Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Sport 3>V
Wales áfrýjar
úrskurðinum
Welska knattspyrnu-
sambandið hefur ákveðið
að áfrýja úrskurði Knatt-
spyrnusambands Evrópu
um að úrslit leiksins gegn
Rússum skuli standa þrátt
fyrir að einn leikmanna
Rússa, Yegor Titov, hafi
fallið á lyfjaprófi eftir fyrri
leik liðanna í umspili um
sæti á EM í sumar. Fyrri
leikurinn endaði með
markalausu jafntefli en
Rússar unnu seinni leikinn,
1-0, í Wales. Wales-verjar
■'A'oru sársvekktir yfir
ákvörðun Knattspyrnusam-
bands Evrópu og ætla að
flytja mál sitt fyrir framan
nefnd á vegum sambands-
ins. MarkHughes,
iandsliðsþjálfari Wales,
mun gegna lykilhlutverki í
málflutningnum en hann
segir að Knattspyrnusam-
band Evrópu hafi haft
gullið tækifæri til að sýna
mátt sinn og megin gagn-
vart ólöglegri lyfjanotkun -
en ekki nýtt það.
Hartvig áfram
meðKfl
-í* Danski varnarmaðurinn
Ronni Hartvig mun spila
með KA-mönnum í Lands-
bankadeildinni á komandi
tímabili en hann stóð
vaktina vel í vörn KA-
manna á síðasta tímabili.
Hartvig lék þrettán leiki
með KA og var lykilmaður í
liðinu. Þetta eru góðar
fréttir fyrir KA-menn sem
ætla sér stóra hluti næsta
sumar.
Lucio hafnaði
Chelsea
Brasilíski varnarmaður-
inn Lucio, sem leikur með
Bayer Leverkusen, segist
hafa fengið tilboð frá Chel-
sea í fyrrasumar en hafnað
því. Lucio segist hins vegar
hafa mikinn áhuga á þvf að
ganga til liðs við Chelsea og
útilokar ekki að eitthvað
gæti gerst næsta sumar.
„Það væri ekki vandamál
fyrir mig að spila í Englandi
>og ég hefði gott af því að
breyta til.“
58. ársþing KSÍ fer fram á Selfossi í dag. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu en
Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, bjóst ekki við átakamiklu þingi. Engar
breytingar verða á stjórn sambandsins né formanni.
Knattspyrnusamband íslands heldur í dag 58. ársþing sitt á Hótel
Selfossi. Sambandið hefur verið í góðum gír undanfarin ár og ekki er búist
við því að mikil átök verði á þinginu. Sama stjórn mun væntanlega sitja
áfram, enda engin mótframboð borist, og Eggert Magnússon stýra
skútunni áfram næstu tvö árin, líkt og hann hefur gert með myndarbrag
undanfarin fjórtán ár.
Tíu tillögur verða lagðar fyrir
þingið en þar ber hæst tillögu frá
ÍBV um að breyta fyrirkomulagi á
undanúrslitaleikjum í bikarnum,
sem hafa verið spilaðir tvo virka
daga í röð á Laugardalsvelli
undanfarin tvö ár. Einnig er uppi
tillaga um að breyta keppni 1. flokks
og taka upp keppni 23 ára liða í
deildarkeppninni. Sú tillaga sem
hefur þó vakið mesta athygli er
tillaga Knattspyrnurráðs Reykja-
víkur um að skoða möguleikann á
að fjölga liðum í efstu deild og 1.
deild frá og með tímabilinu 2005.
Flestir þeir sem hafa tjáð sig um
þetta mál eru sammála um að það sé
nauðsynlegt að íjölga liðum í
deildinni en menn eru ekki á eitt
sáttir um framkvæmd þess og
hvenær það sé tímabært.
DV Sport ræddi við Halldór B.
Jónsson, varaformann KSI, í gær um
þingið og tillögur sem lagðar verða
fyrir það. Halldór B. mun sitja áfram
í stjórn líkt og hinir ellefu sem
mynda núverandi stjórn þar sem
engin mótframboð hafa borist.
Eggert Magnússon, formaður KSI
síðustu fjórtán árin, er einn í kjöri til
formanns og mun því ráða ríkjum
hjá sambandinu næstu tvö árin.
Hreyfingin vel skipulögð
„Það er fullt af athyglisverðum
tillögum sem verða lagðar fyrir
þingið en ég á ekki von á því að þetta
verði átakaþing. Knattspyrnu-
hreyfmgin er orðin það vel skipu-
lögð að það er lítið um upphlaup
núorðið. Tillögurnar eru yfirleitt
bomar fram af einhverju viti og
yfirlegu og sjaldséð að menn reyni
að þrýsta einhverju í gegn af offorsi á
síðustu stundu," sagði Halldór.
Kostir og gallar á fjölgun
Hann sagði jafnframt að það
væri mat stjórnar KSÍ að ekki
væri hægt að fjölga liðum
efstu deild og 1. deild strax á
næsta tímabili.
„Það hefur komið fram
tillaga frá Knattspyrnuráði
Reykjavíkur, sem lýtur að
því hvort stjórn KSÍ sjái
möguleika á að fjölga
liðum í tveimur efstu
deildunum strax á næsta
ári. Þessi tillaga var lögð
fyrir þingið fyrir nokkrum árum og
þá vom menn sammála um að
skoða málið árið 2006. Það em mörg
rök með og á móti og það þarf að
skoða þetta mál frá öllum hliðum.
Ég sé bæði kosta og galla á þessu
máli en við munum ræða við
forráðamenn félaganna og skoða
þetta mál betur þegar líða tekur á
sumarið. Þetta er stórt fjárhagslegt
atriði fyrir félögin því ef liðunum
fjölgar, verður minna til skiptanna
fýrir félögin í efstu deild. Menn
mega heldur ekki gleyma því að þótt
liðum fjölgi aðeins um tvö fjölgar
leikjum úr 90 í 132. Það er
heilmikið og ekki auðvelt
að koma þeim öllum
fyrir á þeim tfma sem
við getum spilað,"
sagði Halldór.
Undanúrslit
aftur fyrir
mót
Vest-
mannaeyingar
hafa lagt fram
breytingar-
tillögu um
framkvæmd
undanúrslita-
leikjanna í bik-
arnum. Þeir hafa
undanfarin tvö ár
verið spilaðir á
hlutlausum velli,
Laugardalsvelli, í
miðri viku en Vest-
mannaeyingar vilja
flytja leikina á helgi og
spila þá á
heimavelli annars liðsins.
„Liðin utan af landi hafa verið
ósátt við fyrirkomulag síðustu
tveggja ára og því kemur ÍBV með
þessa tillögu. Þetta verður tekið fyrir
á þinginu á morgun en það má ekki
gleyma því að félögin sjálf knúðu
hitt í gegn fyrir tveimur árum. Að
auki verður sú breyting á nú að í
drögum að mótaniðurröðun er gert
ráð fyrir því að undanúrslitaléikirnir
verði spilaðir helgina eftir að Lands-
bankadeildinni lýkur og úrslita-
leikurinn síðan viku seinna."
23 ára liðið í deild
Enn fremur liggur sú tillaga fyrir
þinginu að keppni í 1. flokki verði
hætt og í staðinn verði tekin upp
deildarskipt keppni 23
ára liða.
„TiUögurnar eru yfir-
leitt bornar fram af
einhverju viti og yfír-
legu og sjaldséð að
menn reyni að þrýsta
einhverju í gegn af
offorsi á síðustu
stundu
„Keppni í 1. flokki hefur látið á sjá
á undanförnum árum og því var
ákveðið að koma á stofn deildum
þar sem leikmenn 23 ára og yngri,
ásamt Qórum eldri leikmönnum, fái
tækifæri til að spila af alvöru.
Sigurvegarinn verður krýndur
íslandmeistari og ef af þessu verður
mun þetta fyrirkomulag taka gildi
strax,“ sagði Halldór B. Jónsson,
varaformaður KSÍ, f samtali við DV
Sport í gær.
oskar@dv.is
Átakalaust þing Halldór
B. Jónsson, varaformaður
KSf, býst við átakalitlu
ársþingihjá KSfsem fram
fer á Setfossi í dag.
DV-mynd Róbert
Bretinn Lennox Lewis hættur aö berjast
Hanskar á hilluna
Breski hnefaleikakappinn Lenn-
ox Lewis, sem er orðinn 38 ára,
ákvað í gær að leggja boxhanskana á
hilluna og hætta að berjast. Lewis
hefur ekki barist síðan hann vann
Úkraínumanninn Vitali Klitschko á
tæknilegu rothöggi í júní í fyrra og
verður fyrsti hnefaleikakappinn sem
hættir sem heimsmeistari síðan
Rocky Marciano hætti á toppnum
árið 1956.
„Þetta er sérstakur dagur í lífi
mínu. Ég tilkynni hér með að
bardaginn sem fór fram 21. júni
2003 var minn síðasti bardagi sem
atvinnumaður," sagði Lewis þegar
hann tilkynnti áform sín.
Lewis hefur tekið því rólega
undanfarin ár og aðeins barist
tvívegis á síðustu 26 mánuðum.
Hann lúbarði villidýrið Mike Tyson
árið 2002 og síðan Klitschko, eins og
áður hefur komið fram, í fyrra. Lewis
vann 41 af 44 bardögum sínum á
ferlinum og segist vera stoltur af því
sem hann hefur afrekað.
„Það er erfitt að verða
heimsmeistari en enn erfiðara að
halda titlinum. Ég er stoltur yfir að
þvf að hafa verið í fararbroddi í
hnefaleikum undanfarinn áratug en
það er kominn tími til að einhverjir
aðrir taki við. Ég mun að sjálfsgöðu
sakna hnefaleikanna því að þeir
hafa verið stór hluti af mínu lífi en
nú verð ég að fara að venja mig við
að það er líf eftir þá,“ sagði Lewis að
lokum.
Lewis hættur Breski hnefaleikakappinn Lennox Lewis, sem hefur veriö besti boxari heims i
þungavigt undanfarin ár, hefur ákveðið að ieggja hanskana á hilluna. Reuters