Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 35
DV Sport LAUQARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 35 Keflavík og Njarðvík mætast í bikarúrslitaleik KKÍ og Lýsingar í Laugardalshöll í dag. Það er þegar orðið ljóst að sigur hvors félags fyrir sig verður sögulegur, Njarðvíkingar hafa aldrei orðið bikarmeistarar án þess að hafa Teit Örlygsson innanborðs og Keflvíkingar hafa aldrei unnið bikarinn án Guðjóns Skúlasonar. Óvissan í kringum bikarúrslitaleik karla er löngu búinn að skapa kringumstæður fyrir klassískan úrslitaleik milli tveggja nágranna og forna fjenda. Meiðsli og leikbönn hafa sett sitt mark á Njarðvíkurliðið sem hefur þó ekki frekar en áður lagt árar í bát en líkt og Keflvíkingar eiga þeir kost á að vinna sögulegan sigur en tveir af merkustu leikmönnum íslensku körfuboltasögunnar lögðu skóna á hilluna í vor og án þeirra hefur hvorugu liðinu tekist að vinna bikarinn. Þessir félagar og erkifjendur sem hafa saman leikið 18 bikarúrslitaleiki í Höllinni og hafa báðir sett punktinn fyrir aftan frábæran feril og nú er að sjá hvoru félaginu gengur betur að viðhalda þeirra ótrúlegu sigurgöngu sem hefur fylgt þessum tveimur frábæru leikmönnum alla tíð. Guðjón Skúlason hefur oftast allra lyft DV-bikamum (gefinn 1988) eða alls fjórum sinnum og hann hefur verið fyrirliði Keflavíkurliðsins í öll skiptin sem liðið hefur orðið bikarmeistari. Keflavík hefur reyndar aldrei unnið titil án Guðjóns því hann hefur verið með sem leikmaður í öllum sex íslandsmeist- araliðunum og öllum íjórum sigurliðunum félagsins í fyrirtækjabikar KKÍ. Guðjón er reyndar enn á fullri ferð með Keflavíkurliðinu því hann er annar þjálfari liðsins ásamt Fali Harðasyni auk þess sem að hann lék með gegn Þrótti úr Vogum í 32 liða úrslitum bikarsins. Guðjón skoraði 11 stig í leiknum sem vannst en hann setti niður meðal annars þrjá þrista. Þetta er eini leikur Guðjóns á þessu tímabil enda er hann hættur. Sigri Keflavík hins vegar í dag telst hann þó vera bikarmeistari sem leikmaður liðsins þótt ekki hafi hannspilað sjálfan úrslitaleikinn líkt og í hin fjögur skiptin. Guðjón náði meðal annars þeim frábæra og einstakaárangri að verða bikarmeistari með tveimur félögum þrjú ár í röð á sínum tíma. Guðjón varð bikarmeistari með Keflavík 1993 og 1994 og svo með Grindavík 1995. Vann Njarðvík 2 ár í röð í síðustu tveimur úrslitaleikjunum unnu hann og félagar hans sigur á Njarðvík sem átti síðan eftir að vinna íslandsmeistaratitilinn bæði tíma- bilin. Guðjón spilaði stóra rullu í þessum úrslitaleikjum skoraði yfir 20 stig í þeim öllum og alls 72 stig eða 24 stig að meðaltali í leik. Hann er sem stendur annar stigahæsti leikmaður bikarúrslitaleiks karla frá upphafi, hefur skora𣣣£ 115 stig í þeim átta bikarúrslitaleikjum sem hann hefur spilað, sem gerir 14,4 Á loft í fjórða sinn Guöjón Skúlason hefur oftast allra lyft DV-bikarnum og hér lyftir hann honum I fjórða sinn eftir sigur á Snæfelli I bikarúrslitaleiknum I fyrra. DV-mynd Teitur stig að meðaltali í leik. Teitur Örlygsson hefur unnið 17 stóra titla á sínum ferli, tíu íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla, fleiri titla en nokkur annar leikmaður í íslenskri körfuboltasögu. Njarðvík hefur unnið alls 19 í sögu félagsins og hefur aldrei orðið bikarmeistari án þess að Teitur sé með í för en Njarðvík vann Islandsmeistara- titlinn 1981 og 1982 áður en Teitur gekk upp í meistaraflokk. Enginn spiiað fleiri leiki Teitur Örlygsson hefur líka spilað flesta bikarúrslitaleiki allra leikmanna eða alls tíu og enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í Höllinni en Teitur hefur skorað 199 stig þar af fimm síðustu stig leiksins í síðasta bikarúrslitaleik Njarðvíkur er þeir unnu KR-inga, 86-79, 9. febrúar 2002. Teitur skoraði 18 stig í þessum síðasta úrslitaleik sínum, tíu þeirra þegar mest á reyndi í fjórða leikhlutanum. Njarðvík vann hann, 27-15 og þar með leikinn með sjö stigum. Teitur hefur skoraði 19,9 stig að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum þar af yflr 18 stig í átta þeirra. Mest skoraði Teitur, 38 stig, í þriggja stiga tapi, 97-100, fyrir Keflavík fyrir tíu árum síðan. Njarðvíkingum gekk illa að vinna bikarinn til að byrja með. Á árunum 1976 til 1986 vann félagið fimm íslandsmeistaratitla en tapaði að sama skapi öllum fjórum bikarúrslitaleikjum sínum á þessum tíma. Þegar bikarinn vannst loksins 10. apríl 1987 var ísinn brotinn, Njarðvík vann bikarinn fjögur ár í röð og hefur unnið sjö af síðustu níu bikarúrslitaleikjum sínum. Teitur var reyndar á leikmannalista Njarðvíkurliðsins fyrir mót en það hefur ekki tekist ennþá að plata hann af stað. Hver veit þó nema hann birtist í Njarðvíkurbúningnum í Höllinni í dag. Meiðsli og leikbönn liðsins hafa skapað þær aðstæður að enginn veit hvernig lið Njarðvíkur verður skipað í leiknum í dag. ooj@dv.is Hver veit nema hann birtist í Njarðvíkur- búningnum í Höllinni í dag. Meiðsli og leikbönn liðsins hafa skapað þær aðstæður að enginn veit hvernig lið Njarðvíkur verður skipað í leiknum í dag. Teitur tók við bikarnum 2002 Teitur Úríygsson hefursjö sinnum unnið bikarinn, síðast árið 2002 þegar hann tók við bikarnum eftir 86-79 sigur á KR-ingum. DV-mynd Hari Rökrétt spá: Sjö stiga sigur Keflavík og Njarðvík hafa mæst þrisvar sinnum áður í vetur, tvisvar í deild- inni og svo í fyrsta úrslita- leik vetrarins, úrslitaleik Hópbílabikarsins sem fram fór í Laugardalshöllinni 22. nóvember síðastliðinn. Allir leikirnir þrír hafa endað með sama mun, sjö stiga sigri heimaliðsins í deildinni og svo vann Njarðvík úrslitaleik Hóp- bílabikarsins með sjö stigum eftir að Keflavík hafði glutrað niður 15 stiga forskoti sínu í síðasta leikhlutanum. Slakt gengi í fjórða leikhlutanum ætti þó að vera Keflavíkingum nokkuð áhyggjuefni enda hafa þeir tapað fjórða leikhlutanum í öllum þessum þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og samtals með 33 stiga mun, 46-79. Tíuársíðan lið varði bikarinn Keflvíkingar geta í dag orðið fyrsta karlaliðið í tíu ár til að verja bikarinn en það voru þeir sjálflr sem náðu þeim árangri síðast er( þeir unnu bikarinn tvö ár í röð frá 1993 til 1994. KR á að baki lengstu sigur- gönguna en KR vann bikarinn fimm ár í röð frá 1970 til 1974. Njarðvíkingar unnu síðan bikarinn fjögur ár í röð frá 1987 til 1990. Fara alla leið á útivelli Keflvíkingar sem í fyrra urðu fyrsta liðið til að fara * alla leið og verða bikar- meistarar eftir að hafa bara mætt úrvalsdeildarliðum, geta í ár orðið fyrsta liðið til að verða bikarmeistari eftir að hafa leikið alla fimm leiki sína á útivelli. Hér er miðað við núverandi fyrirkomulag bikarkepp- ninnar sem hefur verið í gildi síðan 1998, það er úrvalsdeildarliðin koma inn í 32 liða úrslit og það þarf að vinna fimm leiki til að hampa bikarnum. KR fór sömu leið árið 2000 en tapaði þá úrslitaleiknum gegn Grindavík. ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.