Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 30
Fókus DV
* , • !ír,
30 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
*
Ótti manna viö gereyðingarvopn er mik-
ill á okkar tímum. En beiting slíkra
vopna er þó engin nýlunda og jafnt í
sögu ísraelsmanna sem Grikkja hinna
fornu er greint frá beitingu efnavopna
og sýklavopna.
Þótt nú sé komið í ljós að stað-
hæfingar um gereyðingarvopn
Saddams Husseins hafi verið stór-
lega ýktar - ef ekki beinlínis upp-
lognar - þá má heita skiljanlegt að
ýmsir skuli nafa blekkst til að telja
nauðsynlegt að hann yrði kveðinn í
kútinn vegna þeirra. Með orðinu
gereyðingarvopn er átt við „óhefð-
bundin" vopn sem ætlað er að drepa
sem flesta, nánast af handahófi, og
undir það flokkast kjarnorkuvopn,
eiturgas og sýklavopn. Þótt slíkum
vopnum hafi sem betur fer fremur
sjaldan verið beitt að einhverju
marki, þá er reynslan af þeim nú
þegar ægileg og eðlilegt að menn
vilji flest til vinna að þau komist ekki
í umferð. Hundruð þúsunda fórust í
einu vetfangi í kjarnorkuárásum
Bandaríkjamanna á Hírósíma og
Nagasakí og eiturgas hefur orðið
fjölmörgum að bana, allt frá því í
skotgröfum fyrri heimsstyrjaldar til
neðanjarðarbrautarstöðva í Tókíó
og þorpa í Kúrdistan.
Það er helst að menn álíti að
mannkyninu hafi hingað til verið
hlíft að mestu við sýklahernaði, þótt
ótti við hann hafi blossað upp reglu-
lega undanfarna áratugi. En raunin
er reyndar önnur. Sýklahernaði hef-
ur verið beitt í margar aldir og oft
með skelfilegum árangri.
Plágur og pestir alls konar hafa
frá upphafi vega verið grimmasti
óvinur mannkynsins. Þótt menn
hafi alla sína sögu verið duglegir við
að murka lífið hver úr öðrum með
vopnum kemst allt það mannfall
samt ekki í hálfkvisti við þá náhauga
sem hlaðist hafa upp þegar pestirn-
ar fara á kreik. Og menn gerðu sér
snemma grein fyrir því að plágur
væru árangursríkara vopn en jafnvel
hinar máttugustu herdeildir.
Guð beitir efna- og sýkla-
vopnum
Það var reyndar guð sjálfur sem
benti mönnunum á þetta, eins og
fleira gott. í Mósebókum Biblí-
unnar segir meðal annars frá því
þegar guð beitti sýklavopnum
gegn Egiftum eftir að konungur-
inn þar í landi hafði neitað ísraels-
mönnum um fararleyfi. Plágurnar
tíu, sem guð lét þá ganga yfir Eg-
ifta, eru eins og kennslubók í
sýklahernaði: bústofn Egifta féll
og sfðar frumburðurinn í hverri
fjölskyldu. Guð hafði hins vegar,
að því er virðist, séð ísraelsmönn-
um fyrir mótefni, því þeir reynd-
ust ónæmir fyrir drepsóttinni. Og
guð beitti reyndar ekki aðeins
sýklavopnum í þetta sinn, heldur
einnig efnavopnum - drykkjar-
vatn var mengað eiturefnum, út-
brot og kýii breiddust út meðal eg-
ifsku þjóðarinnar, og fleira í þeim
dúr. Eftir þessa vel heppnuðu
beitingu gereyðingarvopna virðist
guð hafa komist á bragðið, því síð-
ar í Biblíunni úir og grúir af plág-
um og mannfelli alls konar, sem
hann beitti ýmist gegn óvinum
ísraelsmanna eða þeim sjálfum
þegar svo bar undir.
Grikkir og óvinir þeirra beittu
líka gereyðingarvopnum og má
nefna sem dæmi að smábærinn
Plataea skammt frá Aþenu, kom
þar tvívegis við sögu á fimmtu öld
fyrir Krist. í Persastríðinu árið 479
áttust þar við Grikkir. og Persar og
þá eitruðu Persar vatnsból Grikkj-
anna. Hálfri öld síðar sátu Spart-
verjar um borgina, þegar borgara-
stríð geisaði í Grikklandi, og þá
freistuðu þeir þess að yfirbuga íbú-
ana með þvf að kveikja mikla elda
við borgarmúrana og menga reyk-
inn sem lagði yfir verjendurna með
brennisteini. Seinna urðu Grikkir
fyrstir til að þróa einhvers konar
napalm-sprengjur þegar þeir út-
bjuggu hinn dularfulla „gríska eld“
sem þeir létu svo vaða yfir fjendur
sína.
„Hvenær hafa menn
séð eða heyrt um aðr-
ar eins hörmungar?"
spurði ítalska skáldið
Petrarca. „í hvaða
bókum má lesa um
annan eins fjölda af
yfirgefnum húsum,
tæmdum borgum,
óplægðum ökrum,
túnum fullum aflík-
um eða um þá sorg-
legu einsemd sem
lagðist yfir veröld-
ina?"
Eftirþessa vel heppnuðu beitingu gereyðingarvopna virðist guð hafa komist á bragðið, því síðar í Biblíunni
úir og grúir afplágum og mannfelli alls konar sem hann beitti ýmist gegn óvinum ísraelsmanna eða þeim
sjálfum þegar svo bar undir.