Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir
M)0£ M0R83T ,\ RUPMW/kDUM ík \
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 15
'innar
Kalli Bjarni er skærasta stjarna íslands
um þessar mundir, en hefur þurft að sigr-
ast á erfiðri fortíð. Hann ólst upp í vernd-
uðu umhverfi úti á landi en þurfti skyndi-
lega að takast á við hörku borgarlífsins,
þar sem hann missti fótanna. Hann fór
ungur í meðferð og sat i fangelsi þar sem
líf hans breyttist á einni nóttu.
saman og ég var dæmdur til sektar-
greiðslu sem ég sat af mér í fangelsi.
Ég var settur inn í Hegningarhúsið
við Skólavörðustíg - tuttugu og þriggja
ára - þegar ég var nýbúinn að kynnast
Öllu, sem er konan mín í dag."
Kalli segist hafa verið mjög ást-
fanginn af henni strax, en hafa
hugsað með sér að hann væri hrein-
lega ekki nógu góður fyrir hana -
hann gæti ekki snúið við blaðinu og
verið henni samboðinn.
„En þótt ótrúlegt
megi virðast trúði
hún alltaf á mig
og stóð með
mér.“
Lífið breyttist á einni nóttu í
Kópavogsfangelsi
Eftir að hafa setið inni í Hegning-
arhúsinu við Skólavörðustíg í viku
var Kalli færður í Kópavogsfangelsi.
„Þar varð ég fyrir einhvers konar
andlegri vakningu. Mig fór allt í einu
að dreyma, og milli svefns og vöku
sá ég sjálfan mig sem barn, þar sem
spurt var: Hvað ætlar þú að verða
þegar þú ert orðinn stór? Og ég sá
ömmu þar sem hún var að kenna
mér um allt hið góða í lífinu, og ég sá
öllu fyrir mér,“ segir Kalli Bjarni al-
varlegur. Eftir þetta tók líf hans
stakkaskiptum.
„Það breyttist allur minn hugs-
anagangur í einu vetfangi og ég fann
það svo sterkt að líf mitt eins og það
var á þessum tímapunkti var ekki
það sem ég lagði upp með, það
var ekki í samræmi við það
veganesti sem mér var gefið
af góðu fólki. Ég vil meina
hvers konar æðri máttur
semdamaður í trúmál-
Þetta var eins og faðir hefði tekið son
sinn, hent honum í sætið og skipað
honum að hlusta. Ég vaknaði upp,
leit til baka og hugsaði: Er ég bara bú-
inn að vera sofandi í öll þessi ár?“
Kalli gekk út úr Kópavogsfangels-
inu breyttur maður.
„Ég lokaði á allt þetta lífsmunstur
sem ég var búinn að vera í og fetaði
veginn alveg gjörsamlega upp á nýtt.
Stuðningur fjölskyldu minnar og
tengdafjölskyldu var mér ómet-
anlegur og skipti öllu máli. Fljótlega
fann ég gamalkunna hlýja tilflnn-
ingu heima með konunni minni og
dóttur hennar, þessa öryggistilfinn-
ingu sem ég hafði alltaf sem barn
heima hjá ömmu, og það var meiri-
háttar. Óg ástin, þessi hreina, tæra
ást, sem ég upplifi með konunni
minni. Þetta er eitthvað sem er ekki
einu sinni hægt að hugsa um að
skipta út fyrir gamla lífið.“
Hann hefur undanfarið verið að
leyfa Þorvaldi Bjarna og öðrum, sem
koma að gerð plötunnar, að heyra
þau lög sem hann hefur samið í
gegnum tíðina. Kalli hefur einnig
verið að hlusta á lög sem starfandi
tónlistarmenn hafa verið að semja
og koma til greina á plötuna.
„Síðan verður hægt að taka ákvörð-
un í framhaldi af því hvaða stefna
verður tekin. Með Þorvald sem
pródúsent og fleiri góða sem koma að
þessu, held ég að þetta geti orðið mjög
heilsteypt og skemmtileg plata."
Hann vill hafa brodd í tónlistinni
sinni og geta hlustendur því að lík-
indum búist við rokkplötu.
„Rokk er náttúrlega mjög víðtækt
hugtak, en ég myndi ekki búast við
fjölradda Boyzone-plötu!“
Kalli hefur alltaf samið texta á
ensku, og vinnur nú að þvf að færa
þá yfir á íslensku.
„Það er meiri áskorun en ég hélt.
Það er mjög auðvelt að lenda í þeirri
gryfju með ís-
gera þá of flata. Maður þarf að grafa
upp falleg orð sem hafa víðtækari
merkingu en til dæmis „ekki ljúga,
reyndu að fljúga". Mér finnst mjög
gaman að þessu og hef stundum ver-
ið að skrifa texta fram á nótt. Góður
texti í mínum augum harmónerar við
lagið í tilfinningu, og er með merk-
ingu sem skilar sér. Þetta mega ekki
bara vera samsett orð sem ríma eða
ríma ekki, heldur hafa eitthvert upp-
haf, meiningu og endi.“
Tónlistarlífinu fylgir oft mikið
partístand, en Kalli segist þekkja sín
takmörk.
„Ég er ekki í AA og ég fæ mér alveg
bjór, en ég tek ekki þátt í djamminu
fram eftir morgni. Mér finnst gaman
að skemmta mér og geri það alveg, en
ég vil ekki að stíla inn á þetta sukk sem
er oft í kringum bransann. Ég vil frekar
fara heim með konunni minni, og
reyni alltaf að taka hana með í allt sem
éggeri."
brynja@dv.is
„Ég var settur inn í
Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg - tutt-
ugu og þriggja ára -
þegar ég var nýbúinn
að kynnast Öllu, sem
er konan mín í dag."
I