Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 43
DV Fókus
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 43 -
Harry prins brá sér á pöbbinn
ásamt eldri bróður sínum og rfkis-
erfmgjanum William í London fyrir
skömmu og sást hann þar í atlotum
ásamt ungu nektarmódeli. Bræð-
urnir fóru á skemmtistað ásamt
áströlskum félaga sínum og sátu í
makindum á VlP-svæði staðarins
þegar nektarmódelið, Lauren Pope,
kom auga á þá.
Ást við fyrstu sýn
Hin tvítuga Lauren límdi sig
þegar á litla prinsinn og færði sig
vart frá honum allt kvöldið. Sjón-
varvottar sögðu þau hafa hvíslað
eitthvað í eyru hvers annars allt
kvöldið áður en Lauren settist í
kjöltu hans og smellti rembings-
kossi á strákinn.
„Maður sá að það kviknaði neisti
á milli þeirra um leið og þau hittust.
Það var ekki annað að sjá en að
Harry hafi verið mjög ánægður með
það þegar Lauren settist við hlið
hans og tók hann á tal. Hún hallaði
sér yfir hann allt kvöldið áður en
hún settist í fangið á honum og
kyssti hann,“ sagði eigandi
skemmtistaðarins.
Það vakti óneitanlega nokkra at-
hygli á staðnum þegar prinsarnir
gengu inn í salinn. William lét sig
þó hverfa eftir um hálftíma veru á
staðnum en litli bróðir fór hvergi -
enda kominn í feitt. Hann hefur þó
eflaust gert sér grein fyrir því hvaða
afleiðingar það hefði haft í för með
sér hefðu þau farið saman af staðn-
um og því hélt hann einn síns liðs
heim í höllina.
Ekkert gefið uppi
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Harry kemst á forsíður blaðanna
fyrir uppátæki sín en það vakti á
sínum tíma heimsathygli þegar upp
komst að hann hefði verið að reykja
hass. Fyrir vikið fór faðir hans með
hann á meðferðarstofnun þó hann
hafi ekki verið lagður inn. Karl vildi
bara sýna honum hvernig hann
gæti eridað ef hann hætti ekki þess-
ari vitleysu.
Síðan þá hefur Harry haldið sér
réttu megin við strikið en nú er
hann aftur kominn á forsíður blað-
anna vegna viðskipta sinna við
Lauren. Blaðamenn voru ekki lengi
að hafa upp á stúlkunni sem vildi
þó lítið tjá sig um málið.
„Ég segi ekki frá þegar ég kyssi
einhvern," var það eina sem stúlk-
an sagði og ekki
annað að sjá en
að dömugenið
hafi skotið upp
kollinum í kjöl-
far samneytis-
ins við prinsinn.
Hvort hún verði
svo daglegur
gestur í Buck-
ingham í fram-
tíðinni er ekki
gott að segja en
ólíklegt verður
að teljast að
konungsfjöl-
skyldan muni
samþykkja það.
Lauren Pope Hefur
birst léttklædd á sið-
um breskra dagblaða
og var ekki lengi að krækja i Harry prins þeg-
ar hann kom inn á skemmtistað i London
ásamt bróður sinum William.
Harry prins Virtist njóta þess vel þegar nektarmódelið Lauren Pope settist í kjöltu hans á
skemmtistað í London i vikunni.
Harry prins hneykslar
Konunglegt knssaflens
með klámstjörnu
Danska U2 eftirhermubandið Die Herren spilaði á Nasa, og Kalli Bjarni tók lagið
Frekar Bónó í stereó en Mónó í mónó
Die Herren „Heildaráhrifin eru frekar eins og að sofa hjá stelpu vegna þess eins að hún
minnir mann á fyrrverandi kærustuna. Ekki nærri þvijafn gott og alvöru hluturinn."
„It's an easy way of making mon-
ey,“ kallar Mono frá sviðinu, og eru
það líklega orð að sönnu. Það er þó
ekki hlaupið að því að koma
ódrukknum íslendingum í stuð, en
Mono hamast og djöflast og í seinni
hálfleik er þetta farið að ganga,
enda tónleika-
gestir farnir að
finna á sér. Ég náði ekki livað aðrir
meðlimir hétu, en hef ákveðið að
skýra þá The Pledge, Barry og Satan.
Tekst þeim vel að ná bandinu tón-
listarlega, en verr útlitslega. Satan er
ekkert sérstaklega líkur Adam
Clayton, og Barry því minna líkur
Larry Mullen Jr., en the Pledge nær
The Edge ágætlega með aðstoð þar
til gerðrar húfu. Mono reynir við
hinar mörgu tónhæðir fyrirmyndar-
innar með bærilegum árangri, en
mjaðmahnykkir hans eru í besta
falli kjánalegir. Maður þarf að hafa
selt að minnsta kosti 10 milljón
plötur til að komast upp með svona
nokkuð og hálffertugur, hálfsköll-
óttur Dani á erfitt með að sannfæra
eina kaldhæðnustu þjóð í heimi um
ágæti sitt. Félagarnir spila vinsæl-
ustu lög hljómsveitarinnar og á U2
nóg af slíkum í rúmlega tveggja tíma
prógram, en sneiða hjá minna
þekktu efni rétt eins og fyrirmynd-
irnar enda U2 sjálfir fyrir löngu orð-
in stadíumstærð af greatest hits
hljómsveit. En eins og Mono segir,
„Whatever makes you happy ntakes
us happy." Og til að gleðja áhorf-
endur enn frekar býður Mono
mönnum að káfa á sér, og segir
stelpunum að þær þurfi engar
áhyggjur að hafa, konan hans sé
með í för. Áhorfendur taka þó
dræmt í þetta tilboð, nema helst
einn og einn karlmaður. I miðju Still
Haven't Found What I'm Looking
For dettur bandið inn í The Electric
Co. af fyrstu plötunni, og Mono fer
að príla á handriðum. Ekki er alveg
ljóst hvað hann ætlar sér, en honum
tekst þó' amk. að detta ekki. En
Barry hamast á settinu og fær meira
að segja að taka trommusóló, Satan
hamast á bassanum og einhver púki
í mér vill ekki að þetta verði búið,
þrátt fyrir að þetta séu allt lög sem
maður hefur heyrt of oft áður og lít-
ill bjór kosti 500 kall og er kallað tii-
boð. Hærra rís showið enn þegar
sjálfur Kalli Bjarni, sem var veður-
tepptur í bænum, kom á svið. Var
magnað að sjá þá báða, Mono og
Kalla Bjarna í holdinu hlið við hlið
og syngja endurtöku Still Haven't
Found What I'm Looking For, enda
menn ekki enn alveg búnir að finna
það sem leitað var að. Mono tekst á
endanum að fá áhorfendur á lappir,
en eins og nafnið bendir til vantar
samt svona helminginn uppá hjá
honum. Frekar Bónó í stereó en
Mónó í mónó. Heildaráhrifin eru
frekar eins og að sofa hjá stelpu
vegna þess eins að hún minnir
mann á fyrrverandi kærustuna. Ekki
nærri því jafn gott og alvöru hlutur-
inn.
Valur Gunnarsson
janet Jackson Justin Timberlake ber-
aði brjóst söngkonunnar á úrslitaleik i
SuperBowl en það selur ekki plöturnar
hennar.
Brjóstið evk-
ur ekki söíu
Janet Jackson hóf tón-
leikaferðalag sitt þar sem
hún fylgir eftir nýju plöt-
unni sinni, Damita Jo, með
hálftíma atriði á úrslita-
leiknum í SuperBowl
ásamt söngvaranum Justin
Timberlake. Eins og allir
vita endaði atriðið snögg-
lega þegar þegar Justin
beraði brjóst söngkonunn-
ar. Janet hefur þegar beðist
opinberlega afsökunar og
heldur því fram að allt hafi
farið úrskeiðis. Sérfræðing-
ar í faginu telja atvikið
muni skaða sölu á nýja
disknum, ímynd hennar
hafi hlotið skaða og aðdá-
endur lfti á atriðið sem út-
hugsaða sölubrellu. Minna
þeir á frægan koss
Madonnu og Britney Spe-
ars sem þeir segja hafi ekJd
hjálpað til við sölu diska
hvorugra stjarnanna. Aðrir
eru bjartsýnni og skilja ekki
út á hvað allt fjaðrafokið H
gengur.
Mikki Mús
látinn
Mikki Mús er látinn, 95
ára að aldri. Hann kafnaði
hvorki í eigin ælu né drapst
á klósettinu eftir einum of
ntarga hamborgara, heldur
andaðist friðsamlega á
spítala í Kaliforníu. Hér er
reyndar átt við teiknarann
John Hench, sem var opin-
ber portrettlistamaður
Músarinnar fégráðugu.
Hann hóf ferilinn árið 1939
sent teiknari í myndinni
Fantasíu, og teiknaði
myndir eins og Dúmbó,
Pétur Pan og öskubusku. *
ITann vann fyrir Disney
fyrirtækið í 64 ár, og málað
myndir af Mikka fyrir öll
stórafmæli frá 25 til 70 ára
aldurs músarinnar. Hann
var einnig í lykilhlutverki
við hönnun skemmtigarða
Disneyveldisins, og vann
fram á dánardag við hönn-
un Disneygarðs í Hong
Kong. Hench dó af hjarta-
bilun eftir stutta banalegu
á Providence Saint Joseph
spítalanum. Hann teiknar
því líklega ekki fleiri mynd-
ir af Mikka Mús. Nú er bara
að sjá hvort Mikk og Makk
fari í mál við hvorn annan
út af arfinum.