Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 16
76 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
„Ég ætla ekki að enda eins og
Michael Jackson. Fólk spyr mig
hvers vegna ég sé að láta breyta á
mér nefinu. Það sé svo krúttaralegt.
En þetta snýst ekki um það,“ segir
Ruth Reginalds, söngkona, móðir,
amma og fyrrum barnastjarna.
fsland í bítið - morgunþáttur
Stöðvar 2 kynnti í gærmorgun þá
fyrirætlun sína að fylgja Ruth eftir f
allsherjar klössun að hætti þáttanna
Extreme makeover, sem margir
þekkja. Þessi tíðindi komu ílatt upp
á marga því Ruth þykir ekki hafa út-
litið á móti sér, nema síður sé.
Reykingalagið öðlast nýtt líf!
Þættimir Extreme makeover
ganga út á það að (útlitsgallað) fólk
fer f viðamiklar lýtaaðgerðir og alls-
herjar klössun á sex vikum. Þættirn-
ir hafa vakið mikla athygli en þegar
það spurðist að Ruth Reginalds ætl:
aði að leggja í hliðstætt ferli og Stöð
2 ætlaði að vera með myndavélar
sfnar til að skrá það allt í smáatrið-
um, varð allt brjáfað.
„Síminn hefur ekki stoppað eftir
að þetta spurðist út,“ segir Ruth.
Meðferðin mun líklega taka lengri
tíma en sex vikur, eða allt að hálfu
ári. „Ég mun breyta um líferni sam-
hliða þessu; hætta að reykja og
breyta um mataræði - bæta mig á
allan hátt hið innra jafnt sem ytra og
fannst tilvalið að fara alla leið. Ég er
búin að loka bók í lífl mínu og nú
kemur algerlega ný Ruth fram á
sjónarsviðið."
Ótrúlegur kjarkur að bera sig
algerlega
„Ég fékk þessa hugmynd en þorði
varla að vona að til væri sú mann-
eskja sem hefði þann kjark sem þarf
til að bera sig svona í sjónvarpi,"
segir Hanna Kristín Didriksen hjá
Didrix spa, en hún stjórna yfirhaln-
ingunni á Ruth. Sönkonan kom hins
vegar eins og frelsandi engill og var
til í að gera það sem þurfti. „Ég
myndi aldrei þora að gera þetta sjálf.
Ég myndi ekki vilja hafa þjóðina
uppi í munninum á mér og skoða
það sem ekki er í lagi þar. Ruth sýnir
gríðarlegan kjark með þessu og ég
vona að hún njóti meiri virðingar
eftir en áður.“
Hanna Kristín segir þetta verk-
LÝTAAÐGERÐ RUTHAR
1. Didrix spa mun taka húð Ruthar al-
veg í gegn og vinna að því að gera
hana stinnari, áferðarfallegri og
hrukkuminni. Negiurnarfá náttúru-
legt gel og mikið er lagt upp úr því að
gera neglurnar náttúrulegar og fal-
legar. Hún verður lituð og plokkuð,
ásamt því að sett verður perm í augn-
hárin.
2. Aðalmeðferðin er þó húðslípun
með leiser, sýrumeðferð, Crystal clear
súrefnismeðferð og microlift vöðva-
stinnandi meðferð, og við það verður
notuð Karin Herzog súrefniskrem.
3. Endurmótun líkamans með aðstoð
líkamstækja og afeitrandi leirmaska.
Aðalmálið við líkamsmeðferðina er
að ná góðum skurði í vöðvana, bæði
á maga og lærum, og útrýma cellói
til þess að hún geti skartað flottum
mínípilsum og verið „hip" í sumar.
Lögð verður sérstök áhersla á Rope
Yoga og hugmyndafræðina á bak við
það við endurmótunina á líkaman-
um.
4. Lýtalæknir mun taka Ruth í algjöra
breytingu, þar á meðal vill hann
vinna á nefi, vörum, augum og fitu-
sjúga maga.
5. Tannlæknir, tannsmiðir og kálka-
skurðlæknar og skrúfugerðarmenn
taka tennur hennar algerlega í gegn.
6. Ruth fær föt og fataráðgjöf í sex
mánuði.
7. Henni verður séð fyrir skóm.
8. Sérfræðingar munu fylgjast með
næringu og veita matarráðgjöf.
9. Hómópati sér Ruth fyrir remedíum
til bættrar heilsu og innri betrunar,
ásamt sálarráðgjöf og innri friði.
10. Ruth verður séð fyrir góðum bað-
fötum í takt við baðfatatísku fyrir
sumarið.
11. Hárgreiðslumeistarar munu sjá
um að koma hárinu ■ gott form og
halda þvi þannig.
12. Ruth mun fá hreinsivörur og förð-
unarlínur á meðan á tímabilinu
stendur.
efni gríðarlega spennandi og að
komi fjöldi fagmanna, hver á sínu
sviði. Og Ruth er ákjósanlegur efni-
viður.
Eigin aðferðir endað með
anórexíu og alkóhólisma
„Ég hef svo sem reynt að taka mig
í gegn á eigin vegum með afar mis-
jöfnum árangri, svo ekki sé meira
sagt - endað með anórexíu og alkó-
hólisma. Nú eru sérffæðingar fengn-
Stórsókn Stöðvar 2 heldur áfram og þeir eru ekki að finna
upp hjólið við þá iðju að grípa athygli hinna íslensku áhorf-
enda. Nú er það íslenska útgáfan af Extreme makeover en
fylgst verður með sjálfri Ruth Reginalds fara 1 allsherjar yfir-
halningu - með tilheyrandi lýtaaðgerðum, tannviðgerðum,
húðmeðferð - sem metin er á fimm milljónir.
ÚTSALA *
allt að 35%
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Lýtaaðgerðir
á fiaim millur
ir til að stjórna ferðinni," segir Ruth.
Hún hafnar því að með þessu sé hún
að reyna að halda í eilífan æsku-
draum og vera barnastjarna að ei-
lífu. Ruth hlær reyndar að liug-
myndinni. „Ég ætla nú ekki að reyna
að vera eitthvert barn aftur. Nei,
þetta er gert til að efla sjálfstraust og
sjálfsöryggi. Þetta gengur út á að láta
sér líða betur. Ég hef tekið eftir því
að fólkið í Extreme makeover hefur
tvíeflst eftir að hafa tekið þátt. Virkar
sem vítamínsprauta sem er bara al-
vegyndislegt."
Rosaleg viðbrögð
Heimir Jónasson, dagskrárstjóri á
Stöð 2, telur að fólki muni finnast
spennandi og skemmtilegt að fylgj-
ast með þessu ferli: „Ruth hafði
frumkvæðið að þessu. Við vissum að
þetta myndi vekja athygli, en ekki
svona svakalega. Viðbrögðin hafa
verið alveg rosaleg."
Ruth mun verða fastagestur í
morgunþættinum ísland í bítið.
Inga Lind Karlsdóttir er, ásamt
Heimi Karlssyni, umsjónarmaður
þáttarins í bítið: „Alltaf þegar hún
stígur mikilvægt skref í sínum end-
urbótum munum við fylgjast grannt
með því."
Fimm milljóna pakki
Margir velta fyrir sér: Af hverju
Ruth? Það er ekki eins og hún líti illa
út, eða hvað? Inga Lind segir svo
auðvitað ekki vera. „Hún er bara
opin, skemmtileg og kjörkuð kona
sem veit hvað hún vill og þekkir sín
takmörk. Mér finnst þetta frábært
framtak hjá henni og vonandi verð-
ur þetta til að afhjúpa fordóma sem
fólk hefur gagnvart lýtalækningum."
Á meðfylgjandi lista má sjá hvað
það er sem Ruth mun fara út í og
það er ljóst að þetta verða umfangs-
miklar breytingar og mikið ferli. Sér-
fræðingar blaðsins skjóta á að allt
þetta kosti um fimm milljónir króna.
Ekki liggur fyrir hver ber þann
kostnað, en líklega munu þeir sem
að þessu verkefni koma líta svo á að
allt sé til vinnandi, bæði við að
kynna hvað má gera í þessum efn-
um, sem og að ganga gegn hugsan-
legum fordómum sem þeir sem að
lýtaaðgerðum standa mega búa við.
jakob@dv.is
Ruth Reginalds Á leið i allsherjar klössun að hætti þáttanna Extreme makeover. Það felur I
sér breytingará nefi, vörum,augum, fitusog á maga o.s. frv.Svona gætihún litið úteftirnokkra
mánuði og fimm milljónir. \