Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 Fréttir 0V Skæruliðar bera ábyrgð Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir tjéténska skæruliða bera ábyrgð á sprengju sem varð að minnsta kosti 35 að bana í neðanjarðarlest í Moskvu. Margir slösuðust mjög al- varlega og var búist við að tala látinna myndi hækka. „Við þurfum ekki stað- festingu, við vitum að Maskhadov og skúrkar hans tengj- ast þessari árás.“ Óstaðfest- ar heimildir herma að tjétensk kona hafi staðið íýrir árásinni; hún hafi sprengt sig í loft upp þar sem hún stóð á lestarpall- inum. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir það aðalatriði í umræðunni um sviðsetningu á myndatöku að henda átti fiskinum hvort eð er, en fiskinum var safnað saman í kar til þess að henda fyrir myndavélina. Hann segir málið snúast um hugtakanotkun. Bpotlkastmáliö snýst nm hugtaklö „sviðsetningu" Bushá bleium Kaupsýslumaður í Pek- ing í Kína hefur óskað eftir leyfi til að nota nafii George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, á einnota blei- ur sem hann hyggst ffamleiða. Kaup- sýslumaðurinn seg- ist hafa fengið hug- ljómun; nafnið „Bush“ hljómi nefni- lega svo l£kt og „þurrt“ á kínversku. Ekki er víst að bleiuffam- leiðandanum verði að ósk sinni - í það minnsta var beiðni um notkun nafnsins „Lewinsky" á tískuvarningi nýlega hafnað í Kína. Giftist hundi og dó Phulram Chaudhari var 75 ára þegar hann gekk að eiga hundinn en gömul nepölsk þjóðtrú segir að vaxi manni tennur á gamals aldri beri honum að giftast hundi. Það voru einmitt nýj- ar tennur sem voru þess valdandi að maðurinn ákvað að láta slag standa. Brúðkaupið var haldið með pompi og prakt að við- stöddum ættingjum manns- ins. „Hann hélt að giftingin myndi forða sér ffá ógæfu næstu árin en því miður lést hann þremur dögum síðar,“ sagði einn ættingjanna. Þorsteinn Steinsson Sveitar- stjóri Vopnafjaröarhrepps. „Samkvæmt nýrri skýrslu Deloitte & Touche er hag- kvæmt að sameina öll bruna- lið hér fyrir austan, allt frá Vopnafírði til Norðfjarðar. Ég er nýkominn frá Egilsstöðum þar sem við fórum yfír stöð- tasnarUtta Landsíminn brunamálastjóra og fleiri aðil- um. Niðurstaðan varð sú að stofnaður yrði hópur til að fara betur yfir smáatriðin en með það markmið að slökkvi- þjónusta á þessum svæðum verði á einni hendi ekki síðar en I maí næstkomandi." Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra vildi að- eins eitt segja um uppljóstranir sonar og eigin- konu Sigurðar Marinóssonar um að brottkast sem Magnús Þór Hafsteinsson lét mynda um borð í Báru ÍS 7. nóvember 2001 hafi verið svið- sett. „Þetta er mjög athyglisvert og hvað segir Héraðsdómurinn í Hafnarfirði og Alþingismað- urinn Magnús Þór Hafsteinsson?" Magnús Þór Haf- steinsson, þingmað- ur Frjálslynda flokks- ins og fyrrum frétta- maður Sjónvarpsins, segist hafa vitað af því eftir umrædda veiðiferð að fiski var safnað saman til að henda fyrir mynda- vélar. „Ég var ekki um borð, en ég veit að fiskinum að ein- hverju leyti var safn- að í kar og síðan hent," segir Magnús Þór. Hann segir málið snúast um notkunina á hugtakinú „svið- setning". „Ég er alls ekki sammála því að þetta sé sviðsett. I mínum huga er sviðsetning að verið sé að falsa eitthvað. Það hefði verið sviðsett, ef báturinn hefði farið út og þeir hefðu sérstaklega fyrir þessa myndatöku og hent fiski sem þeir hefðu vitað sjálfir að þeir hefðu annars hirt.“ Sturla Sigurðsson, sonur Sigurðar Marinós- sonar, var um borð þegar umrætt brottkast átti sér stað. Hann sagði í samtali við DV að vegna ■ •; /™.5.«y-*nBWra'suM’nuaiia sUafrcnnmgur. " s scija \ctknt a s t , framkv*ma e-ö um 'ndursk'll,a / skógV um 'nCð íUldui’u"> ok ^ svíðs.ljos „K ; l,ós sem nrfni „ á , „ .....íwmm... yftwrrw vw,,,,, ............... Sviðsetning OrðabókÁrna Böðvarssonarfró órinu 1988 skilgreinir„sviðsetningu" sem eitthvað liktleiksýningu, en bók Marðar Árnasonar fró órinu 2002 sem endursköpun. Árni Mathiesen Fékk d sig dóm IHéraðsdómi Reykjaness fyrir að halda þvl fram oð mynd- bandsupptökur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fréttamanns af brottkasti ó Islandsmiðum hefðu verið sviðsettar. h -fórtt* -mý t f -sv SY' -e sv uöl þess hve lítið fiskaðist í veiðiferðinni hafi fiski, sem henda átti hvort eð er, verið safhað saman í kar og síðan hent fyrir framan myndavélarnar. Þannig var at- hæfinu að henda fiski hagrætt til að aðlaga það myndavélinni. „Þessum fiski hefði verið hent hvort eð var,“ segir Magnús Þór. „Tvenns konar myndskeið komu ff am í fréttinni, annars vegar fiskur sem var hent beint í sjóinn og síð- an fiskur sem var hent í sjóinn á landleiðinni. Á hvaða tímapunkti honum var hent skiptir ekki máli. Annars væri rétt eins hægt að segja að brottkastið á Bjarma frá Tálkna- firði hefði verið sviðsett. Við sýnd- um auðvitað þau myndskeið frá brottkastinu í Bjarma þegar verið var að henda sem mestu, en mismiklu var hent.“ Magnús Þór Hafsteins- son Segir að sviðsetning sé fölsun - en að hið raun- verulega athæfi að henda fiski hafi aðeins verið hnikað til I tlma með þvl að geyma fiskinn I kari og henda siðar fyrir myndavélar. jontmusti@dv.is Umhverfisráðherra vill stækka Laxárstíflu til verndar hagsmunum virkjunar Baktjaldamakk sem slær mig illa „Þessar fyrirætlanir slá mig illa, sem raunar hafa lengi verið í um- ræðunni. Ég hafði að vísu bundið vonir við að af þeim yrði ekki, en hér hefur verið eitthvert baktjaldmakk í gangi úr því ekki hefur tekist að stoppa málið," segirÁskell Jónasson bóndi á Þverá í Laxárdal í samtali við DV. Umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár, en þar er klásúla þess efnis að Umhverfis- stofnun fái heimild til að leyfa hækk- unÝstífluna við Laxárvirkjun. Við Laxá eru nú þrjár vatnsafls- stöðvar, en sú yngsta var tekin í notkun 1973. Þá voru uppi hug- myndir um byggingu rúmlega 60 metra hárrar stíflu í mynni Laxárdals og gera uppistöðulón sem átti að ná langt upp eftir dalnum. Þingeyskir bændur börðust kröfuglega gegn þessum fyrirætlunum og 1973 var undirrituð sáttagjörð milli bænda og stjórn virkjunarinnar um að ekki yrði farið í frekari virkjunarfram- kvæmdir. Sigurður Gizurarson hrl. var lögmaður bændanna í því máli og í DV sl. sumar sagði hann að hug- myndir um að fara í framkvæmdir við stífluna væru klárlega rof á um- ræddri sáttargjörð. í greinargerð með frumvarpi um- hverfisráðherra segir að tilgangur með hækkun Laxárstíflu sé að koma í veg fyrir slit á vélum virkjanna vegna sandburðar og einnig til að koma í veg fyrir ís- og krapastíflur sem hafa til þessa truflað reksturinn. sigbogi@dv.is Bóndinn á Þverá Bott voniroð afþessuyrði ekki, segirÁskell Jónasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.