Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Fréttir EW
Rekinn vegna
samskipta-
þreytu
„Það er nú svoleiðis í
þessum heimi að breyting-
arnar gerast hraðar og það
slitnar oft upp úr samstarfi
manna og það geta verið
margar ástæður fyrir því,“
segir Friðrik F. Halidórsson,
framkvæmdastjóri
viðskiptabanka-
sviðs KB-banka, v * W
um uppsögnina á V" ■
Kristjáni B.
Snorrasyni, fyrr-
um útibússtjóra
í Borgarnesi.
Kristján hafði
lýst andstöðu
sinni gegn
því að
Kaupþing-
Búnaðar-
banki skylc
taka upp KB merkið, en
Kaupfélag Borgfirðinga
taldi sig eiga réttinn á KB
heitinu.
„Þetta kemur merkinu
ekkert við,“ segir Friðrik.
„Að sjálfsögðu liggja fagleg-
ar forsendur að baki upp-
sögninni, að okkar mati."
Kristján B. segir í sam-
talivið DV að hann hafi
engar faglegar ástæður
fengið upp gefnar fyrir
uppsögn sinni. „Mér var
sagt að það hefði verið
samskiptaþreyta. Ég veit
ekki hvort það var hjá þeim
eða mér. Ef maður er
þreyttur á einhverjum þá
getur maður eflaust rekið
hann faglega," segir Krist-
ján B.
Að sögn Kristjáns B.
voru útlánatöp í meðallagi í
hans útibúi.
Er rétt að
sekta sóðana?
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi.
„Já, til að draga úr óþrifnaði í
borginni er slíkt nauðsynlegt.
Slíkt tíðkast víðar erlendis, til
dæmis í Þýskalandi og Banda-
ríkjunum og hefur gefist vel.
Heimildir til þessa hafa verið
til staðar í lögreglusamþykkt,
en nú er verið að skerpa á
ákvæðum þessa efnis og ég
hvet til þess að við framfylgj-
um þeim betur en verið hefur."
Sigurlaug Didda Jónsdóttir,
skáldkona.
„Ég óska mönnum alls hins
besta við að fylgja þessari
samþykkt eftir, sem er alveg
tilgangslaus ofstjórn. Það er
ekki svo mikið rusl hér i
Reykjavík að svona samþykkt
þurfi. Væri ekki nær að gera
eitthvað skemmtilegt hér í
borginn sem væri til að kæta
mannlífið, einsog til dæmis að
setja upp dýragarð í Hljóm-
skálagarðinum."
Leonid Kuchma, forseti Úkraínu, þolir ekki gagnrýni og þykir um margt minna á
Slobodan Milosevic. íslenski forsætisráðherrann sækir hann heim í lok mánaðarins.
Davíö og kaldrifjaði
einræðisherrann
Yfírvöld eru gjörspillt og lýð-
ræðið ílandinu er fótum troð-
iðafturog aftur
í lok þessa mánaðar mun Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, fara í opinbera ferð til Úkraínu.
Forsætisráðuneytið geíúr engar upplýsingar um
ferðina þar sem skipulagningu ferðarinnar er ekki
lokið en vandséð er hvaða erindi forsætisráðherr-
ann getur átt til Úkraínu. Að líkindum mun hann
hitta háttsetta ráðamenn landsins, þar á meðal
forsetann sjálfan, hinn alræmda Leonid Kuchma.
Hver er Leonid Kuchma
í september árið 2000 fannst einn fremsti
blaðamaður í Úkraínu afhausaður úti í skurði.
Hljóðupptökur lífvarða forsetans sjálfs, sem
blaðamenn komust af tilviljun yfir, gáfu til kynna
að forsetinn hefði sjálfur beðið öryggisþjónustu
sína um að koma viðkomandi blaðamanni fyrir
kattarnef. Ekkert sannaðist en málið var fljótt
þaggað niður.
Tuttugu fréttamenn til viðbótar hafa annað-
hvort verið drepnir eða hafa horfið sporlaust síð-
an Úkraína lýsti yfir sjálfstæði 1991. Lögregla í
landinu hefur ekki upplýst neitt þeirra.
Þrátt fyrir að þetta sé ekki lýsandi dæmi um
hvernig Kuchma afgreiðir óþægileg mál hefur
hann ítrekað sýnt að gagnrýni á hann eða hans
störf er ekki vel liðin. Tæplega 70 % allra blaða-
manna í landinu hafa orðið fyrir ritskoðun af ein-
hverju tagi síðan Kuchma tók við embætti forseta
landsins.
Flest vestræn ríki hafa dregið úr samskiptum
við Úkraínu undanfarin ár og hafa meira að segja
Rússar gert lítið úr sambandi nágrannaríkjanna
tveggja. Þvívekur það furðu margra að forsætisráð-
herra vor skuli sýna stjórnvöldum í Úkraínu þann
virðingarvott að sækja landið opinberlega heim.
Blaðamanns minnst: Einn harðasti andstæðingur forsetans, blaðamaðurinn Georgiy Gongadze, fannst afhausaður úti í
skurði fyrir fjórum árum.
Kuchma og Davíð Odds
son eru báðir hrifnir af fé-
lagsskap við Silvio
Berlusconi.
Óvinsæll heimafyrir
„Yfirvöld eru gjörspillfoglýðræðið í landinu er
fótum troðið aftur og aftur,“ sagði Viktor
Yuschenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkra-
ínu, en hann er ötull andstæðingur Kuchma og
hefur margoft skipulagt fjöldamótmæli á gQtum
Kiev. Hann nýtur stuðnings og dæmi eru um að
50 þúsund manns hafi tekið þátt í mót-
mælagöngum á götum Kiev
þar sem einræðistilburðum
Leonid Kuchma var mót-
mælt og afsagnar hans
krafist. Nýleg könnun á
vinsældum Kuchma
sýnir líka að aðeins 7.6
% landsmanna treysta
því sem hann segir.
Dómstólar í Úkraínu
úrskurðuðu nýlega að
Kuchma er heimilt að bjóða
sig fram til forseta í þriðja
skiptið en samkvæmt
stjórnarskrá landsins er
engum heimilt að sitja
lengur en tvö kjörtímabil. Kosningar fara fram í
landinu á þessu ári en engar líkur eru taldar á að
Kuchma sitji lengur. Ekki nema hann taki upp á
því að falsa kosningaúrslit sér í hag eins og hann
hefur raunar verið grunaður um í fortíðinni.
albert@dv.is
Kuchma þykir hafa farið offari í herferð
sinni gegn fjölmiðlum i Úkrainu. Þeirsem
harðastir hafa verið i gagnrýni sinni
hafa endað hauslausir úti í skurði.
Átökunum um sparisjóðina virðist lokið í bili.
SPR0N hættir við að gerast hlutafélag
í yfirlýsingu frá stjórn SPRON
kemur fram að ákveðið hefur verið
að falla frá tillögu um breytingu á
rekstarformi sparisjóðsins í hluta-
félag. Ennfremur segir að stjórnar-
frumvarpið, sem samþykkt var á al-
þingi með 43 atkvæðum gegn einu,
hafi kollvarpað áformum stjórnar
SPRON um að tryggja hagsmuni
sparisjóðsins til framtíðar.
Guðmundur Hauksson, sagði í
fréttum RÚV í gær, að þessi niður-
staða væri talsverð vonbrigði. Aðrir
stjórnarmenn SPRON hafa tekið í
sama streng. Mest hefur þó borið á
Pétri Blöndal en hann hefur haldið
uppi harðri gagnrýni á stjórnar-
frumvarpið á Alþingi. Pétur segir
það óforsvaranlegt að ríkið skuli
grípa inn í atburði á hinum frjálsa
markaði með lagasetningu og borið
við að réttarríkið sé í hættu. í yfir-
lýsingunni frá stjórn SPRON er
þessi gagnrýni endurtekin og sagt
að það sé „óneitanlega sérstakt að
sett séu lög til að hindra að farið
verði eftir gildandi lögum.“
Páll Hreinsson, prófessor í lög-
fræði flutti í gær erindi á málþingi í
tilefni aldar afmælis þingræðis á ís-
landi þar sem meðal annars var
fjallað um samskipti þings og fram-
kvæmdavalds og ýmis álitamál í því
samhengi. Hann tekur undir gagn-
rýni Péturs Blöndals og stjórnar
SPRON. „Það hlýtur að vera megin-
hlutverk Alþingis að setja almenn-
ar, stöðugar og fyrirsjáanlegar regl-
ur,“ segir
Páll
„Stjórnar-
skráin
kemur
hins vegar
ekki í veg
fyrir að Al-
þingi
breyti lög- pétur Blöndal Varð
um í til- undir á Alþingi og i
efni af kjölfarið hætti SPRON við
einhverju að hiutaféiagavæðast.
sem kem-
ur upp í samfélaginu," segir Páll en
bætir við að ef eignaskerðing hlýst
af slíkri breytingu sé möguleiki á
bótaskyldu fýrir hendi.
Pétur Blöndal greiddi atkvæði á
móti
stjórnar-
frumvarp-
inu en at-
hygli vakti
að auk
Péturs
sátu tveir
þingmenn
Sjálfstæð-
isflokks-
ins, Sig-
urður Kári
Kristjáns-
son og Guðlaugr Þór Þórðarson,
hjá. „Ef gerðir eru samningar á
grundvelli laga sem fyrir eru er það
annarra að skera úr um það hvort
þeir samningar bjóti í bága við lög,“
Sigurður Kári Krist-
jánsson Réttarrikiþýðir
að allir séu jafnir fyrir lög-
um