Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 31
W Fókus
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 3 7
Janibeg Kahn breiðir út
svartadauða
Alla fornöldina komu plágur oft
við sögu og réðu úrslitum í styrjöld-
um. Sigurvegararnir sögðu þá gjarn-
an að um guðlegan vilja hefði verið
að ræða en ekki er alltaf gott að
sannreyna það, eða ákvarða að hve
miklu leyti menn hafa beinlínis og
meðvitað reynt að breiða út plágur í
herbúðum óvinanna. Sú var þó
rækilega raunin árið 1346. Þá fóru
Mongólar sem stormsveipur yfir
Austur-Evrópu og eyddu öllu sem
fyrir varð. Á Krímskaga í Suður-
Rússlandi var víggirt hafnarborg að
nafni Kaffa og þar hafði búið um sig
öflugt varnarlið undir stjórn Genúa-
manna frá Ítalíu. Þeir höfðu hreiðr-
að um sig á skaganum til að vernda
verslunarleiðir sínar austur til Kína,
silkileiðina svonefndu. Mongólskar
hersveitir, undir stjórn Janibegs
Kahn, settust um Kaffa en lengi vel
virtust borgarbúar í lítilli hættu,
enda höfðu Mongólar ekki yfir að
ráða öflugum múrbrjótum eða öðr-
um umsátursvélum. Ekki bætti úr
skák þegar drepsótt braust út í um-
sátursliðinu og var þar á ferð sjálfur
svartidauði, sem rottuflær höfðu
borið með sér austan úr Asíu. Menn
Janibegs stráféllu í drepsóttinni
ægilegu og þar kom að mannfallið
var orðið svo tilfinnanlegt að Kahn-
inn sá ekki fram á annað en hann
yrði að hætta umsátrinu.
Ofsareiður lét Janibeg
Kahn koma svörtum
og þrútnum líkum
þeirra sem fallið
höfðu i svartadauða
fyrirí valslöngvum
umhverfis borgar-
múrana og síðan lét
hann varpa þeim í
tuga- eða hundraða-
tali inn í Kaffaborg.
Undanhald var hins vegar eitur í
beinum hinna mongólsku stríðs-
herra og hann gat ekki hugsað sér
að Genúamenn fengju að hrósa
sigri. Ofsareiður lét hann því koma
svörtum og þrútnum líkum þeirra
sem fallið höfðu í dauðanum fyrir í
valslöngvum umhverfis borgina og
síðan lét liann varpa þeim í tuga-
eða hundraðatali yfir borgarmúr-
ana.
Plágan í kjölfar flóttamanna
„Þannig var heilum fjöllum af
likum kastað yfir oss,“ skrifaði
ítalskur sagnfræðingur sem hírðist
innan borgarmúranna, og ekki leið
á löngu áður en plágan breiddist út
frá rotnandi líkunum. „Engin leið
var fyrir hina kristnu að fela sig eða
flýja eða komast á nokkurn hátt
undan hörmungum ... Brátt var
sjálft andrúmsloftið eitrað og vatnið
mengað eitri og rotnun og voðaleg-
ur fnykur lá í loftinu."
Genúamenn sáu að ef svo héldi
fram sem Jiorfði myndi varnarliðið
þurrkast út. Þeir ákváðu því að flýja
og ruddust til hafnarinnar þar sem
þeir hrúguðust á skip sín og sigldu
sem skjótast til Konstantínópel eða
Miklagarðs, sem þá var enn undir
stjórn hins gríska Býsans-ríkis. Þar
höfðu þeir viðdvöl og endurnýjuðu
kost sinn og vatnsbirgðir en sigldu
síðan áfram til Italíu. I Konstant-
ínópel vannst þeim hins vegar tími
til að smita nokkra menn við höfn-
ina af þeim svartadauða, sem vitan-
lega hafði fylgt þeim um borð í skip-
in, og plágan fór brátt að grassera
um allt Býsans-ríkið og breiddist
þaðan út til Mið-Austurlanda. Af
Genúamönnum er það að segja að
þeir komu næst við á Sikiley og seg-
ir sig sjálft að þar stakk svartidauði
um sér samstundis niður - og þegar
þeir komust loks heim til Genúa var
plágan enn í farangrinum og
breiddist síðan út með leifturhraða
um alla Ítalíu og þaðan um alla Evr-
ópu.
„Hvenær hafa menn séð eða
heyrt um aðrar eins hörmungar?"
spurði ítalska skáldið Petrarca. „I
hvaða bókum má lesa um annan
eins fjölda af yfirgefnum húsum,
tæmdum borgum, óplægðum
ökrum, túnum fullum af líkum eða
um þá sorglegu einsemd sem lagð-
ist yfir veröldina?"
Gyðingum kennt um
plaguna
Aðeins þeir allra ríkustu voru í
stakk búnir til þess annaðhvort að
víggirða sig einhvers staðar inni
þangað til plágan var gengin yfir eða
flýja á afskekktar slóðir, en hin
fræga bók Boccaccios, Dekameron,
fjallar einmitt um hóp fólks frá Flór-
ens sem flúið hefur svartadauðann.
Talið er að allt að helmingur íbúa
Evrópu hafi dáið í svartadauða og
álfan var lengi að ná sér á strik á nýj-
an leik. Og það voru ekki aðeins þeir
sem dóu af sóttinni sem þjáðust
vegna hennar, því eins og endranær
var Gyðingum kennt um allt það
sem miður fór og víða um álfuna
voru Gyðingar stráfelldir af því þeir
voru taldir hafa breitt út pláguna af
kvikindisskap sínum. Bara í
Búrgúndarhéraði í Frakklandi voru
50 þúsund Gyðingar myrtir í múg-
æði. í mörgum þýskum borgum
voru þeir brenndir lifandi í sam-
kunduhúsum sínum og í borginni
Speyer réðst óður múgur á Gyðinga,
limaði þá sundur og staflaði svo lík-
amspörtum þeirra upp í báta sem
því næst voru settir á flot og fleytt
niður ána Rín. Gyðingar voru víða
sakaðir um að eitra vatnsból og
breiða þannig út pláguna en ekki
einungis var sú staðhæfing á engum
rökum reist - heldur voru Gyðingar
fremstir þeirra fáu sem höfðu upp á
einhver raunveruleg ráð að bjóða
gegn plágunni. Þeir fengust gjarnan
við læknisstörf og lyfjaframleiðslu,
sem að vísu var frumstæð á þessum
árum, en þeir höfðu þó áttað sig á
því að vatnsból væru augljós smit-
leið fyrir svartadauða og lögðu sig
fram um að vara fólk við að drekka
ósoðið vatn.
En tilraunir þeirra til að aðvara
fólk höfðu bara þessi þveröfugu
áhrif.
Spánverjar breiða sóttir út
um Ameríku
Seinna áttu Spánverjar eftir að
beita fyrir sig sjúkdómum og plág-
um á markvissan hátt þegar þeir
„fundu" Ameríku og uppgötvuðu að
Iindíánarnir sem þar bjuggu voru
mjög viðkvæmir lýrir hvers konar
sjúkdómum úr Gamla heiminum.
Stór hluti íbúa í Ameríku dó á
nokkrum áratugum eða öldum og
iðulega vegna þess að Spánverjar
smituðu þá vísvitandi af sóttum
sem þeir sjálfir voru ónæmir fyrir.
Svo sýkiavopn eru engin nýlunda
í heimi hér.
illugi@dv.is
Almúgans fáni
Sauðsvartur almúginn. Ætli
nokkurt orðasamband íslenskrar
tungu sé þrungnara af yfirlæti en
þessi ævagamla einkunn? Áhrifa-
meira í lítilsvirðingu sinni? Eða
sterkara í ímyndunaraflmu? Ekki
furða að litir ogþað sterkirlitir sóttu
á íslands „unglinga f)öld“ og full-
orðnu syni, þegar þeirfóru að ganga
uppréttir á nítjándu öldinni.
Sauðalitirnir, sem almúginn var
alinn upp við kynslóð fram af kyn-
slóð, þóttu svo fábrotnir, að þeir
töldust ekki eiginlegir litir. Það er
fyrst á síðari árum sem augu manna
hafa opnast fyrir fjölbreytni þeirra.
Var orðið litklæði haft um skraut-
klæði heldri manna, gul, rauð, græn
eða blá, til aðgreiningar frá ullar-
klæðunum. Kemurþettaglöggt fram
víða í fornritunum. í aðför Þorgils
Höllusonar að Helga Harðbeinssyni,
sem segir frá í Laxdælu, dugar hin-
um nafnkunna ákafamanni sú
blekking, að hafa fataskipti við þræl
sinn, fara úr litklæði sínu, blárri
kápu, í litlausan voskufl. Helga
grunar ekki að brögð séu í tafli.
Þjóðlitur
í frægri ritgerð Sigurðar Guð-
mundssonar málara Um kvenbún-
inga á íslandi í Nýjum félagsritum
1857 kemur líklega í fyrsta sinn í rit-
uðu máli fram hugmyndin um þjóð-
liti íslendinga. Var það sauðalitur?
Nei, sannarlega ekki! Þjóðlitur ís-
lendinga í fornöld var sá sami og
hann er enn í dag; dökkbláan eða
hrafnbláan lit báru vanalega þeir,
Skrautklæði sögualdar
Þegar hugmyndin um íslenskan
þjóðfána vaknaði í miðjum önnum
sjálfstæðisbaráttunnar voru litirnir
því sóttir til höfðingja fornaldar frek-
ar en hverdagsminninga almúgans.
Stjórnmálaforingjar lögðust í rann-
sóknir á fornritunum í leit að fyrir-
mynd; er merkust ritgerð Valtýs
Guðmundssonar, Litklæði, í Arkiv
för Nordisk Filologil 893.
Til viðbótar hinum hrafnbláa lit
Sigurðar málara fundust fleiri
skrautlitir frá söguöld en deilur urðu
um hve þjóðlegur rauði liturinn gæti
talist. Minntust menn hæðnisorða
Skarphéðins við bræður sína í Njáls
sögu um Sigmund Lambason ný-
kominn að utan í rauðum skart-
klæðum: Sjáið þér rauðálfinn! Varð
niðurstaðan að rauði liturinn væri
útlendur og óþjóðlegur. Samt end-
aði hann í fána landsins, mörgum
þjóðræknum piltinum til mikillar
skapraunar.
Aldrei hvarflaði að nokkrum
manni að nefna í þessu samhengi
sauðalitina sem þjóðin hafði fyrir
augunum upp á hvern dag. Enda
voru þeir ekki litir heldur litíeysi dag-
anna. Einar skáld Benediktsson, sem
jafnan var frumlegur í hugsun, brá þó
út af venju og sótti tillögu sína í Dag-
skrá 1897 til íslenskar náttúru: Þjóð-
litir íslands eru blátt og hvítt, er tákna
himininn og snjóinn. Hér er í fyrsta
sinn talað um liti íslands en ekki ís-
lendinga, þótt orðið þjóðlitir sé not-
að. Og líklega í fyrsta sinn sem talað
er um tákn lita í íslensku máli.
Guðmundur
Magnússon
skrifar um íslenska
fónann
Söguþræðir
á sköpunarkraftinn.
Með fánalögum, sem Danakon-
ungur staðfesti 19. júní 1915, fengu
íslendingar loks þjóðfána. Bláhvíti
fáninn kom ekki til greina; Grikkir
voru búnir að festa sér hann löngu á
undan íslendingum og kóngarnir í
Danmörku og Grikklandi náskyldir
þannig að tómt mál var að tala um að
reka það erindi í Kaupmannahöfn. I
lögunum var skerpt á sterku litunum
og notuð heiti sem ekki þekktust í
fornmálinu, heiðblár og hárauður. í
gildandi fánalögum lýðveldisins er
kveðið enn fastar að orði um litina
svo að enginn velkist nú í vafa um
styrk þeirra og mátt; feldurinn er
áfram heiðblár, en krosslitir mjall-
hvítur og eldrauður.
Sauðsvartur almúg-
inn reyndist af höfð-
ingjakyni þegar hann
loks rétti úr kútnum
og bar því litklæði
með réttu.
íslenski fáninn Ég er alinn upp við þó sannfæringu að islenskiþjóðfdninn sé fegursta flagg íheimi.
Með fánaiögum, sem
Danakonungur stað-
festi 19,júní 1915,
fengu íslendingar loks
þjóðfána.
sem ekki höfðu verið í útlöndum, og
flestir hinir mestu og bestu íslend-
ingar riðu í bláum kápum, svo sem
Njáll, Egill Skalla-Grímsson, Ingi-
mundur gamli, Snorri goði, Víga-
Glúmur, Vallna-Ljótur og margir
aðrir.
Sauðsvartur almúginn reyndist af
höfðingjakyni þegar hann loks rétti
úr kútnum og bar því litklæði með
réttu. Það var að minnsta kosti álit
hinna forfrömuðu og skólagengnu
gáfumanna 19. aldar sem tóku að sér
að leiða Islendinga til nútímans eins
og Móses hafði í árdaga leitt fsraels-
menn úr ánauðinni. í leitinni að
þjóðlitnum skimuðu þeir öðru frem-
ur eftir klæðalit fornkappanna.
Sterkir litir
Þegar íslendingar höfðu fengið
heimastjórn og voru farnir að búa
við þónokkra efnalega hagsæld á
öðrum áratug 20. aldar bauðst
landsmönnum að velja sér þjóðfána
eða a.m.k. að gera tillögu um hann.
Fánanefnd, sem Hannes Hafstein
ráðherra skipaði í árslok 1913, aug-
lýsti eftir tillögum frá almenningi
um gerð fánans; er það út af fyrir sig
merkilegt og veit ég ekki til þess að í
nokkru öðru landi hafi fólki gefist
tækifæri til að segja hug sinn um
þjóðartákn áður en ákvörðun er um
það tekin. En athyglisvert er hve til-
lögurnar sem bárust, tæplega fimm-
tíu að tölu, eru keimlíkar í litum og
formi: flestar voru um krossfána,
ýmist bláan og hvítan, eins og lengi
hafði verið í tísku, eða bláan, hvítan
og rauðan. Grænn litur var nefndur í
tveimur tillögum, en aðrir litir en
þessir fjórir komust ekki á blað hjá
almenningi. Var þó í hópi tillögu-
srniða Jóhannes Kjarval, einn frum-
legasti listamaður síns tíma. Svona
getur tíðarandinn haft lamandi áhrif
Fáni hins sauðsvarta almúga
Það var ekki fyrr en íslendingar
voru búnir að vera heimsborgarar í
blankskóm í marga áratugi að þeir
treystu sér til að horfa um öxl án
minnimáttarkenndar. Þá uppgötv-
uðu listamenn og fræðimenn feg-
urð, fjölbreytni og liti - ullarinnar.
Birgir Andrésson myndlistarmaður
gerði fyrir áratug myndverk um ís-
lenska fánann í sauðalitunum; verk
sem í mínum huga er hrein snilld,
brilljant, í hugsun og söguskilningi.
Var það upphaflega framlag íslands
til Feneyjartvíæringsins 1995, en eft-
ir það í eigu og vörslu Listasafns ís-
lands. Hefur Birgir síðan gert fleiri
verk af sama tagi, m.a. eru ullarfánar
hans í eigu Listasafns Reykjavíkur.
Ég er alinn upp við þá sannfær-
ingu að íslenski þjóðfáninn sé feg-
ursta flagg í heimi. Ekki ætla ég að
skipta um skoðun. En ef eitthvert ís-
lenskt listaverk geymir réttnefnda
söguþræði er það lopinn í sauðafána
Birgis Andréssonar; fána hins sauð-
svarta almúga íslands.
gm@internet.is