Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 -i Fréttir DV skildi, og eftir níunda bekk flutti Kalli í Breiðholtið til móður sinnar. „Það má segja að ég hafi farið úr lopapeysunni í leðrið, og það var stórt stökk. Þar komst ég fljótlega að því að það var erfitt að verða einn af hópnum. Ég kom utan af landi og vissi ekkert um hvað málið snerist þarna. Ég sá að þeir sem voru fyrir- ferðamiklir og svolítið óstýrilátir plumuðu sig betur félagslega. Ég hallaðist þá að því að leggja geisla- baugnum og setja upp hanakamb- inn. Ég bjó til sterkan front, svolftið grimma grímu, og þar með varð allt auðveldara. Þá þurfti ég ekki eins mikið að horfast í augu við hlutina." Sextán ára í meðferð Kalli leitaði í félagsskap nokkuð eldri stráka, og fljótlega fór það sem upphaflega var saklaust að færast yfir á verri veginn. „Ég sogaðist inn í þetta munstur með hópnum, því með honum fékk maður viðurkenningu gagnvart öðr- um hópum og annað. Þannig að án þess að hugsa mikið út í það var maður allt í einu kominn inn í frekar neikvætt munstur án þess að ég hafi áttað mig á því á þeim tíma. Ég var kominn út í neyslu, og sextán, sautján ára fór ég á Tinda, meðferð- arheimiji fyrir unglinga. Þar kynntist ég sjálfum mér betur. Ég hélt félags- skapnum við strákana sem voru með mér í meðferðinni og við stofn- uðum síðan hljómsveit sem hét Viri- dian Green. Við spiluðum út um allt og þetta var mjög skemmtilegur tími. Á þessum tímapunkti var ég þó ekki búinn að fatta að ég gæti alveg sungið. Ég spilaði á orgel og söng bakraddir í hljómsveitinni." Áttavilltur unglingur í Reykjavík Þegar Kalli var átján ára flutti móðir hans til Vopnafjarðar, en hann varð eftir í Reykjavík og þurfti einfaldlega að spjara sig. „Það fór að halla undan fæti hjá mér og ég varð svolítið utanveltu gagnvart ölfu og öllum. Þá fór ég að sækja aftur í gamla munstrið og sótti í félagsskap þar sem mér fannst ég fá viðurkenningu. Það var tómt vesen á þessum tíma og ég var mjög leitandi, bæði að sjálfum mér og einhvers konar hamingju. En ég fann aldrei það sem ég var að leita að í gegnum þetta allt saman." Kalli fluttu til mömmu sinnar á Vopnafjörð, þar sem hann kynntist sjómennsk- unni. „Ég var mjög áttaviltur, bæði varðandi sjálfan mig, tónlistina og annað, og sá eftir því að hafa ekki farið í skóla eins og allir aðrir. Yfir mig helltist tómleikatilflnning, og þegar mér leið svona illa var gamla munstrið eina lausnin sem ég þekkti." í fangelsi Þar kom að Kalli Bjarni var kom- inn út á ystu nöf varðandi sjálfan sig. Lögreglan hafði afskipti af hon- um út af hinu og þessu; fyll- irísrugli, slagsmálum og vörslu fíkniefna. „Mamma hafði miklar áhyggjur af mér, og það var hún sem kom því til leiðar að þessi mál voru öli tek- in að var erfítt að finna tíma til að setjast nið- ur með Kalla Bjarna á föstudegi, því sannast ' sagna er líf hans algjört brjálæði um þessar mundir. Hann er ekki bara að vinna tónlist í stúdíói og syngja á tónleik- um, heldur fylgja allrahanda viðtöl í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Þrátt fyrir tímaskortinn er hann tilbúinn að setjast niður og leyfa lesendum DV að kynnast sér nánar. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að vera tilbúinn að leyfa fólki að kynnast mér, ef ég ætlaði að standa undir þessu öllu saman. Ég gæti ekk- ert snúið mér á hina hliðina og bara farið að leggja mig. Idol-keppnin fékk gríðarlegt áhorf og nánast hver einasti íslend- ingur hefur skoðun á henni og öllu sem henni fylgdi. Þess vegna er það í rauninni eðlileg framvinda að fjöl- miðlar og fólk vilji kynnast manni á annan hátt líka. Það er bara mjög já- kvætt." Erfið fortíð Kalli er ennþá í jakkafötunum frá því daginn áður, þegar hann söng U2 lög með Die Herren á NASA. „Ég varð veðurtepptur í bænum. Við fórum bara á hótel í gær, ég og konan, og höfð- um það nota- legt fyrst þetta fór svona." Hann segir að konan sín, Aðal- heiður Hulda Jónsdóttir, sýni þessu nýja líferni hans gríðarlegan skiln- ing. „Það segir sig sjálft að þetta er álag fyrir hana, hún sér þessa dag- ana um allt sem við kemur heimil- inu. Hún er mjög skilningsrík á þetta. Við setjumst mikið niður og ræðum öll okkar mál hreinskilnis- lega, svo það hafa aldrei komið upp neinir árekstrar okkar á milli varð- andi þetta allt saman." Og það er það sem Kalli Bjarni er, hreinskilinn og einlægur, þegar hann segir söguna af erfiðri fortíð sinni, fortíð sem hann sagði skilið við á einni nóttu í Kópavogsfangels- inu. Úr lopapeysunni í leðrið Kalli Bjarni ólst upp hjá ömmu sinni á Grundarfirði. „Það voru félagslegar aðstæður hjá mömmu sem gerðu það að verk- um að ég ólst ekki upp hjá henni. Mamma sá að það var miklu betra fyrir mig að vera hjá ömmu. Þar ólst ég upp í mjög vernduðu umhverfi og leið yndislega. Það var amma sem ýtti mér út í tónlist, ég var alltaf í tónlistarskóla og lærði á ýmis hljóð- færi.“ Svo kom að þeim tímapunkti þar sem leiðir I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.