Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 32
32 LAGUARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Fíkníefnasalarnir vísuðu hvor á annan þegar þeir voru spurðir um morðið á héraðslækninum Danny Dyke. Var læknirinn kyrktur með rafmagnssnúru eða barinn til dauða með hamri? Lögreglunni í Swan- sea var mikill vandi á höndum. Aukabúgrein Iseknisins kostaði hann lífið Héraðslæknirinn Danny Dyke hefði getað átt glæstan feril sem læknir. Það veit ekki á gott þegar héraðslæknir hefur amfetamínsölu sem aukabúgrein. Foreldrar hafa oft þann hátt á að geyma hluti sem börn þeirra hafa átt; svo sem fyrsta skóinn eða fyrstu teikningarnar. Móðir Danny Dyke var engin undantekning. Þegar son- ur hennar fór barn að aldri í skurð- aðgerð þá fékk hún að eiga brjósk sem fjarlægt var úr líkama hans. Hún setti brjóskið í krukku og kom fyrir uppi á hillu. Það var víst eins gott - því mörgum árum síðar átti brjóskið eftir að koma sér betur en nokkurn hefði getað grunað. Sérstæð sakamál Veikindi Danny urðu til þess að hann fékk snemma áhuga á lækn- ingum. Hann hóf læknanám að loknu stúdentsprófi og opnaði f framhaldinu læknastofu í heimabæ sínum, Eastbourne í Sussex. Skólafélagi Dannys, Simon Webborn, hafði opnað læknastofu í Swansea og gekk rekstur hennar mun betur. Hann vildi færa út kví- arnar og bauð Danny að gerast með- eigandi. Danny tók þessu góða boði og flutti sig um set. Samstarfið gekk vel í fyrstu og Danny hóf að leika ruðning með félagi bæjarins. Með tímanum þótti Simon hins vegar sem Danny væri að svíkjast um í starfi og það var erfitt að treysta á hann. Aftur og aftur bárust kvartanir frá sjúklingum um að Danny hefði ekki verið í fyrirframákveðnum við- talstíma. Simon fór að gruna að Danny væri með hugann við eitt- hvað annað en læknisstarfið. Það var laukrétt hjá Simon. Danny hafði um skeið stundað eit- urlyfjasölu f héraðinu. Hann flutti kókaín, amfetamín og kannabis reglulega frá London og lét sölu- mönnum í té. Stórtækastir í smásöl- unni voru tveir kumpánar; Jackie Welsby, 38 ára smiður og John Wil- son, 39 ára dyravörður. Danny sá þeim fyrir nægum birgðum af eitur- lyfjum og upphæðirnar skiptu hundruð þúsunda punda. Vildu ekki borga skuld Simon var farinn að verða veru- John Wilson Hann stundaði eiturlyfjasölu fyrir Danny Dyke. Þegar harðnaði á dalnum fannst honum þjóðráð að myrða Danny fremur en greiða honum skuld. Með tímanum þótti Simon hins vegarsem Danny væri að svíkj- ast um í starfi og það var erfitt að treysta á hann. lega áhyggjufullur enda fjölgaði kvörtunum stöðugt. Annars vegar tók ruðningurinn sinn tíma hjá Danny og svo urðu eiturlyfjavið- skiptin æ umsvifameiri. Síðdegis þann 11. apríl 1994 fór Danny í venjubundna heimsókn til þeirra Welsby og Wilsons. Tilgangur ferðarinnar var að innheimta fé fyrir seld eiturlyf en tvímenningarnir fengu efnin oftast út á krít. Þeir höfðu hins vegar verið svo duglegir að dreifa eiturlyfjum um héraðið mánuðina á undan að markaðurinn var orðinn mettur - og verðið hafði lækkað. Hvorugur þeirra átti því pening til að borga Danny. Úrræða- leysi tvímenninganna var algjört. Það eina sem þeim datt í hug var að kála Danny, Stuttu seinna kom Danny til Welsby sem þrátt fyrir blankheit tókst að láta honum í té 16 þúsund pund. Síðan hélt Danny för sinni áfram og næsti áfangastaður var heimili Wilsons. Welsby hafði í millitíðinni hringt í Wilson og sagt honum að iæknirinn væri á leiðinni. Tvímenningarnir áttu eftir að deila um það sem gerðist næst. Welsby sagðist hafa gengið inn í eldhúsið hjá Wilson og séð hvar hann var að kyrkja Danny með rafmagnssnúru. Wilson sagðist aftur á móti hafa komið ofan af annarri hæð til þess eins að sjá Welsby berja Danny með hamri. Danny Dyke var látinn. Welsby tók lfkið og ók með það að fáförnum stað í nokkurri fjarlægð. Hann hafði áður tekið 16 þúsund pundin úr vasa Dannys. Wilson hóf að fjar- lægja sönnunargögn og gekk býsna langt í þeim efnum. Hann vissi að geta lögreglunnar til að finna blóð- bletti og gera DNA-rannsóknir fór vaxandi. Hann tók því enga sénsa heldur fjarlægði eldhúsinnrétting- una í heilu lagi. Hann hætti ekki við svo búið heldur reif burt gluggalista og braut svo upp steinsteypt eldhús- gólfið. Allt var endurnýjað og nokkrum dögum síðar var Wilson kominn með spánnýtt eldhús. Welsby var óheyrilega stressaður eftir morðið og logandi hræddur um að líkið fyndist. Hann ákvað að grafa það upp og brenna til ösku. Síðan lagði hann líkamsleifarnar í djúpa gröf og steypti yfir. Ákærðir fyrir morð Hvarf Dannys vakti að sjálfsögðu athygli og björgunarsveitir leituðu hans. Lögregíuna fór fljótt að gruna að hann væri látinn. Rannsóknin leiddi síðan til þess að böndin fóru að beinast að Wilson. Lögréglan hafði hins vegar engar sannanir fyrir að Wilson væri valdur að dauða læknisins. Welsby fór hins vegar á taugum. Hann átti yfir höfði sér dóm vegna ffkniefnamisferlis og gerði samning við lögregluna um að sýna þeim lík Dannys gegn því að sleppa við fangelsisdóm. „Hann sagði að við myndum aldrei finna líkið hjálparlaust," sagði yfirlögregluþjónninn í Swansea. Welsby leiddi lögreglumennina að steinsteyptri gröfinni og hófu tækni- deildarmenn þegar að brjóta upp þykka steinstéttina. Aðeins eitt bein fannst, annað hafði brunnið til ösku. Lögreglan vildi ólm sanna að um lík- amsleifar Dannys væri að ræða en til þess þurfti DNA-samanburð. Rann- sóknin virtist í hnút...þar til móðir Dannys mundi skyndilega eftir brjóskinu. Samanburður var gerður með hraði og staðfest að urn Danny Dyke var að ræða. Wilson og Welsby voru báðir ákærðir fyrir morðið á Danny Dyke. Þeir kenndu hvor öðrum unt ntorðið en kviðdómur leit svo á að báðir menn væru sekir. Þeir hlutu lífstíð- ardóm og voru fluttir í öryggisfang- elsi. Á leiðinni þangað réðist Welsby á Wilson og voru það þeirra síðustu samskipti. Wilson greindist með krabbamein skömmu eftir að hann hóf afplánun og lést ekki löngu síð- ar. Gröfin Lögreglumenn rannsaka gröfina þar sem likamsleifar Danny Dyke fundust. Aðeins eitt bein reyndist heillegt -annað hafði brunnið til ösku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.