Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fókus DV
Velgengni bandarísku söngkonunnar Noruh Jones er með ólíkindum. Fyrsta platan hennar, Come Away With Me, sem
kom út í febrúar 2002, hefur selst í 18 milljónum eintaka og var m.a. mest selda erlenda platan á íslandi í fyrra. Á mánu-
daginn kemur út önnur plata stelpunnar, Feels Like Home. Trausti Júlíusson hlustaði á hana og kynnti sér nokkrar af
þeim tónlistarkonum sem útgefendur vona að nái athygli plötukaupenda í kjölfar góðs árangurs Noruh.
„Ég veit að stórlaxarnir vonast eftir mikilli
sölu og fullt af peningum, en það er þeirra
starf," segir Norah Jones í nýlegu viðtali um
nýju plötuna sína, Feels Like Home, sem
kemur út eftir helgina. Og hún bætir við: „Ég
vil ekki að plötufyrirtækið setji auglýsingar í
öll blöð. Fólk fær nóg ef það er sífellt verið að
berja á því með sömu hlutunum." Norah
vonaðist eftir því að fyrsta platan hennar,
Come Away With Me, seldist í 20.000 eintök-
um til þess að hún fengi að gera aðra. Sú plata
er nú komin yfir 18 milljóna markið og er enn
á vinsældalistum. Það er því eðlilegt að marg-
ir bindi vonir við nýju plötuna.
Óvæntur hvalreki fyrir Blue Note
Norah Jones er 24 ára. Hún er fædd og
uppalin í Texas, en flutti til New York fyrir
nokkrum árum þar sem hún ákvað að reyna
fyrir sér í tónlistinni. Hún er dóttir indverska
tónlistarmannsins Ravi Shankar, en kynntist
honum ekki fyrr en hún var 18 ára. í dag eru
þau mjög náin og hún umgengst hálfsystur
sína Anoushku Shankar líka mikið. Anous-
hka, sem er 21 árs, er líka tónlistarmaður og
er búin að senda frá sé a.m.k eina plötu.
Norah gerði sem kunnugt er samning við hið
gamalgróna djass-útgáfufyrirtæki Blue Note
og í febrúar 2002 kom fyrsta platan hennar í
verslanir. Hún er langmest selda plata Blue
Note frá upphafi.
Næring fyrir þjáðan heim?
Það hafa margir velt því fyrir sér af hverju
Come Away With Me seldist svona vel. Aðeins
eitt lag af plötunni fékk einhverja spilun í út-
varpi að ráði, lagið Don't Know Why, þannig
að ástæðan er ekki að platan sé uppfull af út-
varpssmellum. Ein af ástæðunum sem stund-
um eru nefndar er að í kjölfar hryðjuverkanna
11. september hafi heimurinn þurft blíða og
nærandi tónlist og því hafi hin mjúka rödd
Noruh verið einmitt það sem vantaði. Einnig
er talað um að eftir áratugi af tækniframför-
um og sýndarmennsku (h'skustraumar, svið-
stilþrif, myndbönd) hafi margir verið farnir
að sakna tilgerðarlausrar tónlistar. sem er
spiluð af hljómsveit á sviði, algerlega án þess
að nokkrar brellur séu notaðar. Svo má held-
ur ekki vanmeta söngrödd Noruh sem er ein-
stök og gæti vísast selt hvaða plötu sem væri.
Tom Waits og Dolly Parton
Nýja platan, Feels Like Home, er áþekk
fyrstu plötunni, en samt er hún aðeins harð-
ari. Tónlistin er samt að sjálfsögðu enn í mýkri
kantinum. Áfram er verið að blanda saman
poppi, djassi og kántrí oog smá soul skvett út
í á einstaka stað. Platan er gerð með tónleika-
hljómsveit Noruh, The Handsome Band. Á
henni eru nokkur frumsamin lög, flest eftir
Noruh og unnustann og bassaleikarann Lee
Alexander. Svo eru þarna lög eftir Tom Waits
og Townes Van Zandt og endurgerð af Duke
Ellington laginu Melancholia með nýjum
texta. NokJcrir gestir koma við sögu, þ. á m.
Dolly Parton og félagarnir Garth Hudson og
Lemon Helm úr The Band. Platan er alls ekki
síðri en Come Away With Me og ætti að falla í
kramið hjá ílestum þessara 18 milljóna sem
Áður en Norah sló í gegn
voru breskir útgefendur
ánægðir með að selja 10.000
eintök af djassplötum.
ALICIA KEYS
Árið áður en Norah fékk Grammy-
verðlaunin 8 fyrir Come Away With
Me vakti önnur söngkona og pianó-
leikari gríðartega athygli fyrir sina
fyrstu plötu. Alicia Keys fékk 5
Grammy-verðlaun fyrir Songs In A
Minor. Önnur platan hennar, The
Diary OfAlicia Keys, kom út seint
ásiðasta ári og hefur fengið mjög
góða dóma. TónlistAliciu er
mjög lik tónlist Noruh, enda sækir
Alicia fyrst og fremst i gamla soul-
tónlist, en ekki djass, popp og
kántri eins og Norah.
JOSS STONE
Nýjasta undrið ípoppheiminum er
hin löáraJoss Stone frá Devon á
Englandi. Þessi hvita unglingsstelpa
þykir hljóma eins og þaulreynd
blökkusöngkona.Hún varuppgötv-
uð í söngvarakeppni, fékk plötu-
samning og svo var farið með hana
til Bandaríkjanna þar sem hún rók upp sina fyrstu
plötu, The Soul Sessions, með gömlum soul-jálkum.
Platan er nýkomin út i Evrópu og virðist ætla að gera
sömu lukku þar og vestanhafs. Fyrsta smáskifan af
plötunni erútgáfa Joss afWhite Stripes laginu Fell In
Love With A Boy. Tom Cruise mun vera á meðal
margra aðdáenda hennar.
AMY WINEHOUSE
Hin tvituga Amy Winehouse frá
London hefurhlotið verðskuldaða
athygli fyrir fyrstu plötuna sína,
Frank, sem kom út i Bretlandi í fyrra
en er væntanleg á markað i öðrum
Evrópulöndum, þ.ám. Islandi 16.
febrúar nk. Amy, sem leikur djass-
skotið popp, er tilnefnd til tvennra Brit-verðlauna. Amy
semur sin lög sjálfog þykir vera bæði undir áhrifum frá
gömlum djasssöngkonum eins og Billie Holiday og
Söruh Vaughan og frá ný-soul stjörnum á borð við
Erykuh Badu og Lauryn Hill. Nafnið Frank er valið bæði
afþvi að hún er mjög hreinskilin og blátt áfram mann-
eskja og vegna þess að pabbi hennar dáir Frank Sinatra.
syngja djassskotið popp að spretta fram
þessa dagana. Sumar af þeim eru kannski
ekki mjög merkilegar, en velgengni Noruh
hefur samt hjálpað poppaðri tónlistarmönn-
um í djassheiminum að fá plötusamning og
sumir þeirra eru auðvitað að gera góða hluti.
Á meðal þeirra sem mest er talað um eru
Gwyneth Herbert, Katie Meluna, Erin Rocha,
Joss Stone og Amy Winehouse. Áður en
Norah sló í gegn voru breskir útgefendur
ánægðir með að selja 10.000 eintök af djass-
plötum. Eftir að Norah seldi tvær milljónir af
sinni plötu opnuðust nýjar leiðir, tortryggni
plötulýrirtækjanna var ekki lengur til staðar
og nú seljast plötur djass-poppara eins og
Jamie Cullum og fyrrnefndrar Amy Winehou-
se í bflförmum. Hérlendis er reyndar ein
söngkona sem mundi sóma sér mjög vel í
upptalningunni hér að ofan: Ragnheiður
Gröndal.
Noruh Jones heilkennið
Eins og við er að búast, þegar eitthvað
gengur vel, er fullt af nýjum söngkonum sem
keyptu fyrstu plötuna. Norah sjálf er mjög
ánægð með útkomuna og finnst platan miklu
betri en sú fyrri. Upphaflega stóð til að Feels
Like Home kæmi út seint á síðasta ári, en
Norah var ekki allskostar ánægð og vildi taka
einhver laganna upp aftur.
Norah Jones
Getur alveg leift
sér að brosa enda
fékk fyrsta platan henn
ar hvorki meira né minna
en 8 Gramrny verðlaun og var
ein af mest seldu plötum ársins i
heiminum i fyrra þó að hún hafi
komið út í febrúar 2002