Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Tveir þekktustu lögmenn íslands eru þeir Ragnar Aðal- steinsson ogJón Steinar Gunnlaugsson. Þeirhafa verið í miðju ótal áberandi deilumála til fjölda ára, blóðugir upp að öxlum. Þeir eru ódrepandi baráttumenn, báðir tveir. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað skilurþá að? Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur Ragnar Aðalsteinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson eru skærustu stjörnur lögmannastéttarinnar: Matlockar, Perry Masonar eða Bobbyar Donn- ellar íslands. Gárungamir kalla Jón Stpinar lögmann íslands, sem þarf að toppa og Ragnar þá kallaður lög- maður alheimsins. Er þar vísað til mannréttindamála sem Ragnar hefur mjög látið til sín taka. Alits- gjafar DV eru sammála um að þeir séu líkir um margt þótt þeir komi hvor úr sinni áttinni, ef miðað er við hinn útjaskaða vinstri-hægri ás pólitíkurinnar. >,Það sem greinir þá að er kannski stjómmálaskoðanir. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort Ragnar er ilokksbundinn eða ekki. En menn vita hvar Jón Steinar stendur. Hægrið á væng stjórnmálanna. Og þetta virðist endurspeglast í þeim málum sem þeir taka að sér,“ segir Þómnn Guð- mundsdóttir hæstaréttarlögmaður sem eitt sinn var formaður Lögmannafélags ís- lands. Sannfærandi málflutningsmenn Menn em sammála um að Jón Steinar og Rágn- ar séu góðir máiflytjendur, rökfastir og skýrir. Sig- urður Kári Kristjánsson, lögmaður og alþingismað- ur, fer ekki dult með aðdáun sína á Jóni Steinari en segist þekkja minna til Ragnars. „Jón Steinar er rök- fastur og skýr bæði í málflutningi og skrifum, sem og greinargerðum. Honum tekst að komast að kjama hvers máls og einfalda mjög flókin mál. Hann er sem úrvals kennari. Mjög góður í því að greina aðalatriðin frá og týna sér ekki í aukaatrið- um.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir er samstarfsmaður Ragnars og telur óviðeigandi að tala um hann með þessum hætti, en bendir þó á að hann sé hug- myndaríkur, sem þykir mikill kostur fyrir lögfræð- ing. „Hann fylgist mjög vel með öllu því nýjasta sem er að gerast í faginu, rökfastur, býr yfir mikl- um sannfæringarkrafti. Hans skoðanir endur- speglast oft í þeim málum sem hann tekur að sér, sem helst í hendur við að þeir sem rekast í slfkum málum leita mikið til hans.“ Að reka mál í fjölmiðlum Báðir er þeir þekktir fyrir að veigra sér ekki við að tjá sig um þau mál sem þeir hafa til úrvinnslu í fjölmiðlum. Einkum er Jón Steinar þekktur fyrir Jón Steinar í ljósi stjörnuspekinnar: Sá ískaldi rökhyggjumaður „Jón Steinar er vog og vatnsberi sem vísar til hins yfirvegaða kalda og hugiæga. Hann setur allt upp i kenningarog á þeim byggirhann skoðanir sínar. Vandamálið sem hann stendur frammi fyrir er að svo er nokkuð til sem heitir raunveruleiki sem ekki byggir á hugmyndafræði," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. „Það hefur veriö sagt aö vatnsberi elski mannkynið en hati mennina. Allar teoríur og einstakiingar eru í þágu þjóðfélagsins. Og þú mátt vera alveg viss um aö efþú héidir þvi fram við Jón Steinar aðhann væri þessu marki brenndur, þá myndi hann draga þig á næsta kaffihús og færa rök fyrir þvi að svona væri þetta nú ekki ípottinn búið." StyrkurJóns Steinars eryfirvegun, hann er vinsam- legur og mátefnaiegur.Jón Steinar heldur ró sinni, al- veg sama I hversu heiftariegum deilum hann er.„Hann getur komið I sjónvarpssat og rætt afmikilli yfirvegun funheit og umdeild mál. Hann þorir að hafa óvinsætar skoðanir. Hann þorir meira að segja að vera ósammála Davið vini sinum. Jón Steinar er ekki efnishyggjumað- ur. Hann er ekki i lögmennsku til að græða peninga. Hann er óháður og mjög sjáifstæður, “ segir Gunnlaug- ur. En þessi eiginleiki leiðir tii þess að andstæðingum hans finnst hann skeytingarlaus og kaldur. Og viija setja hann í flokk með Hannesi Hólmsteini. En samherj- um finnst hann sérvitur. „Hassumræðan sjokkerar betri borgara íSjálfstæðisflokknum meðan frjálshyggjuarmi ftokksins finnstþetta alveg frábærf.Að getaprófað skoðanir. Hvernig þær fara ílýðinn." Og Jón Steinar er besservisser, að mati Gunnlaugs. „Hann getur vissulega verið þreytandi. Jón Steinar er alltafað berjast og hættir ekki þvl hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann er klár. Einn afþessum kláru sem vita allt betur. Og oftar en ekki hefur hann rétt fyrir sér. Það sem mér finnst fólk ekki átta sig á varðandi sann- leikann er að hann er ekki einhlitur og forsendurnar skipta máli. Þar sést hann oft ekki fyrir. Jón Steinar er ekta málafylgjumaður, tvimælalaust á réttri hillu. Fæddur baráttumaður. " Nokkur af mörgum athyglisverðum málum Jóns Steinars: þetta. „Þetta er sérstakt við Jón Steinar. Hann flyt- ur þessi mál fyrir dómstólunum en hann hefur líka verið áberandi í því að taka málstað sinna skjól- stæðinga í fjölmiðlum. Nokkuð sem margir aðrir lögmenn gera alls ekki. Ver málstaðinn ekki bara fyrir dómstólum heldur l£ka úti í þjóðfélaginu," segir Sigurður Kári. Þetta gerir hann burtséð frá því hversu óvinsæl málin eru. Besta dæmið er mál prófessorsins í Há- skólanum, sem sakaður var um kynferðislega mis- notkun og var sýknaður. Jón Steinar varði mann- inn einnig í opinberri umræðu þar sem þessi mað- ur var tekinn og sleginn algerlega af þrátt fyrir að vera sýknaður. Óttalausir með öllu Þessu tengist ákveðið óttaleysi sem greina má í fari beggja. Þannig hefur Ragnar ekki veigrað sér við að taka að sér mál sem ekki eru vænleg til vin- sælda. Til dæmis að flytja mál Falun Gong-liða, sem óneitanlega eiga sér ekki sterkt bakland hér á landi. Og Sigurður Kári segir, til marks um ótta- leysið, Jón Steinar hafa ritað heila bók sem heitir Deilt á dómarana. „Hann vílar ekki fyrir sér að gagnrýna Hæsta- rétt. í bókinni tekur hann fýrir nokkur mál þar sem hann telur Hæstarétt hafa farið út af sporinu og rökstyður það. Þarf nú nokkurn fullhuga f það og skrifa um heila bók. Hann er óhræddur við að gagnrýna Hæstarétt meðan flestir myndu hugsa sig um tvisvar að vaða í vegna þess að þeir gætu bakað sér óvild. Óttaleysi umfram allt sem ein- kennir hann.“ Óvægnir og gallharðir Álitsgjafar DV eru allir sammála um að báðir séu óhemju baráttumenn. „Vil ekki orða það þannig að tilgangurinn helgi meðalið en þeir berj- Til hagsbóta fyrir tjónþola Af nægu er að taka þegar lög- mannsferill Jóns Steinars er skoðað- ur, mörg umdeild og athygl isverð mál. Hér eru til dæmis nokkur þekkt mál frá síðustu árum sem ekki hafa farið fyrir dómstóla (nema kannski litlir vinkl- ar): Sparisjóðamálið. Jón Steinar var fyrir fimmmenningana sem vildu selja Búnaðarbankan- um stofnbréfsín. Lyfjaverslun íslands. Þar gætti Jón Steinar hagsmuna fjölda hlut- hafa gegn tilraunum Jóhanns Óla við að láta LÍ kaupa af sér Frumafl. öryrkjadómurinn fyrri. Jón Steinar var formaður starfshóps, sem skilaði skýrslu um hvað fælist í dómi Hæstaréttar. Starfslok Sverris Hermannssonar í Landsbankanum. Jón Steinar var fyrir bankaráðið og skrifaði skýrslu um réttarstöðuna gagnvart Sverri við starfslokin. Barátta fyrir leið- réttingu á skaöa- bótalögum. Jón Steinar tók það upp hjá sjálfum sér, ásamt fjórum öðrum lög mönnum, að berjast fyrir lag- færingum á ákvæöum skaðabótalaga árið 1993 um bætur til slas- aðs fólks; bar árangur 1999, þegar loks voru gerðar skaplegar leiðrétt ingar; mikið strfð við vold uga fyrirsvarsmenn vátrygg- ingafélaga. an. Af dómsmálunum má nefna: Hlunnindaskattsmál frá 1986. Dæmt var í sjö manna dómi að skattur bryti gegn stjórn- skipulegri jafnræðis- reglu. Gengismunur árið 1987. Þar sem gjald- takan var talin heimil í siö manna dómi. Hafði oft verið tíökað áður en aldrei síö- Frjáls út- varpsrekstur. Tvö mál árið 1987. Leigubflstjóramál árið 1988. Snerist með- al annars um félaga- frelsi og vannst sigur í. Mannréttindadóm- stóll Evrópu árið 1993. Ýmis merkileg skaðabóta- mál, þar sem meðal annars hefur fengist viðurkenning á þýðingar- miklum sönnunarreglum til hags- bóta fyrir tjónþola. Þrjú mál um barnsfæðingar árin 1989, 1992 og 2002 og svo Broadway-slysið árið 1989 þar sem eigin sök tjónþolans var talin svo léttvæg í saman- burði við sök veit- ingahússins að hún skerti ekki bætur til hans. Áfengiskaupa- mál forseta Hæsta- réttar árið 1989. Gilsmál árið 1993. Þar sem skuldbinding- ar samkvæmt skulda- bréfi voru ógiltar á grund velli nýrrar reglu í samninga- lögum. Þessi dómur þykir þýðingar- mikið fordæmi. Gæsluvarðhald að ósekju árið 1995. Málið leiddi til breytinga á lagaákvæðum urn bótaréttinn, tjón- þolum til hagsbóta. Agnes Bragadóttir árið 1996. Við- urkennd var vernd blaðamanns um heimildir sínar eins og á stóð í mál- inu. Kynferðisbrot - sýkna 1999. Þýð- ingarmikill dómur um sakleysi þar til sekt sannast - málið leiddi til gríðarlegrar umfjöllun- ar í fjölmiðlum og ann- arra eftirmála. Kvennaathvarf. Viðurkenning fékkst fyrir auðgunarkröfu athvarfsins á hendur aðila sem fengið hafði að neyta forkaupsréttar á lægra verði en markaðs- verði - eina dæmið í réttarsögu hér þar sem slík krafa er viður- kennd!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.