Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Kaupa og selja Boyd Line Kaldbakur seldi í dag öll hlutabréf sín í íslands- banka og hagnaðist með því um 640 milljónir. Um leið keypti Kaldbakur fyrir- tækið Boyd Line, útgerðar- fyrirtæki í Bretlandi, fyrir 1160 milljónir en Boyd Line var í eigu Brims dótturfyrir- tækis Eimskips. En Kald- bakur ætlar ekki að sitja lengi með þessa eign sína því hafnar eru viðræður við Samherjamenn um að dótturfyrirtæki þeirra í Skotlandi kaupi Boyd Line en stefnt er að því að hol- lenska sjávarútvegsfyrir- tækið Parlevliet Onward fishing taki þátt í kaupun- um. Boyd Line er með höf- uðstövðar í Hull, gerir út einn frystitogara, Artic Warrior og á auk þess botn- fiskveiðiheimildir við Sval- barða, Grænland og Noreg. Fangelsi fyrir eignaspjöll Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang brotist inn í Grunn- skóla Isaíjarðar í leit að verðmætum. Þar stal hann 30 rídalíntölfum. Maðurinn braut sér einnig leið inn í Heilbrigð- isstofnun ísaijarðar en var gripinn glóðvolgur. Hann vann eignaspjöll í öllum til- vikum og er aætlað að skemmdir af völdum mannsins nemi tæpum tveimur milljónum króna. Maðurinn á að baki langan sakaferil og rauf skilorð þegar hann framdi brotin sem að ofan er getið Einn í geymslu, tveir á sjúkrahús Lögreglan í Hafnaríirði var kölluð út að grænlenska rækjutogaranum Kiliutaq í fyrrinótt vegna mikilla slags- mála og ölvunar um borð. Var einn skipverja fluttur í fangageymslu til að sofa úr sér vímuna en tveir félagar hans voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Reyndust meiðsl þeirra þó minnihátt- ar og fengu þeir fljótlega að yfirgefa sjúkrahúsið. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði verða ekki frek- ari eftirmál að þessu og sá skipverja sem fluttur var í fangageymslu var sendur heim til Grænlands með flugi í gærdag. Togarinn kom til Hafnarfjarðar í stutt löndunarstopp af rækju- miðunum við Austur- Grænland. Áætlað var að hann héldi aftur á miðin í dag, laugardag. Enginn sem DV hefur rætt við kannast við að aðrir en forsvarsmenn íslenskrar erfðagreiningar hafi komið að sölu 17% hlut í Decode genetics til íslenskra banka sumarið 1999. Búnaðarbankastjóri kannast ekki við millilið í Lúxemborg. Á sama tíma samdi Kári Stefánsson um að selja bréf fyrir 400 milljónir. Ráðgátan um lúxemborgska skúffufyrirtækið Biotek Invest sem fékk 400 milljónir íslenskra króna fyrir að sjá um viðskipti sem höfðu farið ffam milli íslendinga á íslandi, stendur enn óleyst. Engin svör hafa borist úr herbúðum ís- lenskrar erfðagreiningar um það hvert var hlut- verk Biotek í viðskiptunum, hverjir hafi staðið að því félagi og hverjir hafi tekið við þóknuninni. DV hefur spurst víöa fyrir í íslenskum fjármála- heimi og þar kannast enginn við að aðrir forsvars- menn íslenskrar erfðagreiningar, Hannes Smára- son og Kári Stefánsson hafi komið fram fyrir hönd þeirra sem vildu selja bréf í Decode genetics til ís- lenskra fjárfesta. Á blaðamannafúndi í Listasafni íslands skrifaði Kári Stefánsson undir samning við þrjá bankastjóra og einn fjárfesti um kaup þeirra á 17% hlut í Decode genetics. Margir sem DV hefur rætt við spyrja hvort Hannes og Kári standi á bakvið Biotek Invest og hafi sjálfir fengið þóknunina. Búnaðarbankastjóri þekkir ekki Biotek Sú spurning hefur vakn- að út frá skráningar- gögnum á Nasdaq er hverjum íslensku bankarnir greiddu 6 milljarða króna fyrir hlutinn í Decode. Stef- án Pálsson fyrrverandi bankastjóri Búnaðar- bankans segir að bank- inn hafi örugglega samið við banda- ríska fyrirtækið Decode genet- ics og greitt / Hannes Smarason Margir sem DV ræddi við spurðu hvort þeir stæðu á bakvið Biotek Invest i Lúxemborg. Spurður um hvort það geti verið að félagi í Lúxemborg hafi verið greittr neitar hann því, „nei, nei, nei, ég held að það hafi alltsaman verið i Bandaríkjunum." hlutinn í félaginu. Spurður um hvort það geti ver- ið að félagi í Lúxemborg hafi verið greitt, neitar hann því, „nei, nei, nei, ég held að það hafi allt saman verið í Bandaríkjunum." Hann segir að verðbréfasvið Búnaðarbankans hafi alfarið séð um viðskiptin fyrir hans hönd. Hann kannast ekki við félag að nafni Biotek Invest og tekur þar undir með Halldóri Kristjánssyni Landsbankastjóra sem sagði í samtali við DV í gær að hann hefði aldrei heyrt minnst á Biotek. Davíð Bjömsson sem sá um að selja bréf í Decode til íslenskra líf- eyrissjóða fyrir Landsbankann, segist ekki vita hvernig bréfin komust inn til bankans. Ekki hefur náðst í Bjama Ármannsson bankastjóra íslands- banka sem áður var bankastjóri FBA sem keypti fyrir 3 milljarða í Decode. íslensku bankarnir keyptu bréfin í Decode á genginu 15, eftir því sem DV kemst næst og seldi þau svo áfram til stórra fjárfesta á genginu 17. Þannig náðu bankarnir að hagnast nokkuð á bréf- unum sem í framhaldinu tóku að hækka mikið á gráa markaðinum. Kári fékk að selja bréf í skráningarlýsingu Decode á Nasdaq segir að Biotek hafi fengið það verkefni að selja 5 milljónir hluta í Decode til íslenskra íjárfesta. Samn- ingurinn sem lagður er fram sýnir á hvaða verði Biotek kaupir bréf af Decode og hvaða skilyrði félagið þurfi að uppfylla til að fá umrædda þóknun. Samkvæmt þessum gögnum er það Biot- ek sem kaupir bréfin og selur þau til ís- lenskra fjárfesta. Því vekur það undmn að íslensku bankastjórarnir skulu ekki kann- ast við þetta félag. Biotek var ekki stofnað fyrr en hálfum mánuði eftir að skrifað var undir samninginn í Listasafni íslands. Samningur Kára við Decode Fékk að breyta bréfum sin- um til að leysa út pening. Fékk þannig um 400 milljónir króna sumarið 1999. 2,3 milljónir hluta voru keyptir af áhættufjárfestum sem komið höfðu að stofnun Decode genetics í Delaware, 100.000 hlutir vom keyptir af Hoffman La Roche og 250.000 hlutir af Kára Stefáns- Stefán Pálsson Kannastekki við að hafa gert viðskipti við fyrirtæki i Lúxemborg og hefur ekki heyrt minnst á Biotek. samning við Hannes Smárason. Það var 8. ágúst 1999 sem hann fékk leyfi til að breyta 333.333 bréfum í A flokki, sem hann var bundinn af að selja ekki fyrr en 5 árum eftir að félagið fór á markað, í 250.000 B bréf sem hann mátti selja. Þessi bréf seldi hann til Decode genetics fyrir tæpar 400 milljónir króna. kgb@dv.is sym. Eftir að búið var að kaupa helming af hlut stofnfjárfestanna, Fennu Kári nn H sjnlfir bnknun? Lalli Johns er pólitískur fangi ^ Svarthöfði Lalli karlinn gert að því þótt hurð- irnar þarna læsist þegar þeim er lokað? Átti hann að skilja dyrnar eftir opnar í norðangarranum? Þá hefði hann auðvitað verið kærður fyrir það. Litlu sálirnar segðu hann hafa ætlað að drepa gesti líkams- ræktarstöðvarinnar úr ofkælingu. Auðvitað verður Lalli svo dæmdur fyrir þessa glæpi. Það er jafn víst og sólaruppkoma. Hann er alltaf dæmdur. í raun er hann kominn í þá stöðu að réttarkerfið á íslandi vill helst dæma hann bara fyrir allt það sem „hann á eftir að gera." Hann er orðinn eins og prakkarinn sem var skammaður meira og verr en aðrir af því að hann myndi gera eitthvað af sér mjög fljótlega. Svarthöfði hugsaði ekki vel til World Class þegar hann las frétt um Lalla greyið Johns í DV í gær. Alltaf þurfa smælingjarnir að ráð- ast á stjörnuna í hópnum þegar eitthvað ber út af. Greyið Lalli verður fyrir því óláni að leggja veskið sitt á borðið hjá þeim þarna í World Class niðri í Austurstræti. Hann var í þeim erindagjörðum að kynna sér verðskrána, enda Lalli þekktur fyrir að vera sífellt að taka sig á og bæta sig. Nú átti að taka skúrk á æfingum kannski, fara að púla og lyfta. En nei, fyrir einhvern misgáning verður honum á og tek- ur annað veski en sitt eigið af af- greiðsluborðinu og týnir auðvitað sínu eigin veski. Fær engar bætur fyrir það, auðvitað. Ekki Lalli, smá- sálirnar telja hann vera óforbetr- anlegan krimma. Og þetta með að hann hafl ætl- að að læsa alla inni. Hvað getur í raun er Lalli orðinn eins og pólitískur fangi á íslandi. Hann er fastur hér á Fróni og ofsóttur fyrir það eitt að ganga um göturnar og reyna að koma skikk á sitt líf. Spurning hvað Ragnar Aðalsteins- son ætli að gera í þessu? Svaithöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.