Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 19
XXV Fréttir
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 7 9
ast til síðasta blóðdropa fyrir skoðunum sínum og
fyrir skjólstæðinga sfna,“ segir Þómnn.
„Báðir em mjög umdeildir innan stéttarinnar,
sérstaklega Jón, sem gengur mjög hart fram í sín-
um málum,“ segir ónefndur lögmaður. „Hann
þolir ekki að tapa og málamiðlun er helst ekki til
umræðu. Þess vegna eignast hann gjaman óvini
rneðal lögfræðinga og fjöldinn allur af lögmönn-
um hefur beinlínis andúð á honum og hans fram-
göngu. En fyrir mér er hann venjulegur andstæð-
ingur eða samherji eftir atvikum. Og góður
kollegi."
Umdeildir innan stéttarinnar
Þómnn segir alveg borðleggjandi að báðir tveir
séu umdeildir innan stéttarinnar. „Það stormar
um stóra menn. Þú getur ekki verið baráttumaður
án þess að vera umdeildur. Og eðli málanna er oft
þannig að þau vekja deildur, andúð sumra og
óánægju."
Klárlega hafa menn skipst í hópa varðandi þær
deilur sem Jón Steinar hefur staðið í við aðra lög-
fræðinga, til dæmis við Sigurð Líndal. Og menn
hafa spurt hvort réttmætt sé að reka sín mál í fjöl-
miðlum? „Hann telur það rétt og hefur iðkað það
með góðum árangri," segir Sigurður Kári, sem telur
hvorki vinfengi Jóns Steinars við Davíð Oddsson né
tengsl við Sjáifstæðisflokkinn hafa komið til tals
innan stéttarinnar. „Menn eru sammála um að þau
tengsl haíi ekki haft nein áhrif á hans störf faglega."
En er það nú alveg svo? Einn lögmaður, sem kýs
að láta nafns síns ekki getið, segir hinar hörðu póli-
tísku skoðanir stundum villa honum sýn og vísar
þá meðal annars til þess að Jón Steinar talar mjög
fyrir því að leyfa sölu kanabisefna á íslandi.
Gallar
Ragnar og Jón Steinar þykja hafa líkan stil þótt
Cunnlaugur hefur ekki upplýs-
ingar um hvenær sólarhrings Ragn-
ar fæddist og verður þvlað setja á
nokkurn fyrirvara. Kannski svolítið
lýsandi fyrir Ragnar að þegar DV
hafði samband við hann varðandi
fæðingarstundina þá hafði Ragnar
ekki hugmynd um hvenær hún var.
Ekki að tapa sér i smáatriðum.
„Ragnar er tviburi með tungi I sporðdreka. Honum
líður ekki eins vel i sjáifum sér og Jóni Steinari, mikiu
flóknari og mótsagnakenndari persóna. Tviburar með
tungl i sporðdreka eru rökyggju- og tilfinningamenn
og búa við innri átök. Tvíburar eru mjög oft með full-
mörg járn i eldinum og verður þvi stundum ekki nógu
mikið úr verki. Þeir dreifa kröftum sinum um of. Kaó-
tískir. Vilja hlaupa úr einu i annað," segir Gunnlaugur.
„ítvibura og sporðdreka er einfaraeiement. Hann
er meiri einfari i lögmannsstéttinni en Jón Steinar, þótt
Jón fari vissulega sinar eigin leiðir. Þarna birtist ákveð-
inn veikleiki því Ragnar hefur ekki ailtaf baklandið sem
Gunnlaugur
Guðmundsson
stjörnuspekingur
skyldi. Alltafeinn að berjast fyrir einhverjum málstað.
En styrkur jafnframt, þvi hann þorir að taka sér þessa
stöðu. Fyrir vikið geta menn fremur leyft sér að afskrifa
hann, eða leiða hjá sér, því með þessu málar hann sig
útí horn. Ragnar er fullur réttiætiskenndar og svo er
hann jafnframt mikill tilfinningamaður. Einhver kemur
til hans með til þess að gera óvinsælt og glatað mál en
Ragnar skynjar þjáninguna og óréttlætið og tekur mál-
in kannski að sér á þeim forsendum.
Ragnar tekur málin frekar inn á sig. Svo er hann
svolítil primadonna i bland við annað. Hann nær ekki
eins vel til annarra og nýtur ekki samúðar i sama mæli
og Jón, þótt það hljómi mótsagnakennt: Að hinn kaldi
njóti meiri samúðar en sá tilfinninganæmi. En þegar
menn fara út í málflutning á tilfinningalegum forsend-
um veikja þeir stöðu sina. Lagagyðjan er blind þar sem
hið rétta er lagt á vogarskálar. Ég er ekki i vafa um að
Ragnar er mjög góður maður með rika réttlætiskennd
enhann er ekki diplómatískur i eðli sinu. Ég heidað
hann skorti húmor. Hann er um of alvörugefinn mað-
ur'.“
þeir hafi mismunandi afstöðu til þjóðmála. „Jón er
afar mikill baráttumaður og heill í því sem hann
gerir. Gallinn við hann sem lögmann er að ekki er
til neitt jafntefli í máli sem hann fer í. Hann sættist
altdrei á málamiðlun. Og blindast stundum af
sannfæringu sinni. En hann undirbýr sín mál af
kostgæfhi, kemur heiðarlega fram og er heiðarleg-
ur kollegi. Kemur aldrei í bakið á manni,“ segir enn
einn lögmaður sem DV ræddi við og kýs að koma
ekki ffam undir nafni.
Sá hinn sami segir Ragnar auðvitað afskaplega
færan lögmann, traustan á sínu sviði og á sviði
mannréttinda almennt. „Mér finnst þó að á síðari
árum hafi hann kastað til höndunum í verkefnum.
Hann lifir dálítið á fornri frægð og undirbýr sig ekki
alltaf sem skyldi, að mínu mati. En hann er vand-
aður maður, heill og heiðarlegur og ágætis kollegi.
Það viU þó stundum, í seinni tíð, dragast að hann
komi hlutum í verk. Veit ekki hvað veldur en ljóð-
ur á ráði hans er að honum er ekki sýnt um val á
skjólstæðingum sínum í seinni tíð. Hann berst fyr-
ir mannréttindum öryrkja en svo er Jón Ólafsson
allt í einu orðinn skjólstæðingur hans. Hann er
lögmaður Stefs en svo ætlar hann að verja Pétur
Þór Gunnarsson sem hefur gert íslenskri listasögu
ómældan skaða. Ég næ þessu ekki saman. En báð-
ir em þeir metnaðargjarnir og kappsamir. Og báð-
ir hafa þeir, og það fýrir lifandi löngu, al-
farið skrúfað tappa fast á stút.“
m
Annar dulur - hinn galopinn
„Ég myndi aldrei segja að Ragnar
væri kafbátur. En hann býr yfir ein-
hverri viðkvæmri listamannssál.
Hann er mUdu dulari en Jón Stein-
ar, sem kemur alltaf beint framan
að þér. Algerlega heiðarlegur í
gegn. Þegar ég var formaður lög- 1
mannafélagsins hringdi hann f mig f;
ef honum mislíkaði eitthvað. Ég 1
virði það við hann og tel þetta einn '
hans helsta kost,“ segir Þórunn, en
bendir jafnframt á að þetta sé til þess
fallið að baka honum óvinsældir því ;
þeir séu ýmsir sem ekki geti tekið svo opin-
skárri gagrnýni sem Jón Steinar iðkar. Að
þessu sögðu er best að kalla til stjörnuspeking
blaðsins, sjálfan Gunnlaug Guðmundsson.
„Þeir em báðir rökhyggjumenn með sterka rétt-
lætiskennd. Menn sem berjast fyrir þeim
skoðunum sem þeir hafa trú á. Þeir þora að
hafa skoðanir og menn skulu athuga það að
fáir íslendingar þora að standa fyrir einhveij-
um málum." jakob@dv.is
Ragnar Aðalsteinsson í ljósi stjörnuspekinnar
Flókinn og alvörugefinn einfari
Nokkur af mörgum athyglisverðum málum Ragnars Aðalsteinssonar:
Umdeild mál og mikil
Ferill Ragnars Aðalsteinssonar er
langur og umfangsmikiU. Upptaln-
ingin sem hér fer á eftir bygg-
ist á bókinni Island í ald-
anna rás. Hér em því þau
nrál Ragnars sem helst
hafa komist í hámæli.
Aðspurður um eftir-
minnilegasta málið, í
viðtali við Fréttablaðið
fýrir nokkru, sagði
Ragnar erfitt um að segja
en nefndi þó Gervasoni-
málið. „Ég fór á ystu mörk,
milli lögmennsku og stjórnmála,
þegar ég gætti hagsmuna Gerva-
sonis, hins franska flóttamanns sem
kom til íslands árið 1980 og sótti um
hæli sem pólitískur flóttamaður. Lá
við að yUi falli ríkisstjórnar. Þá varð
ég var við hvernig einstakir stjórn-
málamenn áttu erfitt með að standa
við afstöðu sem þeir tóku í upphafi
en hvörfluðu frá gmndvaUarsjónar-
miðum. Og mér er minnisstætt að
hundrað laganemar skrifuðu undir
áskorun um að víkja mannin-
um snarlega úr landi. Það
olli mér nokkmm
áhyggjum og maður
spurði sig hvað væri
verið að kenna og
hvernig í lagadeild
Háskóla íslands á
þeim tíma, en þetta var
fyrir um 25 ámm.“
Mótmælendurá
ÞingvöUum árið 1974.
Sótti mál fólks sem var
handtekið á Þingvöll-
um fyrir mótmæli og
sagði handtökurnar
ólögmætar og ríkið
skaðabótaskylt.
Bruni BB árið 1981.
I-Iin sérkennilega og urn-
deilda hljómsveit hafði verið
sótt til saka fyrir illa meðferð á dýr-
um en Ragnar vísaði í ákvæði laga
um tjáningarfrelsi í vörn
sinni. Þótti þetta frumleg
vörn.
Steingrímur Njáls-
son árið 1988. Ragnar
varði þennan þekkta
mann sem þarna var
ákærður fyrir að sví-
virða þrjá unga pilta.
Steingrímur var dæmd-
ur en Ragnar fékk
einn
felldan niður vegna
þess að lögreglumaður
athugaði ekki að benda
Steingrími á þann rétt
að fá skipaðan réttar-
gæslumann.
Mál Sigurðar Þórs
Guðjónssonar rithöfúndar
árið 1995. Málið snerti rétt
einstaklinga andspænis stjórn-
völdum og fékk rithöfundurinn loks
viðurkennt að hann ætti á því rétt
að fá afhentar sjúkraskýrslur
um sjálfan sig sem yfir-
læknirinn á Kleppi
hafði þráast við að
veita honurn aðgang
að.
Biskupsmál árið
1996. Ragnar, ásarnt
Tryggva Gunnarssyni,
tók að sér að gæta
réttar Ólafs
Skúlasonar
biskups sem hafði
verið sakaður um
kynferðislega áreitni.
Ragnar ráðlagði Ólafi
að leita til ríkissak-
sóknara og biðja urn
opinbera rannsókn og
málshöfðun vegna rangs
sakburðar og ærumeiðandi
aðdróttana.
Arið 1997 var Ragnar skipaður
talsmaður Sævars Ciesielskis og skil-
aði hann Hæstarétti umbeðnu áliti á
Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Mál þetta var mikið að vöxtum og
sér varla fyrir endann á því.
Dópmál lögreglu 1997. Þarna
liggja leiðir Ragnars og Jóns Steinars
saman því Arnar Jensson og Björn
Halldórsson, yfirmenn fíkniefnaJög-
reglunnar, voru sakaðir um óvönd-
uð vinnubrögð. Ragnar varði Arn-
ar og Jón Steinar Björn.
öryrkjamál frá árinu
2000. Ragnar sótti tvö mál
fyrir öryrkjabandalagið á
hendur Ríkisstjóminni
og hafði sigur.
Falun Gong-liðar
kotnu til landsins árið
2002 og tók Ragnar að sér
að gæta hagsmuna hreyfing-
arinnar gagnvart stjórnvöldum.