Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004
Siðast en ekki sist DV
Rétta myndin
Snerpa í afturendanum.
Sigmar snýr aftur
Ha?
Kastljósmaðurinn Sigmar Guð-
mundsson var ekki þurrkaður af
skjánum eftir harða framgöngu og
snaggaraleg viðbrögð í viðtali við
Davíð Oddsson forsætisráðherra um
eftirlaunamál hans og ann-
arra toppa samfélagsins
fyrir skemmstu. Vakið hefur undrun
margra að eftir viðtalið var eins og
jörðin hefði gleypt Sigmar og höfðu
margir sjónvarpsáhorfendur af
þessu áhyggjur. Héldu jafnvel að
hann væri hættur.
Hið rétta er að Sigmar fór í mán-
aðarlangt barneignarleyfi strax að
loknu eftirlaunaviðtalinu við Davíð
og tengist brotthvarf hans því á eng-
an hátt þeirri uppákomu. Að loknu
barneignarleyfi lagðist Sigmar í
slæma flensu sem nú sér fyrir end-
ann á. Áttu menn von á honum til
vinnu í gær en þá sló honum niður
þannig að enn verður bið á. En á
allra næstu dögum munu sjónvarps-
áhorfendur fá að njóta Sigmars aftur
í Kastljósinu. í honum eru góðir
taktar sem vert er að hann deili með
greiðendum afnotagjaldanna.
Sigmar Guðmundsson Hvarfúr sjónvarp-
inu vegna barneigna - ekki vegna Davíðs.
• FriðbjömOrri
Ketilsson skrifar
pistil á heimasíðu
sína í gær sem vist-
uð er á vefnum
Frjálshyggja.is.
Pistillinn ber yfir-
skriftina Skítt með
hugsjónir og þar
hnýtir Friðbjörn
Orri í þingmenn-
ina Birgi Ármanns-
son, Sigurð Kára
Kristjánsson og
Bjama Benedikts-
son fyrir að hafa
ekki fellt frum-
varpið um ríkis-
væðingu SPRON. Á síðunni birtir
Friðbjörn myndir af
þingmönnunum
ungu, sem hingað
til hafa eflaust talist
í flokki með Frið-
birni, og vitnar í
gömul ummæli
þeirra. „í mínum
huga er þetta af-
skaplega einfalt mál. Ríkið á ekki
að reka verslanir
eða verksmiðjur,"
eru ummæli sem
hann eignar Birgi
Ármannssyni sem
kaus já með frum-
varpinu...
„Ég vil bara
benda á það að þó
svo að ég telji að samkeppnin sé
mikilvæg ... að ég tel einnig vera
mjög mikilvægt að stjórnarskrár-
varin réttindi borgaranna ... séu
Síðast en ekki síst
virtar, og að við förum varlega í
það að veita opinberum aðilum,
eftirlitsaðilum, í þessu landi víð-
tækari heimildir
en nauðsynlegt
er," hefur hann
eftir Sigurði Kára
sem sat hjá við af-
greiðslu frumva^Bfrj æÐ| SfLOKKU R
tns. „Við eigum að nlusta a raddir
atvinnulífsins," hefur hann eftir
Bjarna sem kaus já með frumvarp-
.^Ípu. Að síðustu klikkir Friðbjörn út
með að vitna í stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins:....að efla einstak-
lingsfrelsið enn frekar“...
..stekkur svo á fætur með ópi...
Eins og engill með útbreiddan faðm...
Ber horgarsljóri Engill í snjó
Hann fór út öllu, smeygði sér í
sundskýlu og bjó svo til engil í snjó
fyrir sjónvarpsþáttinn 70 mínútur á
PoppTíví. Þórólfi Árnasyni borgar-
stjóra er ekki fisjað sama. Vel byggð-
ur, hraustur og til í allt.
Með þessu var borgarstjórinn að
taka áskorun sjónvarpsmannanna
sem sífellt reyna að toppa sjálf sig og
þröngva gestum sínum út í hið
ómögulega. Englaleikurinn f snjón-
um var þeirrar gerðar. En Þórólfur
brást ekki og leysti þrautina með
glans þó honum hafa vafalítið orðið
kalt. En það hefur blásið um Þórólf
áður og á eftir að blása meira ef að
líkum lætur.
Það eru stórstjörnur sjónvarpsins
í dag, Sveppi og Auddi, sem stjórna
70 mínútum núna. Sveppi var ein-
mitt fórnarlamb síðustu áskorunar
þáttarins en þá var hann látinn
reyna að ná sér f leigubíl í London á
nærbuxunum einum fata: „Það
stoppaði enginn," segir Simmi Idol-
stjarna sem sér um markaðs-og
kynningarmál fyrir PoppTíví. Ekki
getur Simmi svaraði því hvers vegna
strákarnir í 70 mínútum hafi svona
gaman af nekt: „Það er eitthvað
fyndið við hana. Það vita allir," segir
hann.
-sigurvegarinn i snjónum.
Keypti áskrift þegar nýju gaurarnir tóku við DV
'Guðjón vann ferð fyrir 2 til Lundúna
„Mér líkar vel við blaðið og þá
ekki síst hreinskilni þess og vaska
framgöngu gegn spillingu í land-
inu," segir Guðjón Egill Guðjónsson
í Reykjavík. f gær var fyrsti úrdráttur
í áskriftarhappadrætti DV, en átta
föstudaga í röð mun einhver úr hópi
áskrifenda blaðsins fá vinning sem
er flugmiði fyrir tvo með Iceland Ex-
press. Það er annað hvort til Kaup-
mannahafnar eða Lundúna.
Starfsfólk blaðsins var í gær á
ferðinni f Smáralind og Kringlunni
og dreifði blaðinu í kynningarskyni,
auk þess sem margir þáðu áskriftar-
^jlboð sem nú er í gangi. Það var Sara
Björnsdóttir starfsmaður DV sem af-
henti Guðjóni Agli vinninginn góða -
og ætla hann og unnustan Bene-
dikta Ketilsdóttir hans að stefna á
London von bráðar. Aðspurður seg-
ist vinningshafinn hafa gerst áskrif-
andi að blaðinu þegar Frétt ehf. yfir-
tók rekstur þess í nóvember. „Ég er
búinn að vera áskrifandi alveg síðan
nýju gaurarnir tóku við blaðinu.
Stjórnmálaskrifin í blaðinu þykja
mér skemmtileg og Fókusefnið er al-
veg framúrskarandi," segir Guðjón,
sem starfar sem framkvæmdastjóri
Tólf-spora hússins.
Áskriftarherferð DV sem nú er yf-
irstandandi hefur tekist afar vel, að
sögn Marteins Jónassonar hjá Frétt
ehf. Viðtökur sem sölufólk hefur
fengið eru framar vonum, rétt eins
Áskrifandi til Lundúna „Mér likarvel við
blaðið;" segir Guðjón Egill Guðjónsson,
áskrifandi að DV, semhér tekur við farmiða
fyrir tvo afSöru Björnsdóttur.
og aðrar undirtektir sem blaðið hef-
ur fengið eftir að nýtt fýrirtæki tók
við rekstri blaðsins á liðnu hausti.
Veðrið
-9
Nokkur
vindur
<fy>\
vtt Strekk
* *
Allhvasst
V-10
Nokkur ^
Strekkingur
vindur
-9 Gola ’
-9
kkingur
-16
Allhvasst
Gola
° Strekkingur
-'Allhvasst
Strekkingur