Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fókus IJV
7 tnuntioi
-K. ■■■/'■ ■
jýjS í './ ■!-:,'
msmmi
Fertugsafmæli Ingólfs
Margeirssonar
Þann 7. maí árið 1988 hélt Ingólfur Margeirsson þáverandi rit-
stjóri Alþýðublaðsins upp á fertugsafmæli sitt. Hann sagði í fjölmiðl-
um á sínum tíma að hann hafl sjálfurborið allan kostnað afveislunni
en að Jón Baldvin, þáverandi fjármálaráðherra, hafi þá óskað eftir að
halda honum boð. Á endanum hafi verið ákveðið að halda boð Jóns
Baldvins samhliða veislu Ingólfs. Veislan var haldin í sal Sjálfstæðis-
manna á Seltjarnarnesi og var veitt freyðivín fyrir þá tæplega 200
gesti sem þar voru.
„Ég hvorki keypti né greiddi fyrir þetta vín og vissi ekkert um kostn-
að vegna þess. Þetta var alfarið mál ráðherra og ráðuneytisins, sem
vildi halda mér þetta hóf," sagði Ingólfur við Morgunblaðið á sínum
tíma. Síðar kom í ljós að Jón Baldvin hefði látið ríkissjóð greiða áfeng-
ið á sérkjörum. Málið olli uppnámi og rúmu ári eftir umrædda veislu
tilkynnti Jón Baldvin á fundi með blaðamönnum að sér hefðu orðið á
mistök og að hann ætlaði sér að endurgreiða Áfengis og tóbaksverslun
rikisins reikninganna, alls 74.300 krónur. Bar hann við dómgreindar-
skorti en taldi samt sem áður engar reglur hafa verið brotnar.
Ritstjórinn fertugur Ingólfur Margeirsson
hélt upp a fertugsafmæli sitt en vissi ekkei t
um hvaðan áfengis kom.„Ég hvorki keypti
ne greiddi fytir þetta vin og vissi ekkert um
kostnad vegna þess. Þetta var alfarið mal
ráðherra og ráduneytisinssagði hann á
sinum tima en Jón Baldvin vildi ólmur halda
honum veisluna.
Siglufjörður Sýslumaðurinn á Siglufirði
var sakaður um að hafa ráðstafað áfengi
sem gert var upptælt hjá tollinum c ...
ologlegan hátt. Afengið átti samkvjfnt
lógum að vera afhent ÁTVR en
sýslumaðurinn sagðist hafa helt þviniður
á ruslahaugum bæjarins.
Áfengi forseta haestaré
Magnus Thoroddsen key
5 160 flöskur af áfengi á
kjórunum, alls 357 þúsui
kronur. Venjulegt útsöh
hefði verið nærri 2,6 m
Hestakerrur sýslumannsins
á Siglufirði
Á árunum 1991-93 flutti sýslumaðurinn á Sigluflrði, Erling Ósk-
arsson, inn fjórar hestakerrur frá Þýskalandi. Ein þeirra innihélt tals-
vert magn af smyglvarningi. Mál var höfðað á hendur honum í kjöl-
far þess og íleiri mála sem upp komu. Var honum og yfirlögreglu-
þjóninum á staðnum, Gunnari Guðmundssyni gefið að sök að hafa
ekki sinnt þeirri lagaskyldu sinni að afhenda ÁTVR 249 lítra af smygl-
uðu áfengi og 96 dósir af bjór sem lögreglan á Siglufirði hafði lagt
hald á. Embættismennirnir sögðust hins vegar hafa farið með áfeng-
ið á hauga bæjarins og hellt því þar niður. Ákæruvaldið taldi áfeng-
inu aftur á móti hafa verið ráðstafað með allt öðrum hætti. Sýslu-
maðurinn var að lokum dæmdur til greiðslu sektar að upphæð 600
þúsund krónur auk þriggja mánaða skilorðsbundins varðhalds. Yfir-
lögregluþjóninn var hins vegar sýknaður.
■ður Sverrisdottir Bauo
manns i afmælisveislu
tr a meðal öllu starfsfolki
eytis sins. Reikningurinn
)an sendur a rikissjóð en
Listahátíð í Reykjavík 1990
Allir hafa gaman af veislum svo ekki sé talað um þegar vel er veitt og einhver annar borgar
reikninginn. Slíkar veislur eru þó yfirleitt bundnar við ákveðna þj'óðfélagshópa - svokölluð
fyrirmenni. Hið opinbera boðar til veislu og almenningur borgar brúsann. Þrátt fyrir það er
spilling talin vera næst minnst á íslandi ef marka má nýlegan lista stofnunarinnar Tran-
sparency International. Ríkjum er þar raðað niður eftir því hve spilltir embættis- og stjórn-
málamenn eru taldir vera og er spilling þá skilgreind sem misnotkun opinbers embættis til
persónulegs ávinnings. Veisluhöld á vegum hins opinbera eru þó ekki tekin með í reikninginn
en þar skipa íslendingar sér í flokk með mönnum á borð við Loðvík 14. Frakkakonung. Öðru
hvoru ganga menn of langt í þessum efnum og misbjóða þannig almenningi. Sum málin
gleymast á meðan önnur enda fyrir dómstólum og enda jafnvel með afsögnum. Hér verður
fjallað um nokkur af helstu valdafylleríum hins opinbera.
Haldin var Listahátíð í Reykjavík árið 1990 og þeir sem sáu um hátíðahöldin fengu að
sjálfsögðu leyfl til að skrifa ýmiskonar útgjöld vegna sinna starfa á ríkissjóð. Ríkisendur-
skoðun gerði hins vegar athugasemdir við útgjöldin sem þóttu vera í hærra lagi og ekki
nægjanlega vel útskýrð. Sérstaklega var gerð athugasemd við áfengis- og tóbakskaup
vegna stjórnar- og starfsfunda Listahátíðarnefndar. Alls námu reikningar vegna kaupa á
mat, drykk og tóbaki á hótelum, veitingahúsum og hjá ÁTVR tæpum tveimur milljónum
króna á árinu 1990. Þá var mikili fjöldi reikninga án skýringa á tilefni útgjalda að því er
fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna málsins og bent var á kaup á áfengi og tó-
baki væru ekki eðlilegur hluti af útgjöldum og eigi alls ekki að eiga sér stað vegna stjórn-
ar- eða starfsfunda. Ekki var þó aðhafst meira í málinu og engar kröfur gerðar um end-
urgreiðslur.
Veglegar veigar Valgerðar
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skar veisluföngin ekki við
nögl þegar hún varð fimmtug í mars árið 2000. Hún bauð fjölda manns
í afmælisveislu sína sem haldin var á Grenivík, þar á meðal öllu starfs-
fólki ráðuneytis síns og var ríkissjóði síðan sendur reikningurinn fyrir
herlegheitunum - bæði veitingum og ferðakostnaði.
„í stað þessarar ferðar fellum við niður sumarferð starfsmanna sem
farin hefur verið hér á hverju ári," sagði Þorgeir Örlygsson ráðuneytis-
stjóri þegar DV birti fréttir af þessu máli árið 2000. Almenningi þótti þó
lítið til þeirra skýringa koma og hart var deilt á ráðherrann sem að lok-
um sá að sér. Fáum dögum eftir að veislan hafði farið fram endur-
greiddi ráðherrann allan kostnað við afmælisferð starfsfólksins en ekki
var upplýst hvort sumarferðin hefði verið farin þegar þar að kom.
ro»WtK9’0«l
VAOrpjAJSSR
OMGINAL
Wmmun