Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 45 Hans Frode Hansen er 28 ára og Frode Benjaminsen er 26 ára. Þeir eru Færeyingar sem eru nýlega komnir til landsins og hafa skrifaö undir samning við Safamýrar- liðiö Fram sem hefur átt undir högg að sækja í fótboltanum. Færeyingunum líst vel á land og þjóð og hlakka til að spila í sumar en þora ekkert að tjá sig um ís- lensku stelpurnar. Mega ekki horfa á íslensku stelpurnar Hans Frode Hansen og Frode Benjaminsen eru nýkomnir til landsins og ætla að hjálpa Frömurum að komast upp í efstu deild. Þeir hafa verið hér í rúma viku og líkar vel. „Þetta er búið að vera mjög ffnt hjá okkur þessa viku sem við höfum verið héma,“ segir Hans Frode. „Svo fömm við fljótlega að fá íbúðir til afnota og þá getum við komið okkur betur fýrir," segir hann. „Það er samt búið að vera fi'nt á hótelinu en við getum meira farið að aðlaga okkur menningunni hér þegar við emm komnir með eigið heimili," segir Frode. Frode vann sem smiður í Færeyjum og Hans rek- ur sitt eigið fyrirtæki ásamt tveimur öðrum auk þess sem þeir báðir spiluðu fótbolta með félags- liði og landsliðinu. Mikill munur á Noregi og íslandi Það búa um 50.000 manns í Færeyjum en þeir segja að það sé mjög margt sameiginlegt með þessum tveimur löndum, íslandi og Færeyjum. „Menningin er svipuð og fólkið jafn almennilegt á hvomm staðnum," segir Frode. „Ég var til dæmis að spila í Noregi," segir Hans „og mér finnst mik- ill munur á Noregi og íslandi. Menningin er allt öðm vísi og maður finnur vart tískuverslun í Nor- egi en hér er mikið um flottar verslanir," segir hann. Þeir em mjög ánægðir með ísland og segja f einu oröi að landið sé „súper." „Það að búa héma mun eflaust ekki verða neitt vandamál, en fjölskyldan á án efa eftir að sakna manns mikið," segir Hans og hlær. Aðspurðir hvort þeir ætli að fara í skóla með fót- boltanum eða hvort þeir ætli að vinna líka segja þeir að það verði bara að koma í ljós en þeir ætli samt að leita fyrir sér hér á landi og sjá hvort eitt- hvað sniðugt sé í boði. Hans segist þó auðvitað þurfa að sinna fyrirtækinu sínu á einhvern hátt þó hann láti hina tvo sjá um aðalvinnuna í Færeyjum. Kerlingarnar í skólann Hans og Frode komu ekki einir til landsins heldur tóku þeir konur sínar með. Laila (25) og Susan (23) stefna á að fara í skóla. „Þær em mjög góðar vinkonur enda við búnir að vera góðir fé- lagar í mörg ár og emm mjög samrýmdir. Susan hefur mikið unnið við fiskiðju í færeyjum en Laila vandamál að orð sem em eins í Færeyjum og á ís- landi þýöa eitthvað allt annað í hvom landinu fyr- ir sig. Við verðum ábyggilega lengi að reyna að átta okkur á því," segir Hans. Dvöl þeirra hér á íslandi leggst vel f þá félaga og þeir skilja fslenskuna ef hún er töluð hægt, en þeir tala prýðisgóða ensku sem er gott hjálpartæld. Það sem truflar þá hvað mest er að flestir íslendingar eiga gælunöfn. „Eins og Ríkharður er kallaður Rikki, Andrés er kallaður Addi og það á eflaust eftir að mgla okkur mikið því maður veit aldrei við hvern fólk á, þegar mismun- andi nöfn em notuð," segir Hans. „Við verðum Uka að læra málið hratt til þess að geta komist inn í leikskipulagið hjá Fram og til að geta skilið hvað samspilarar okkar em að tala um hverju sinni," segir Frode. „Fram mun vonandi komast upp f efstu deild og er það nú í fyrsta skipti í nokkur ár að þeir kaupa leikmenn og vonandi skilar það sér þannig að þeir muni haldast í efstu deildinni," seg- ir Hans. „Svo em Framarar auðvitað heppnir að fá okkur þar sem við munum eflaust hjálpa liðinu heilmikið," segja þeir að lokum og gíottið leynir sér ekki í augum færeysku félaganna. henny&dv.is íslenskan snúin Frode er ístakk búinn til þess aö læra is- lenska málið. En hann og Hans segja að veran á Islandi legg- ist vel I sig. „Ég hef nokkrum sinnum veríð á Ítalíu, í París og í London og þegar íslendingar eru á sveimi tekur fólk strax eftir þeim. Þeir eru alltafflottir í klæðaburði". hefur lengi vel starfað í tískuverslun í þeirra heimalandi. „Þær æda að fara í skóla hér á landi en svo er aldrei að vita hvað þær gera," segir Frode. Þeir segjast mjög ánægðir með það að vera hér saman og með konunum sínum. „Það væri miklu erfiðara að vera einn í nýju landi og þurfa að aðlagast nýju umhverfi upp á eigin spýtur," segir Hans. Iivað hafíð þið séð a' íslartdi? „Við höfum farið í Kringluna, Smáralind og á Laugaveginn að versla. Þegar við komum hingað með landsliðinu um árið þá fómm við í Bláa lón- ið en við höfum ekki farið þangað eftir að við flutt- um hingað," segir Hans en hann segist ánægður með verslanirnar á íslandi og finnst þær vera að sínu skapi. Hvað urn íslensku konurnar sem eru sagðar þær fallegustu íheimi? „Við megum ekki horfa á þær," segir Hans hlæjandi. „Við eigum eftir að lenda í heilmiklum vandræðum ef við segjum eitthvað um þær," seg- ir Frode. En eins og áður hefur komið fram em þeir lofaðir menn og kannski ekki mjög vinsælt að þeir séu að skoða okkar, annars fallegu, kvenþjóð. fslendingar eru eftirtektaverð þjóð Hans segist vera mjög ánægður með tísku- stefnuna á Islandi. „fslendingar virðast vera með þeim fyrstu hvað tískuna varðar," segir hann. „Ég hef nokkrum sinnum verið á Ítalíu, í París og í London og þegar íslendingar eru á sveimi tekur fólk strax eftir þeim. Þeir eru alltaf flottir í klæða- burði og man ég sérstaklega eftir einurn manni sem var í mjög flottum íþróttafötum. Allir horfðu á hann og hann vakti gríðarlegt umtal," segir Hans. Segja þeir báðir að fólk í velflestum löndum viti mikið um fsland og finnist fólkið í landinu mjög smekklegt. „Ég er mjög glaður að vera hér því nú get ég verslað og verslað," segir Hans sem er mikið fyrir að vera smekklegur til fara. Gælunöfnin ruglandi „Við ætlum að læra íslenska málið og erum byrjaðir að reyna," segir Frode. „Það er bara Tískumógúll Hans er mjög ánægður með Island og verslan- irnar hér eru að hans skapi. Stjörnuspá Páll Bragi Kristjónsson bókaútgefandi er sextugur i dag. „Metnaður hefur ein- kennt manninn frá blautu barnsbeini og hann á það til að taka starf sitt fram fyrir aðra ekki síður mikilvæga hluti og því haldið í eigið sjálfstæði með þess- um hætti," segir í stjörnuspá hans. Páll Bragi Kristjónsson Mnsbeúnn (20. jan.-18.febr.) \/\ Þú gerir eflaust miklar kröfur til sjálfs þín en ættir að hlusta betur á eigin tilfinningar og ættir ekki að hika við að sýna þær gagnvart ástvinum og fjöl- skyldu helgina framundan. Ef þú ert ósátt/ur við sjálfan þig er lítill möguleiki á velgengni hjá þér, mundu það. Fiskarnir (19. febr.-20.mrs) Ef gert hefur verið á hlut þinn nýverið ættir þú ekki að einblína á hefnigirni heldur fyrirgefningu kæri fiskur. Þér er ráðlagt að halda þig frá ómerkilegu leynimakki og forðast það að særa fólkið í kringum þig að sama skapi. Stjörnu þinni er einnig ráðlagt að beita viljastyrk og skipulagningu yfir helgina. ■« Hrúturinn (21.man-19.aprílj Þú aettir að ýta undir skopskyn þitt og horfa fram á við með jákvæðu hugarfari eingöngu. Fólk í merki hrútsins býr yftr þeim eiginleika að koma jafnvægi á eigin líðan þar sem tunglið hefur áhrif hérna. T ö NaUtÍð (20. apríl-20. maí) Taktu hrósi á jákvæðan hátt og hlúðu sérstaklega vel að eigin tilfinning- um. Þú býrð yfir orku til að vera afkasta- mikil/l en oft á tíðum skortir þig sjálfsást- ina sem er nauðsynlegur þáttur þegar vel- gengni er annars vegar. Tvíburarnirpi. maí-21.júnl) Ef þú stjórnar daglegum gjörð- um þínum og almennri orku út frá ást, notar þú orku þína að fullu en að sama skapi mun orka þín margfaldast og auð- velda þér tilveru þína til muna. Krabbinn (22^22.1010__________ Ekkert fær hindrað að þú komist þangað sem þú ætlaðir þér kæri krabbi. Þú birtist mér sem sáttasemjari í einhverj- um deilum milli þín og manneskju sem tengist þér jafnvel persónulega. Jl l)Ó(\\b(23.júli-22.ágúst) Styrkur Ijónsins fær þig til að halda áfram að settu marki. Þú ert ein/n af þeim sem mun aldrei missa sjónar af draumum sínum. Ef þú nýtir reynslu þiná sem ávinning og lærir af mistökum þínum þegar tilfinningar þínar eru annars vegar ættir þú að finna tækifæri lífs þíns fyrr en síðar. W) Meyjan (21. ágúst-22. sept.) Fólk í merki meyju er jafnvel ekki fullkomlega viss í sinni sök þegar kemur að sambandi við maka eða ástvin. Þú virðist ekki vita í hvorn fótinn þú eigir að stíga. Leitaðu að þínum sönnu tilfinn- ingum og allt fer vel. Fólk virðist finna fyr- ir vellíðan í návist þinni. Þú virðist standa á vegamótum þessa stundina. \loq\(\(23.sept.-23.okt.) * Talan sex er þín. Ef þér þykir vanta öryggi í tilveru þína um þessar mundir mun ástandið lagast í lok febrúar 2004. Tíl Sporðdrekinn (24.ou.-21.n0v.) Þú ert hikandi oft á tíðum og eru það einungis tafir fyrir framgöngu mála hjá fólki fæddu undir stjörnu sporð- j*' drekans. Gakk hægt um gleðinnar dyr næstu vikur og reyndu fyrir alla muni að vera ekki langrækin(n). / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des) Einn daginn virðist allt [ kringum þig fara í þann farveg sem þú hefur ávallt óskað eftir. Heilsa þín og andleg vellíðan auka sjálfstraust þitt á þessum árstíma. Rétt fyrir eða eftir mánaðarmótin febrú- ar/mars gerast hlutirnir loksins hjá þér. yr Steingeitin (22.des.-19.jan.) Ef þú getur með engu móti deilt tilfinningum þínum með öðrum ætt- ir þú að leita til vinar sem þú getur sann- arlega treyst. Opnaðu hjarta þitt. Þú færð góðar fréttir ef þú passar þig að ýta nei- kvæðum tilfinningum burt í febrúar. spámaður.isT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.