Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Hættur for- mennsku Gerhard Shröder, kansl- ari Þýskalands, sagði í gær af sér sem formaður þýska jafnaðarmannaflokksins. Vinsældir flokksins hafa dvínað að undanförnu og nýtur nú stuðnings um fjórðungs þjóðarinnar. Rík- isstjórnin hefur að undan- förnu breytt vinnulöggjöf landsins og hefur sá gjörn- ingur sætt mikilli gagnrýni. Krafan um að stokkað verði upp í stjórninni hefur orðið æ háværari í kjölfarið. Schröder hefur gegnt for- mennsku frá árinu 1999. Senn laus úr fangelsi Miklar líkur eru á að Maxine Carr verði sleppt úr fangelsi á næstu vikum. Carr var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar lög- regla rann- sakaði morðin á skólastúlk- unum, Jessicu Chapman og Holly Weils. Fyrrum unnusti Carr var sakfelldur fyrir morðin og hlaut lífs- tíðarfangelsi. Carr þykir hafa hegðað sér vel innan fangelsismúr- anna. Umsókn hennar um að losna úr fangelsi gegn því að vera ávallt með stað- setningartæki á sér hefur verið samþykkt. Sjónvarps- framleiðendur á Bretlandi eru sagðir bíða komu hennar í þeirri von að þeir geti myndað sögu hennar. Sigurður Líndal Lagaprófessor Sigurður er jafntyndur og al- þýðlegur menntamaður sem kann að orða flókna hluti þannig að allir skilji. Sé eftir því leitað skorast hann ekki undan að gefa faglegt álit sitt í umdeildum málum. Eftir því er tekið hversu vel Sigurði tekst að varðveita þá ímynd að niðurstöður hans sé byggð- ar á hlutlægu mati. Kostii & Gallar Einmitt vegna þess hversu Sig- urður er fljótur til svars býður hann heim þeirri hættu að menn telji afstöðu hans ekki byggjast á yfirvegaðri vísinda- legri hugsun. Honum hættir til að láta undan þrýstingi þeirra sem vilja nýta krafta hans í ýmis erfið verkefni. Þannig færisthann stundum ofmikið í fang. Það bitnar á þeim sem bíða eftir verklokum. John Kerry er á fljúgandi siglingu í kosningabaráttu demókrata í Bandaríkjunum. Hann hefur þegar sigrað í sjö af þeim ríkjum sem kosið hefur verið í. Kerry á að baki skrautlegan feril í kvennamálum og hefur tvívegis kvænst forríkum konum. Kvennagulliö Kerry stefnir á Hvíta húsið John Kerry þykir standa með pálmann í hönd- unum eftir forkosningar demókrata í níu ríkjum Bandaríkjanna. Kerry hefur unnið sigur í sjö ríkj- anna. John Edwards bar sigur úr býtum í Suður- Karólínu og Wesley Clark í Oklahoma. Howard Dean virðist hafa misst flugið en kveðst þó langt í frá að baki dottinn. Þá hætti Joe Lieberman í bar- áttunni í gær en hann galt afhroð í kosningunum í fyrradag. Forkosningar fara fram í þremur ríkj- um um helgina; Michigan, Washington og Maine. John Kerrry er sextugur að aldri og hefur setið í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 1984. Hann lauk lögfræðiprófi frá Yale og hefur stjórn- að fjölda rannsókna á vegum þingsins síðustu árin. Hann barðist í Víetnam og hlaut margar orður fyrir hugrekki og góða framgöngu. Eftirsóttur piparsveinn Kerry er tvíkvæntur og fer það orð af honum að hann hafi verið mikið kvennaguli á yngri árum. Hann heitir fullu nafni John Forbes Kerry eða JFK eins og annar frægur for- seti sem þótti ekki alltaf við eina fjölina felldur. Kerry kynntist Kennedy þegar hann var um tvítugt þegar hann átti í stuttu sambandi við hálfsystur Jacqueline Kennedy. Hann dáðist að Kennedy og og eins og slíkum aðdá- anda sæmir þá var Kerry jafnan með hirð fagurra kvenna í kringum sig. Meðal vinkvenna hans voru konur á borð við Catherine Oxenberg, en hún tilheyrir kóngaaðli Evrópu, og svo leikkonan Morgan Fairchild sem síðar atti eftir að gera garð- inn frægan í sápuþáttunum Falcon Crest. Hann þótti í hópi eftirsóttustu piparsveina lands- ins. Kerry gekk að eiga Juliu Thorne og saman eignuðust þau dæturnar Alexöndru og Vanessu. Þau skildu að borði og , sæng árið 1982 og varð skilnað- urinn ekki lögformlegur fyrr en sex árum síðar. Á þessum árum átti Kerry meðal annars í löngu ástarsambandi við Roönnu Sra- gow sem rak með honum lög mannsstofu. Nú velta stuðn ingsmenn Kerry því fyrir sér hvort fortíð hans á sviði kvenna- mála muni skaða hann í komandi kosningum. Það er þó mat margra að eftir Clinton séu bandarískir kjósendur öllu vanir. Einn af bestu vinum Kerrys er David Thorne, tvíburabróðir Juliu. Þeir kynntust í Yale og hefur vinskap- ur þeirra haldist alla tíð. Hann segir Kerry ekki hafa notið lífsins þegar hann flakkaði á milli kvenna á sjö- unda áratugnum. Hann hafi verið einmana. „Hann reyndi sem hann gat að bjarga hjónabandinu en því miður tókst það ekki,“ segir David. Eftir skilnaðinn hóf Kerry að vera með konu að nafni Gilbey. Hún sparkaði David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd, fyrir Kerry. Sambandið gekk hins vegar ekki upp og Gilbey giftist ritstjóra New York Times, Bill Keller. Vinskapur Kerry og Gilbey Gömul kærasta John Kerryvar með Morgan Fairchild upp á arminn á tíma- bili. Morgan varö fræg þegarhún lék i sjónvarpsþáttunum Falcon Crest. hélst og segja fróðir menn að tengsl hans við New York Times hafl komið sér vel á stjórnmálaferlin- um. Ríkar eiginkonur Kerry er af fínum ættum í móðurætt, tilheyrir hinni valdamiklu Forbesætt. Hann er af írskum ættum í föðurlegg og er kaþólskrar trúar. Hann er þó ekki af ríkasta legg fjölskyldunnar og hefur búið við blankheit í lífinu. Hann naut þess þó frá barnæsku að vera Forbes og var sendur í fína einkaskóla beggja megin Atlantshafsins. Þegar Kerry kvæntist Juliu Thorne komst hann skyndilega í álnir enda hún af vellríkum ættum. Það voru hennar peningar sem hrundu af stað ferli hans í stjórnmálum. Gallinn var bara sá að Julia kunni aldrei að meta hlutverk sitt sem þing- mannskona. „Stjórmálin tóku allt yfir hjá Kerry,“ skrifaði Julia í bók sinni sem Ijallar um skilnaði. „Ég reyndi að sam- gleðjast en eftir fjórtán ár sem eiginkona þingmanns þá þoldi ekki að vera umvafinn fjölmiðlum og þráði ekket heitar en að verða frjáls. Þegar leiðir Kerry og Juliu skildu stóð þing- maðurinn uppi blankur. Hann fór í heljarmikla fyrirlestraferð um Bandaríkin og vann sér inn nokkurt fé. Þrátt fyrir það varð hann að treysta á góða vini næstu tvö árin þegar peningar voru annars vegar. Þar kom að hann keypti tvær litlar íbúðir; aðra í Boston, hina í Washington. Árið 1992 varð breyting á högum Kerrys þegar hann varð ástfangin af Teresu Heinz. Hún hafði þá nýverið misst mann sinn, Richard Heinz. Ric- hard, sem var þingmaður repúblikana, var erfingi tómatsósuveldisins Heinz og fékk Teresa 500 milljónir í arf. Kerry og Teresa gengu í hjónaband og þar með varð Kerry ríkasti maðurinn í öld- ungadeildinni. Teresa fiefur stutt mann sinn með ráðum og dáð í kosningabaráttunni og hyggst fylgja honum alla leið í Hvíta húsið. Hamingjusöm Kerry kvæntist Teresu Heinz fyrir rúmum áratug. Eignir hennar eru metnar á 500 milljónir dollara. varð pólitíkin ekkert ann- að fyrir mér en reiði, ótti og einman- anleiki." | Jul- I ia Æ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.