Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fókus rrv
Listasafn ASÍ opnar í dag sýningu á völdum verkum úr úr hinni miklu listaverkagjöf Ragnars í Smára.
Kröftug og tjáningarrík verk, sem kveikja á tundrinu í sálinni
Ragnar I Smára „Ef hægierað találin
íslandi á þessari öld, þá er hún kannski ekki ein og afmörkuð,
heldur rls alda aföldu, ein á fætur annari. Ragnar í Smára er
toppurinn á einniþeirra," var sagt um hann látinn. Rétt og
slétt hundrað ár eru liðin síðan hann fæddist.
Þrjú llstaverk A sýningunni I Listasafni ASÍeru mörg þekktustu málverk þjóðarinnar, sem öll koma úr
hinni miklu gjöf Ragnars I Smára. Forstöðumaðurinn Kristín G. Guðnadóttir stendur hérmeð Fjallamjólk
Kjarvals, til vinstri er myndin Á stöðli eftir Gunnlaug Scheving og til hægri hin fræga fjörumynd Kjarvals,
Gaman að lifa.
„Komið með margarínsalann,“ sagði Jónas
frá Hriflu sem aldraður maður og í framhaldinu
átti hann fund með Ragnari í Smára. Mannin-
um sem framleiddi smjörlíki og græddist á því
fé sem hann gat meðal annars veitt til þess að
styrkja listamenn og skapandi iðju þeirra. Þar
stóð hann myndarlega að verki, sama hvort í
hlut áttu listamálarar, tónlistarmenn eða rit-
höfundar. I áratugi starfrækti Ragnar bókafor-
lagið Helgafell, sem gat út bækur margra þeirra
höfunda sem fremstir þóttu á skáldaþingi.
Einnig komu frá forlaginu listaverkabækur ým-
iss konar, svo sem með eftirprentunum af
mörgum best kunnu og merkustu verkunum úr
listasögu íslendinga.
Heimanmundur úr Unuhúsi
I Listasafni ASÍ við Freyjugötu í Reykjavík
verður í dag opnuð sýning á völdum verkum úr
hinu mikla safni listaverka sem Ragnar gaf Al-
þýðusambandi íslands á sjöunda áratug síð-
ustu aldar. Verkin á sýningunni, sem stendur
fram til 14. mars, eru alls þrjátíu talsins. „Við
valið fer ég eftir því sem Ragnar sjálfur taldi
vera uppistöðuna í safni sínu," segir Kristín G.
Guðnadóttir, forstöðumaður Listasafns ASI í
viðtali við DV.
Þetta eru verk eftir Jóhannes Kjarval, Gunn-
laug Scheving, Þorvald Skúlason og nokkra
fleiri. Má því segja að á þessari sýningu sé
„komið með margarínsalann" eins og Hriflu-
Jónas sagði. Listin, hin „æðri gildi" einsog sagt
er í sýningarskrá, eru flutt til fólksins í landinu
sem Ragnar í Smára taldi svo mikilvægt að
gerðist.
„Að kynna listirnar fyrir almenningi var hin
heilaga hugsjón Ragnars," segir Kristín.
Ragnar Jónsson var fæddur í Mundakoti á
Eyrarbakka 7. febrúar 1904 - það er fyrir réttum
og sléttum hundrað árum - og einmitt af þeirri
ástæðu er efnt til þessarar sýningar nú. Á fyrstu
árum tuttugustu aldarinnar stóð lista og menn-
ingarlíf með blóma á Eyrarbakka. Má ætla að
það hafi haft sín áhrif á þroska og menningar-
vitund Ragnars - rétt einsog kynnin af Erlendi í
Unuhúsi eftir að hinn ungi Eyrbekkingur var
kominn til borgarinnar. Með heimanmund og
áhrif frá Erlendi að leiðarljósi hóf Ragnar störf
að menningarmálum. Fjár til þeirra aflaði hann
með eftirtekjunni af smjörlíkisframleiðslunni í
Smára, sem hann starfrækti jafnhliða forlags-
rekstri og margvíslegu vafstri öðru.
Kraftur og litagleði
Athygli verkur við að skoða verkin sem verða
á sýningunni hvaða kraftur býr í þeim, hvort
heldur er litið til litagleði eða tjáningar. „Þetta
hygg ég þó að fari saman við persónuleika
Ragnars, sem var mjög hrifnæmur maður.
Heillaðist af tjáningarríkum verkum „sem
kveiktu á tundrinu í sálinni," einsog hann
komst sjálfur að orði. Og ég trúi ekki öðru en
því að gestir þessarar sýningar verði svolítið
uppnumdir að sjá þessi verk, sem mörg hver
eru í flokki þekktustu listaverka þjóðarinnar,"
segir Kristín Guðnadóttir. Má í þessu sambandi
nefna hið fræga verk Á stöðli eftir Gunnlaug
Scheving og Kjarvalsverkin Gaman að lifa og
Fjallamjólk en hið síðarnefnda er eitt hið kunn-
asta í íslenskri listasögu. „Ragnarhafði ákveðna
stefnu í sinni málverkasöfnun og fylgdi henni
staðfastlega. Það er að hann byggði safnið í
kringum valda listamenn og verk þeirra og á
þeim grunni leitaðist hann við að gefa yfirsýn
um sögulega þróun í íslenskri myndlist," segir
Kristín.
Hún bætir við að á sínum tíma hafi nútíma-
listasafnið í New York haft augastað á Fjalla-
mjólkinni og viljað kaupa verkið. Ragnar hafi
hinsvegar haft aðrar hugmyndir um framtíð
verksins og talið mikilvægt að íslenska þjóðin
mætti fá að njóta þessa einsog annarra lista-
verka í sinni eigu. í þeim tilgangi meðal annars
hafí hann gefið AJþýðusambandi fslands lista-
verkasafn sitt.
Listin öllum aðgengileg
I eigu safnsins eru í dag urn 1.000 verk af
ýmsum toga, en gjöf Ragnars sem telur um 150
verk er þó einskonar uppistaða eða hryggstykki
í öllum safnkostinum. Sem fyrr segir eru mörg
þeirra verka þau kunnustu úr íslenskri listasögu
- og hefur það verið sérstakt metnaðarmál
safnsins, að sögn Kristínar, að þau séu aðgengi-
leg fólki á öllum tímum og til sýnis. Þannig sé
Fjallamjólk Kjarvals alltaf uppi við annað hvort
á Freyjugötunni eða á Kjarvalssýningum sem
alltaf eru yfirstandandi á Kjarvalsstöðum.
„Aukinheldur lánum við alltaf talsvert af
verkum út á vinnustaðasýningar og til aðildar-
félaga ASÍ, slíkar sýningar eru á fjörutíu til
fimmtíu stöðum hverju sinni. Slíkt er hluti af
okkar stefnu og jafnframt því sem Ragnar í
Smára taldi svo mikilvægt, að listin væri öllum
aðgengileg. Og ég vona að okkur hafi tekist að
láta þá hugsjón hans rætast," segir Kristín.
Meintur galli er gullvægur kostur
Ragnar f Smára lést í Reykjavík árið 1984 og
margir urðu til að minnast hans í blaðaagrein-
um. Einn þeirra var Guðmundur Daníelsson
rithöfundur sem sagði að Ragnar í Smára hefði
átt stóran þátt í að breyta kotbýli þjóðlífsins í
höfuðból.
„Ef hægt er að tala um menningarbyltingu á
Islandi á þessari öld, þá er hún kannski ekki ein
og afmörkuð, heldur rís alda af öldu, ein á fætur
annari. Ragnar í Smára er toppurinn á einni
þeirra. Tími hans stendur frá uppafi síðari
heimsstyrjaldar fram yfir 1970. Hann er fæddur
með hugsjónina um fegurra, fjölbreyttara og
háreistara þjóðlíf innbyggða í holdi sínu og önd
og aflið til að til breyta henni í veruleika býr í
honum, oghann beitir því.... Umsvif hans verða
með ólíkindum. Hann verður óumdeilanlega
mikilmenni. Það liggur í hlutarins eðli, að miki-
menni verður enginn af því einu að virðast
gallalaus og komast með klókindum í dýrlinga-
tölu. En nú er það svo, að álitamál er hvað er
galli og hvað er kostur. Ragnar hlýtur að hafa
haft sína galla, einsog aðrir mennskir menn, en
ekki treysti ég mér til að skilgreina þá, því að
þegar ég hugleiði það mál, kemst ég venjulega
að þeirri niðurstöðu, að ég hafi snúið hlutunum
við: meintur galli sé einmitt gullvægur kostur."
sigbogi@dv.is
„Lánum talsvert afverkum út á vinnustaðasýningar og til
aðildarfélaga ASÍ, slíkar sýningar eru á fjörutíu til fimmtíu
stöðum hverju sinni. Slíkt er hluti afokkar stefnu og jafn-
framt þvísem Ragnar i Smára taldi svo mikilvægt, að listin
væri öllum aðgengileg."