Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550S000
• Útvarpi Sögu hefur bæst góð-
~3*ai liðsauki. Þar fer fréttastjórinn
fyrrverandi, blaðamaðurinn og
rithöfundurinn Jón Birgir Pét-
ursson. Hefur Jón Birgir verið
ráðinn til að sjá um íþróttaþátt á
stöðinni alia virka daga klukkan
13-14. Má búast
við ferskum efn-
istökum og
öðruvísi því fáir
blaðamenn hér
á landi hafa
lengra eða gleg-
gra fréttanef en Jón Birgir. Hann
hefúr einnig meiri reynslu en
flestir aðrir; varð fréttastjóri
gamla Vísis aðeins 26 ára að
aldri og hefur síðan verið að ef
frá eru talin ár þegar hann sneri
sér að glæpasagnaskrifum. Út
hafa komið eftir hann hafa kom-
ið krimmarnir Einn á móti millj-
ón og Vitnið sem hvarf. Þá liggur
hann nú með handrit að enn
einni sögu sem heitir MetORÐ...
• Eiður Guðnason er sem
kunnugt er orðinn sendiherra
íslands á Nýja Sjálandi og af-
henti yfirvöldum ytra trúnaðar-
bréf sitt á dögunum. Er greint
frá heimsókn Eiðs í The Nelson
Mail. Segir þar að þó íslenski
sendiherrann hafi ekki haft
nema einn dag í Nelson hafi
hann viljað nýta tímann vel og
lofaði borgina fyrir fegurð og
Þetta er nú meira
stuðið!
vinalegt viðmót
íbúa. Hafði hann á
orði að gott væri að
auka ferðamanna-
strauminn á milli
landanna. Islend-
ingar væru búnir að
gjörnýta ferðamöguleika í sína í ná-
grannalöndunum og því væri kom-
inn tími á eitthvað exótískara.
if
• Samkvæmt frásögn blaðsins var
Eiði ofarlega í huga áhugi íslend-
inga á kvikmyndinni Lord of the
Rings en hún var tekin að stórum
hluta á Nýja Sjálandi. Taldi Eiður að
þessi áhugi gæti trekkt því íslend-
ingar hefðu vafalítið gaman af að
koma á slóðir Hringadróttinssögu.
• Með Eiði í för var Einar Bene-
diktsson, fyrrum sendiherra, og lýsti
hann því yfir við The Nelson Mail
að hver einasti fslendingur hefði
séð Hringadróttinssögu þannig að
grundvöllur hópferða á þessar slóð-
ir ætti að vera góður.
• Þegar Eiður og Einar fréttu að
hringurinn, sem notaður er í kvik-
myndinni, væri hannaður og smíð-
aður af Jens
nokkrum Han-
sen kviknaði
áhugi þeirra á
að heimsækja
vinnustofu
hans og var
dagskrá heim-
sóknarinnar
breytt svo af því gæti orðið.
stuDi með Guði
Sumar stundir eru svo þnmgnar af
öryggi að engu er líkara en maður sé
beintengdur við Guð. Getur allt, vill
allt og nýtur alls. Allt undir kontról.
Raðar skákmönnum upp á tafl-
borði og veit um leið að sigur er í
höfn. Við það eitt að handleika
drottninguna veit maður sem er að
andstæðingurinn á ekki sjens.
Drottningin leikur í lófa eins og að-
göngumiði að alsælu. Líka stundum
í billiard. Gríp um kjuðann og það
fer ekkert á milli mála; hold og tré
rennur saman í eitt. Kúlurnar tvístr-
ast eins og eftir fyrirfram ákveðinni
leið sem mörkuð var í huga fyrir
skot. Líkast forriti í tölvu. Að hitta í
holu jafnauðvelt og að kyngja.
Líka í matseld. Þarf ekki að mæla
krydd eða hita á pönnu. Allt leikur í
höndum og ekkert fer úr böndum.
Veit að maturinn verður góður sem
hann og verður. Svo ekki sé minnst á
að tylla sér í hnakk og breyta stilltum
klár í grenjandi gæðing. Eða að
breytast í fisk á botni Laugardals-
laugarinnar og þurfa ekki einu sinni
að anda. Lengi lengi. Bara af þvf að
manni líður þannig.
Á bakinu með Eiríki Jónssyni
Ekki svo að skilja að þessi tilfinn-
ing sé algeng. Þetta eru sjaldgæfar
stundir sem maður deilir ekki með
öðrum. Eins og sjálfið verði sjálft í
sjálfu sér af sjálfu sér. Maður hvelfist
yfir veröldina en hún ekki yfir mann.
Konungur um stund í eigin ríki með
alla þræði í hendi. Kippir bara hér og
þar og allt dansar með.
Kannski eins og að fá sér í glas.
Samt allt öðruvísi þvf skynjunin er
hrein og tær og óbreytanleg á
meðan hún varir. Ef til vill í mín-
útu. Sjaldan í klukkustund. Stund-
um vaknar maður svona og geng-
ur þá með íbyggið bros fram í eld-
hús. Veit hvað í vændum er. Stutt
sigurganga í eigin heimi og alira
sem á vegi manns verða. Er með-
an er og þá er það líka svo um
munar.
imrmm KarteB
ALSSli
Airre.ANO
Arífiiililr
xo
livit
mmh