Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV DNA-rannsókn sýknargrun- aða Borist hafa niðurstöður úr DNA-rannsókn i Noregi á lífsýnum úr nælonsokk og vettlingi sem talið er nær ör- uggt að bankaræningjarnir í SPRON útibúinu við Hátún 9 hafi notað. Samkvæmt niðurstöðunni hafa hinir tveir grunuðu í málinu ekki framið ránið. Sem kunnugt er var ránið framið þann 9. janúar s.l. og hinir tveir grunuðu voru handteknir að kvöldi sama dags og sett- ir í gæsluvarðhald til 19. jan- úar. Hörður jóahnnesson yfirlögregluþjónn í Reykja- vík segir að með þessu sé hægt að útiloka þá sem sett- ir voru í gæsluvarðhald sem beina þátttakendur í ráninu. „Við höldum hinsvegar rannsókn málsins áfram af fullum krafti," segir Hörður. Bjarga lífi tví- höfða barns Hópur skurðlækna frá Los Angeles hélt í gær til Dóminíska lýðveldisins í þeirri von að geta hjálpað Rebecu litlu Martinez sem fæddist með tvö höfuð. Stúlkan er sjö vikna gömul og er talið víst að hún sé fyrsta barnið sem lifir svo lengi með tvö höfuð. Skurðlæknarnir segja að aðgerðin - sú fyrsta sinnar tegundar - sé áhættusöm en að sama skapi nauðsyn- leg, eigi Rebeca að halda lífi. Þeir telja segja umtals- verðar líkur á að aðgerðin takist. Aukahöfuð Rebecu hefur hluta heila, eyru, augu og varir. Alls munu átján skurðlæknar taka þátt í aðgerðinni auk fjölda hjúkrunarfræðinga og að- stoðarlækna. Kostnaður við aðgerðina er áætlaður um átta milljónir króna og verður greiddur af alþjóð- legum líknarsamtökum. Lalli Johns „Ekkert. Það er nógur tími, “ segir Lárus Björn Svavarsson. „Fólk á að henda þessum kort- Hvað liggur á? um og hafa seðia, fólk veit hvað bankarnir eru að gera. Ef fólk er alltafað týna hlutum hirði ég þá ekki, ég passa eigur sumra, en ekki lög og reglu. Nú er að spá einhverjum stormi, hann kælir mig ekki neitt. Ég er að fara i sex mánaða fang- elsi á Litla-Flrauni mánudag- inn klukkan 11 um kvöldið. Ég ætla að vera bara góður um helgina, nú er ég bara að skemmta mér með fullt af liði,"segir Lárus frá Kaffi Aust- urstræti. Upplýsingafulltrúi Varnarliðsins segir enga samninga veita íslendingum forgang til starfa á KeflavíkurfLugvelli. Aðeins sé til breytileg vinnuregla. Reynt hafi verið að ráða íslendinga þegar það hentaði. Staðfest er að launahækkun sem taka átti gildi um áramót hefur enn ekki skilað sér. íslendingar ekki með forgang hjá hernum „Menn eru orðnir góðu vanir og sætta sig ekki allir við að það er engin regla sem segir að einhver ákveðin störf séu eingöngu fyrir íslendinga," seg- ir Friðþór Eydal, talsmaður varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. DV hafði það í gær eftir heimildarmanni innan vallargirðingar að dæmi væri um að borgaralegir Bandaríkjamenn hefðu verið ráðnir í störf sem Is- lendingar hefðu verið reknir úr. Þetta væri brot á tvíhliða samningi fslands og Bandaríkjanna. Friðþór segir það reyndar ekki rétt að ráðnir hafi verið Bandaríkjamenn í störf íslendinga sem sagt var upp. Ýmist hafi störfin verið lögð niður eða þeim sinnt af öðrum starfsmönnum sem eftir séu, íslenskum sem bandarískum. „Það hefur ekki verið ráðið í eða auglýst eftir neinum í þau störf,“ segir hann. Aðeins til breytileg vinnuregla „Það hefur aðeins verið til vinnuregla sem menn hafa gefið sér. Sú regla hefur verið breyting- um háð eftir aðstæðum," segir Friðþór og ítrekar að um þetta atriði sé enginn milliríkjasamningur: „Það hefur verið reynt að halda því, þegar það hefur átt við og hentað, að ráða íslendinga í eins mikið af störfum og hefur verið mögulegt. Eina sem til er í samningum um þetta er í nótu- skiptum sem höfð voru 1974 þegar var ákveðin fækkun í varnarliðinu. Þá skyldu ráðnir íslend- ingar í þau störf sem þar með losnuðu eftir því sem kostur væri. Það er eina undirskrifaða sam- komulagið um það hvernig skyldi hátta deilingu á störfum til íslendinga. Þetta er alltaf misskilið af starfsmönnum sem ekki vita betur,“ segir Friðþór Tafir á launahækkunum staðfestar Friðþór staðfestir frétt DV frá því á miðvikudag að dregist hafi frá áramótum að greiða umsamdar launahækkanir. Hækkanirnar nema á bilinu 1% til 3% eftir atvikum. „Ég get staðfest þetta. Ég veit ekki um smáat- riði málsins en það er verið að vinna að því. Þetta kemur fyrir öðru hverju," segir Friðþór. Einnig kom fram í DV að ástæða tafanna er skortur á samþykki yfirstjórnar hersins. „Það verður að vera samþykki fyrir öllum fjárgreiðsl- um," staðfestir Friðþór. „Efmenn telja að þeir séu ekki að fá það sem þeim beri geta þeir farið með það fyrir kaup- skrárnefnd til athugunar - eða þá fyrir dámstóla“ Tekur tíma að fá hækkanir afgreiddar Að sögn Friðþórs þarf sérstök kaupskrárnefnd utanríkisráðuneytisins að gera varnarliðinu við- vart um gerð samninga á íslenska vinnumarkaðn- um. „Það er samið um að varnarliðið greiði í samræmi við þá samninga sem í gildi eru á íslenska markaðnum. Þegar hækk anirnar koma getur tekið einhvern tíma að þær fái þá afgreiðslu sem þær þurfa," segir Friðþór. Varnarliðið greiðir laun ann- an hvern fimmtudag. Það eru því nokkrir útborgunardagar liðnir án þess að hækkunin um- samda hafi skilað sér. Varðandi deilu um álags- greiðslur fyrir að hafa sótt nám- skeið segir Friðþór ágreining af því tagi hafi komið upp öðru hverju. „Ef menn telja að þeir séu ekki að fá það sem þeim beri geta þeir farið með það fýrir kaupskrárnefnd til athugunar - eða þá fyrir dómstóla eins og gerist á aimennum vinnu- markaði," segir Friðþór. gar@>dv.is asssíssssœsSSíSsS41” Nýradpepíp slarfsrafinn sigs logmanni á fierinn lijpip Banflapíkiaraenn . Fréttir DV á miðvikudag og fimmtudag Titringurer vegna uppgsagna og kjara- skerðinga hjd varnarliðinu. Að auki erþví haldið fram að samningar séu brotnir með þvi að ráða Bandarikjamenn i störf brottrekinna Islend- inga. Friðþór Eydal „Þetta er alltaf mlsskllið afstarfs- mbnnum sem ekki vita bet- ur," segir upplýsingafulltrúi varnarliðsins um fultyrð- ingar um að samningarséu brótrilr meðþví að raða BanrjaríUjamenn i störf semlslendJngar hafa gengt tiður. Handbækur hurfu úr rafstöð Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli Tólf brottreknir starfsmenn sakaðir um skemmdarverk Tólf mönnum sem sagt var upp störfum við varaaflstöð Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli er nú borið á brýn að hafa unnið skemmdarverk á stöðinni áður en þeir kvöddu. Samkvæmt heimildum DV af vallarsvæðinu eru íslensku starfs- mennirnir sagðir hafa tekið með sér leiðbeiningarbæklinga fyrir raf- stöðina og hirt miða af mælum í stöðinni. Þetta hafi gert þeim sem tóku við hlutverki brottrekna flokksins erfitt fyrir. „Það hringdi í mig yfirmaður og sagði að það hefði verið illa skilið við. Ég varð nú ekki var við það og veit ekki hvað þeir eru að tala um. Þetta myndi okkur ekki detta í hug að gera," segir Theodór Þorvalds- son, nýhættur yfirmaður rafstöðv- arinnar. Friðþór Eydal, talsmaður varn- arliðsins, sem kannaði málið fyrir DV, segist ekki liafa fundið neinn fót fyrir meintum skemmdarverk- um íslendinganna. „Það er alla vega ekki vitað til þess að það hafi eitthvað verið athugavert við við- skilnað manna í rafstöðinni," segir Friðþór. Vararafstöðvar eru komnar upp víða á vallarsvæðinu og til stóð að loka rafstöðinni sem Theodór og félagar störfuðu við. Sú stöð var byggð á sjötta áratugnum. Stöðin verður þó rekin áfram fyrst um sinn. íslenskir vélstjórar af dísel- vélaverkstæði hersins munu ganga í það verk. Samkvæmt heimildum DV hef- ur hingað til þótt nauðsynlegt að hafa vakt við stöðina allan sólar- hringinn. Framvegis verður stöðin hins vegar aðeins mönnuð á dag- inn á virkum dögum. „Rafstöðin verður áfram í því ástandi að það verði hægt að setja hana í gang ef nauðsyn krefur," segir Friðþór Eydal. gar@dv.is Herstöðin í Keflavík Tólfmenn sem unnu á vöktum i rafstöð á Keflavikurflugvelli en var sagt upp liggja undir ásökunum yfir- manna um illan viðskilnað við vinnustað sinn. Þeir kannast ekki við það. Upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins segir ekkert benda til að mennirnir hafi aðhafst eitthvað rangt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.