Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 3
LAUGARDAQUR 7. FEBRÚAR 2004 3 I salatinu er niöursneidd kjúklingabringa, fetaostur, kryddaöir brauðteningar, paprika, iceberg, kokkteil tómatar og rauölaukur. Boöiö er upp á Garlic . . Italy salatsósu eöa hunangs sinnepssósu að eigin vali. *'*• Elliær Pólverji í kjól „Ég er á móti því að koma á fót skólagjöld- um I Háskólan- um. Borgum við ekki rekstur menntakerfis- ins I gegnum skattakerfið nú þegar? Það gengursvo ekki að mismuna þessum hópi skólafólks með þvi að láta það borga aukalega fyrir menntun sína. Slíkt er raunar fáranlegt og það skerðir þá meginhugsun I menntakerfmu að allir eigi sama rétt tii náms, óháð fjár- hagsstöðu hvers og eins." Halldór Kvaran, formaður íslenska Alpaklúbbsins „Ég er alger- lega ósam- mála því og við i minum flokki miirujm berjast gegn\ skólagjöldum afþessu tagi til síðasta blóð- dropa. Skóla- gjöld afþessu tagi ganga þvert gegn öllu sem heitirjafnrétti til náms. Það er ekki hægt að tryggja jafnrétti til náms með skólagjöldum í almennardeildir oþinberra skóla hér á landi. Þar að auki erum við algerlega mótfallin fjöldatak- mörkunum í almennar deildir Háskól- ans því slíkt striðir einnig gegn hugsun- inni um jafnrétti til náms." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna Undanfarið hefur trúarlíf þjóðar- innar og skipan hennar í trúfélög verið að taka stakkaskiptum. Eink- um virðast safnaðarmeðlimir hafa verið að tínast úr þjóðkirkjunni yfir í ýmis önnur trúfélög. Þetta er auðvit- að eðlileg afleiðing aukins trúfrelsis og umburðarlyndis í trúmálum. ís- land er að verða fjölþjóðlegt samfé- lag, alltjent ijölþjóðlegra en það var, og í kjölfarið fylgja ijölbreyttari val- kostir við trúariðkun eins og ýmis- legt annað. Sjóið er flottara hjá kaþólsk- um Það er eðlilegt að fólk staldri við og velji sér trúfélag sjálft. Það er jafneðlilegt og að hugsa sig um hvaða stjórnmálaflókk maður vill styðja. Að trúa er að taka afstöðu. Skynsamt fólk vegur því málefni og metur á vogarskálum' skynsemi sinnar áður en það tekur afstöðu. Þess vegna er ekki eðlilegt að kaþólska kirkjan vaxi og dafni á ís- landi á 21. öldinni. Það er nefnilega óeðlilegt að taka afstöðu gegn ffjálsri hugsun, jafnrétti kynjanna og janf- vel sjálffi ástinni. Margir tilheyra kaþólsku kirjunni vegna litúrgískra smekksatriða; þeim finnst kaþólsk guð- sþjónusta há- tíðlegri en lútersk. Sjó- Davíð Þór Jónsson hefur vissar efasemdir um páfann. ið er flottara. En auðvitað ætti það sem sjóið er um, boðunin, að skipta meira máli en sálmasöngur, messu- klæði og glæsileiki guðshússins (sándtrakkið, búningarnir og séttið). Skilyrði að hafa eistu Þannig er ekki eðlilegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni nema maður uppfyUi eftirtalin skilyrði: í fyrsta lagi: Að trúa því að elliær Pólverji í kjól sé óskeikuU um trúar- leg málefni. Enn er það alger regla innan kaþólsku kirkjunnar að þeir sem eru ekki sammála páfa þegar hann talar úr stól sínum hafi rangt fyrir sér. Þetta gilti líka um þá sem héldu því fram á mið- öldum að jörðin snerist um sól- ina en ekkl öf- ugt. í öðru lagi: Að trúa því að hæfileikar til prestsstarfa búi í eistunum. AUtjent er það enn algert skil- yrði fyrir því að geta orðið kaþ- ólsk- ur prestur að hafa þau líffæri. í þriðja lagi: Að trúa því að öU notkun þessara heilögu líffæra í öðr- urn tilgangi en þeim að geta barn innan vígðrar sambúðar sé brot gegn lögmáli Guðs. Kaþólska kirkjan hefur lagst eindregið gegn allri notk- un getnaðarvarna, jafnvel meðal þeirra þjóða sem verst eru þjakaðar af alnæmi - en þar eru ítök kaþólsku kirkjunnar, illu heilli, mun meiri en á íslandi. Til að ekki heyrist feilnóta í sálmakvakinu... í fjórða lagi: Að trúa því að öll notkun presta á þessum heilögu líf- færum sé brot gegn lögmáli Guðs. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að fátt sé óhoUara prestum en heilbrigt kynlff. Afleiðingin er sú að innan kaþólsku prestastéttarinnar er skelfilega hátt hlutfall af karlmönn- um sem hafa engan áhuga á heil- brigðu kynlífi. TU að ekki heyrist feil- nóta í sálmakvakinu hefur hins veg- ar verið þagað um víðtæka og skipu- lagða barnamisnotkun innan kaþólsku kirkjunnar áratugum ef ekki öldum saman. Þessi afstaða tU hjúskaparstöðu presta er réttlætt með því að vitna í Pál postula sem mæltist gegn því að prestar væru kvæntir. Þá gleymist að geta þess að prestar og fjölskyldur þeirra voru í stöðugri lífshættu á dögum Páls og gátu þurft að fara í felur þegar minnst varði vegna of- sókna Rómverja. Það er þvf ekkert skýtið að maður velti því fýrir sér, eftir að hafa kynnt sér málið, hvernig í ósköpunum geti staðið á því að nokkur nútímaís- lendingur vilji tilheyra kaþólsku kirkjunni. Niðurstaða mín er ein- föld. Svo er ekki. legt ef fara á að ljúga að fjölmiðlunum. Slíkt hefi ég alltaf talið ígildi þess að lemja lögregluna. Er virldlega svo mik- ið í húfi að skapa vímulausar fyrir- myndir úr Mínus að lygar ofan í alþjóð helgi meðalið. Allt þetta mál mun hins vegar leiða til þess að héðan í frá verður Mínus undir smásjánni. Eru þetta dóparar, eða hvað? Er ástæða fyrir lögregluna að fylgjast með þessum sveinum og eru þeir komnir út á hálan fs í öllu sínu líferni? Verður vímuefnaneysla þeim ef til vill að falli, rétt eins og fjöldamörgum öðr- um poppsveitum í tímans rás? Svör við öllurn þessum spurningum munum við væntanlega fá í fyllingu tímans og það greiðir leiðina til sannleikans að Mínus hefur ekki lát- ið þvinga sig til að tala gegn betri vit- und, þótt slíkt hefði ef til vill hentað þeim betur til skemmri tíma litið. Er Pang frjáls? Lesandi hringdi: Ég fór í nudd hjá Pang á Kín- verskri nuddstofu í Kópavogi og mér virtist sem algert eftirlit væri með honum. Ólfkt því sem var áður en Pang lét sig hverfa í desember voru aðrir Kínverjar standandi yfir hon- um meðan hann nuddaði. Ég sýndi Pang mynd af honum úr DV svo hann vissi að ég þekkti hans mál. Því næst sýndi ég honum pappíra með listasýningu sem var í Kína. Þá kom einn sem stóð yfir okkur og hrifsaði pappírana af honum og skoðaði þá upp við ljósið. Þetta er allt rnjög dul- arfullt Það hefur aldrei komið fyrir áður að fólk standi yfir okkur. Ég hef áhyggjur af því að hann sé ófrjáls þarna inni og sé bannað að tala við fjölmiðla. Honum verður nefnilega vísað úr landi ef hann verður rek- inn, því dvalarleyfið hangir saman við atvinnuleyfið. Ég hringdi í Kópa- vogslögregluna og þeir sögðu að þetta væri útrætt mál. að þeir lékju á tónleikum Samfés, sem eru fyrirhugaðir nú undir lok mánaðarins. „Við í Mínus höfnum með öllu forræðishyggju sem þessari ... Hljómsveitarmeðlimir eru frjálsir menn í frjálsu landi og við munum tjá okkur með þeim hætti sem við viljum þegar við viljum," segir í yfir- lýsingu sem sveitin hefur gefið út. Ég ber virðingu fyrir vinnubrögð- um íslenskra fjölmiðla og ef þeir setja í loftið fregnir um að liðsmenn Mínuss neyti ólöglegra vímuefna hljóta þær að byggjast á staðfestum heimildum. Það er hins vegar afskaplega leiðinlegur plagsiður þegar redda á málum fýrir horn með því að gefa út tilkynnningar um að hinar og þessar fréttir í fjölmiðl- um eigi ekki við rök að styðjast, jafnvel þótt veruleikinn sé annar. Það er al- deilis ekki nýtt í sögunni að skjóta eigi boðbera vondra tíðinda og mjög alvar- Mínus Djörfen þó virðingarverö afstaða, segir Einar Sigurðsson. Forræðishyqgja ogfréttir afMínus Einar Sigurðsson skrifar: Strákamir í hljómsveitinni Mínus taka djarfa en þó í raun virðingar- verða afstöðu í sérstakri deilu sinni við Samtök félagsmiðstöðva. Krafan var að liðsmenn sveitarinnar gæfu út yfirlýsingu um að þeir notuð ekki ólögleg vímuefni til þess að hrekja sögusagnir á þá lund sem birst hafa f fjölmiðlum að undanförnu. Mínus tók hins vegar þann pól í hæðina að standa og falla með sínum gjörðum, sem aftur þýddi að ekkert varð úr því DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Ég er alger- lega á móti þessu því slíkt brýtur i bága við megin- hugsunina um jafnrétti til náms. Það má segja að allar aðgerðir stjórnvalda, eins og til dæmis málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, miði að þvíað þrengja möguleika allra sem hyggjast ganga menntaveginn og loka ýmsum leiðum fyrir námsfólk sem hyggurá framhaldsnám." Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. Menntamálaráðherra hefur varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega megi létta fjárhagsvanda Háskólans með skóla- gjöldum nemenda þar. „Ég tel að það geti komið til greina að taka upp skólagjöld við Háskólann eins og aðra skóla á há- skólastigi. Það er ekki óeðli- legt að skoða málið. Það þarfhins vegar að skoða út- færsluna á slíku, meðal annars með hliðsjón að breyttum reglum um lán og styrki til háskólastúdenta." Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Spurning dagsins Skólagjöld í HÍ eða ekki? Bjargað á annan hátt „Það má bjarga fjárhagsvanda Háskólans á annan hátt. Til dæmis gætu bankarnir notað eitthvað afhagnaði sínum til að styrkja rekstur skólans. Einnig mætti hugsa sér að hætta alfarið við færslu Hringbrautar og nota peningana sem þar sþarast tilað styrkja Háskólann. Færslan á brautinni er að- allega hugsuð svo byggja megi við húsnæði Landspítalans. Það er auðveldlega hægt að auka starfsemina hér í Fossvoginum í stað- inn." Kristín Sigurðarsdóttir, læknir á bráða-og slysavakt LHS Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.