeirs
komi fyrir augu svo margra sem
þyrftí.
Ásgeir hefur valið pistíi sínum fyr-
irsögnina „Þjóðarvilji í rfldsráði" og
þykjumst við sjá í hendi okkar að
þessi fyrirsögn hefúr orðið ofan á
fremur vegna þess hversu vel hún
hljómar á þýsku en íslensku. Greinin
er svohljóðandi:
„Sameinandi stundir eru dýrmæt-
ar í li'ft íslenskrar þjóðar. íslendingar
fyllast stolti þegar þeir fylgjast með
látlausri en öruggri framgöngu ráða-
manna þjóðarinnar á erlendri
grundu. Fátt er betur fallið til að sam-
eina þjóðina en íslenskt íþróttafólk
með glæsilegum afrekum sínum.
Fulltrúar menningarlífs og lista gleðja
íslenska alþýðu með því að vekja
verðskuldaða athygli í útlöndum.
Sameinandi dagar eru að sönnu
réttnefndir gleðidagar á íslandi.
Stærstu stunda í sögu þjóðarinnar er
minnst með þakklæti og virðingu. En
einn er sá atburður sem jafnan fang-
ar athygli alþýðu manna á íslandi.
Hér ræðir að sjálfsögðu um ríkis-
ráðsfundina.
Enda er það svo að vart koma tveir
íslendingar saman án þess að talinu
sé ekki bráðlega vikið að spurning-
unni sem jafnan brennur á vörum
þjóðarinnar:
Hvenær verður næsti fundur rík-
isráðsins?
Og vfet er að seint verður sagt um
fslendinga að þolinmæðin sé þeirra
höfuðdyggð. Enda gætir oftar en ekki
óþreyju í röddinni:
Hvenær kemur rfldsráðið eigin-
lega næst saman til fundar?
Á fundum rfldsráðsins rennur rík-
isvaldið saman við þjóðina og mynd-
ar eina, óijúfanlega heild. Fundina
sitja oddvitar framkvæmda-, löggjaf-
ar- og dómsvalds en forseti lýðveldis-
ins er fulltrúi alþýðu manna á íslandi.
Samruninn er táknrænn fyrir þann
almenna vilja að rfld og þjóð séu eitt
(þlýskaj. Voik und Reich).
Ólafúr Ragnar Grímsson, forseti
íslands, hefur á síðustu dögum gert
ágætíega grein fyrir hlutverki þjóð-
höfðingjans á fundum rfldsráðsins.
Fáir eru betur til þess failnir en hann.
Sjálfúr sagði Ólafur Ragnar Grímsson
er hann var kjöriim forsetí íslands
árið 1996 með rúmum 40% greiddra
atkvæða að sú niðurstaða væri „sigur
þjóðarinnar allrar". Forseti íslands
hefúr því einstakan skilning á hlut-
verki rfldsráðsins.
Tilefni ofangreindrar umfjöllunar
forseta lýðveldisins er að ekki tókst
að boða hann á fund í ríkisráðinu (þ.
Tagung des Reichsrates) á sunnudag
þegar þess var minnst að 100 ár voru
liðin frá því að íslensk þjóð fékk
heimastjórn. Jafnframt reyndist ekki
unnt að bjóða forseta íslands til há-
tíðarsamkomu í Þjóðmenningarhúsi
(þ. Reichshaus der Volkskunde) sem
mikilvægustu íslendingar samtímans
sóttu þann sama dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
lýðveldisins, var í leyfi erlendis og
ekki reyndist unnt að ná af honum
tali til að greina honum frá því að
heimastjórn á íslandi ætti 100 ára af-
mæli og ætlunin væri að minnast
þeirra tímamóta.
Þess misskilnings hefúr gætt í um-
fjöllun um mál þetta að fulltrúar rflc-
isvaldsins hafi vísvitandi boðað til
fúndar rfldsráðsins án þess að greina
kjömum fúlltrúa alþýðunnar frá því
að ætlunin væri að efna til þeirrar
samkundu. Þessi misskilningur hefur
m.a. birst í ummælum forseta lýð-
veldisins sjálfs og hafa þau orðið til-
efni til fréttaflutnings og blaðaskrifa.
Harma ber að þessi misskilningur
skuli ekki hafa verið leiðréttur. Slik
ónákvæmni er fallin til þess eins að
grafa undan rfldsráðinu.
Ykkar einlægur getur upplýst að
lfklegasta ástæða þess að ekki tókst
að boða forseta íslands til fundar í
rfldsráðinu er sú að hann hefúr eng-
an síma. Þetta getur hver og einn
sannreynt sem leitar að símanúmeri
Ólafs Ragnars Grímssonar í síma-
skránni.
Ykkar einlægur hringdi f síma-
númer þau sem finna má í skránni
undir skilgreiningunni „forseti ís-
lands". Upplýst skal hér að allt annar
maður svaraði f símann þegar hringt
var í skrifstofu forseta íslands. Og
Ólafur Ragnar Grímsson svaraði ekki
heldur í símann þegar hringt var í
forsetasetrið á Bessastöðum.
Hefði nú ekki verið ráðlegra fyrir
fréttahaukana og rannsóknarblaða-
mennina að kanna þetta áður en
pressumar voru ræstar og kvik-
myndavélunum snúið í gang?
Ljóst er á hinn bóginn að tæpast
er viðunandi, hvað þá ásættanlegt, að
ekki sé unnt að ná í forseta lýðveldis-
ins þegar greina þarf honum frá stór-
atburðum í sögu þjóðarinnar eða
boða hann til fundar í ríkisráðinu.
Undarlegt má það heita að vegið sé
að einingu rrkis og þjóðar með svo af-
gerandi hætti. Því skal eftirfarandi
lagt til:
1. fslenska ríkið fjárfesti í farsíma
og fái forseta lýðveldisins hann til af-
nota.
2. íslenska ríkið íjárfesti í svo-
nefndum „Ijarfundabúnaði" til að
forseti lýðveldisins geti stýrt fundum
ríkisráðsins þegar hann er á meðal al-
þýðunnar í hinum dreifðari byggð-
um landsins eða með erlendum
þjóðum.
3. íslenska ríkið fjárfesti í farþega-
þotu til afnota fyrir forseta lýðveldis-
ins og aðra æðstu embættismenn
þjóðarinnar. Með því að samnýta
farsímann nýja og þotuna á að vera
unnt að tryggja að forseti lýðveldis-
ins geti með skömmum fyrirvara sótt
þær hátíðarsamkundur sem honum
er boðið til hér heima og erlendis.
Með sama hætti geta ráðherrar hald-
ið uppi eðlilegum samskiptum við
Rússa, írana og Kínverja, helstu
vinaþjóðir íslendinga, og lýðræðis-
sinnana sem þar hafa valist til for-
ustu.
Embættisþota Bandaríkjaforseta
mun kallast „Air Force One“. Við hæfi
sýnist að opinber ríkisþota fslend-
inga nefnist „Fálki 1“.“
Aftast í Viðhorfsdálknum stendur
síðan: „Eftírferandi kosta Viðhorfs-
dálkaÁsgeirs Svenissonar
Stigaleigan.is - Farðu lengra
Útflutningsstofa rfldsmenningar -
Ljósúrnorðri"
Við hljótum hér að taka fram að
þótt við höfum ekki spurt Ásgeir að
því, þá segir okkur svo hugur um að
þessi síðustu orð séu eitthvað málum
blandin. Að minnsta kosti höfúm við
hvergi fúndið „stigaleiguna.is“, þrátt
fyrir mikla leit, og Útflutningsskrif-
stofa rfldsmenningar virðist lflca dá-
lítíð vafesöm.