Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 21
DV Fókus
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 2 7
}/HöOÍ»«M8T
wnmwm
wmmnw
Fimmtugsafmæli Bryndísar
Veglega var veitt afáfenginu
og siðar var Jón Baldvin, sem
áþessum tíma var fjármála-
ráðherra, sakaður um að
hafa notað áfengisúttekt
fjármálaráðuneytisins tilað
endurgreiða vinföngin.
Seðlabankastjórinn Bauð ný-
verið gömlum félögum i heim-
sókn á vinnustaðinn þar sem
boðið var upp á mat og drykk.
Veislan mun samkvæmt upp-
lýsingum frá Seðlabankanum
hafa kostað rúmar 100 þúsund
krónur að öllu meðtöldu.
Hinu megin við borðið Jón
Steinar Gunnlaugsson var verj-
andi Magnúsar sem var öllu van-
ari að sitja i dómarasætinu þegar
hann sat i réttarsalnum.
----Magnús
hafði sérþað til málsbóta að á
þessum tima var það algengt að
menn nýttu sér aðstöðu sina til
slíkra kaupa.
Sfi II -4 'llllJyrí I!
|| jlké ugl j
| TWj
Fimmtugsafmæli Bryndísar Schram
Fimmtugsafmæli Bryndísar Schram var fagnað með tilheyrandi veislu-
höldum á Hótel íslandi árið 1988 þar sem boðið var upp á mat og drykk.
Bryndís er eins og kunnugt er gift Jóni Baldvin Hannibalssyni sem á þessum
tíma gegndi embætti fjármálaráöherra. Öllum helstu fyrirmennum landsins
auk vina og vandamanna var boðið til veislunnar setn var glæsileg í alla
staði. Veglega var veitt af bæði mat og drykk eins og gengur og gerist á merk-
is tímamótum.
Rúmlega ári eftir afmælisveisluna komu aftur á móti fram getgátur á op-
inberum vettvangi um að áfengisúttekt ijármálaráðuneytisins hafi verið nýtt
til þess að endurgreiða þau vínföng, sem neytt var í veislunni. Jón Baldvin
fór þá sjálfur frarn á að Ríkisendurskoðun myndi kanna hvort greiðsla fyrir
veisluföng í afmælisveislunni hefði verið með eðlilegum hætti eða ekki og af-
henti fjölda gagna af því tilefni. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niður-
stöðu að ekkert hefði komið fram sem gæfi ástæðu til að rengja sannleíks-
gildi fyrirliggjandi gagna.
Málinu var þó ekki lokið þá því lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson
óskaði eftir því árið 2001 að honum yrðu afhent afrit af þessum gögnum. Úr-
skurðarnefnd um upplýsingamál komst svo að því ári síðar að hann mætti
sjá gögnin en þá fór Jón Baldvin með málið fyrir rétt. Hann taldi gögnin vera
einkagögn og var Hæstiréttur sammála. Jón Steinar fékk því ekki að sjá gögn-
in og áfengiskaup sendiherrahjónanna teljast enn lögleg.
Stúdentsveisla Birgis ísleifs í
Seðlabankanum
Bankastjóri Seðlabankans Birgir ísleifur Gunnarsson bauð fýrir skömmu
samstúdentum sínum úr Menntaskólanum í Reykjavík til veislu í bankann
þar sem þeim gafst kostur á að kynna sér starfsemi bankans. Uppáklæddir
þjónar tóku á móti gömlu félögum Birgis þegar þeir mættu í Seðlabankann
og voru makar með í för. Þjónarnir buðu gestum bankastjórans upp á rauð-
vín, hvítvín, bjór og sterka drykki. Þá voru gestirnir leiddir um sali Seðla-
bankans og sýndir þeir leyndardómar sem þar er að finna og sögð saga húss-
ins áður en sest var að borðum.
„Hér kom hópur milli flmm og sjö. Það gekk þannig fyrir sig að menn
söfnuðust saman í fyrirlestrarsalnum og ég flutti erindi um Seðlabankann og
kynnti starfsemi hans, Svo gekk fólk hér um húsið. Síðan fengu menn veit-
ingar sem stóð yfir í svona hálftíina og allir voru farnir klukkan sjö - það var
nú öll veislan," sagði seðlabankastjórinn sjálfur í nýlegu samtali við DV. Þeg-
ar DV spurðist fyrir um kostnað vegna veislunnar fengust þau svör frá Seðla-
bankanum að pinnamatur og smáréttir hafi verið útbúnir í eldhúsi bankans
og því hafi ekki vérið um háar fjárhæðir að ræða.
„Heildarkostnaður bankans af heimsókninni nam kr. 105.878,“ sagði
Seðlabankinn og var áfengi, matur og yftrvinna starfsmanna tekin með í
reikninginn. Veisluþjónustur sem leitað var til vegna málsins töldu þó
kostnaðinn væra nærri hálfri milljón króna, miðað við veisluföng og íjölda
gesta.
Áfengiskaup Magnúsar Thoroddsens
Árið 1988 greindi Ríkisútvarpið frá áfengiskaupum Magnúsar Thorodd-
sens, forseta Hæstaréttar. Magnús hafði þá, sem einn af handhöfum forseta-
valdsins, keypt mikið magn áfengis á kostnaðarverði, eða fyrir þá upphæð
sem svaraði til launa fyrir að fara með forsetavafdið. Magnús skellti sér á
2.160 flöskur af áfengi á sérkjörunum. Fyrir það borgaði kappinn litlar 357
þúsund krónur en venjulegt útsöluverð var um 2,6 milljónir króna. Lítið var
hægt að segja við því þar sem Magnús hafði lagalegan rétt til kaupanna en
magnið þótti keyra úr hófi fram og vel það. Halldór Ásgrímsson var dóms-
málaráðherra á þessum tíma og höfðaði hann mál á hendur Magnúsi til
embættismissis vegna áfengiskaupanna. Forseti íslands veitt dómsforsetan-
um lausn í framhaldinu. Magnúsi hafði sér það til málsbóta að á þessum
tíma var það algengt að menn nýttu sér aðstöðu sína til slíkra kaupa. Umsvif
hans gerðu það aftur á móti að verkum að hann var sirkaður sérstaklega út
og látinn gjalda fýrir.
í kjölfar þess máls kom einnig fram að Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti Sameinaðs þings, hefði einnig nýtt sér rétt til áfengiskaupa á áður-
nefndum „forsetakjörum". Þorvaldur slapp með skrekkinn þótt hart væri á
hann deilt vegna sinna áfengiskaupa, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi.
Landsbankamálið
Þótt laxveiðiferðir bankastjóranna hafi verið í brennidepli þegar málið
kom upp á sínum tíma voru einnig gerðar athugasemdir við áfengiskaup
þeirra. Greint var frá því í greinargerð Ríkisendurskoðunar um kostnað
bankans vegna veiðiferða, risnu og fleira að áfengiskaup bankastjóranna
Björgvins Vilmundarsonar og Sverris Hermannssonar væru 3.008.664 krón-
ur af tilteknu veitingafyrirtæki í Reykjavík. Þá kom einnig fram að í aðeins
einu tilfelli haft komið fram fullnægjandi skýring en þar hafi verið um út-
gjöld að fjárhæð 444.776 að ræða. Flestir kannast við endalok málsins -
bankastjórarnir sögðu af sér og Sverrir reifst við annan hvern íslending á síð-
um dagblaðanna. Hann sagði sig því næst úr Sjálfstæðisflokknum, stofnaði
Frjálslyndaflokkinn og komst aftur inn á þing..