Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 6
m/s „Hvassafell“ á siglingu í MiSjarSarhafi
krafta sina til vaxtar og viðgangs sam-
vinnusamtökunum í landinu. Hins vegar
mætti hún að nokkru vera falin bak við
verkin, sem tala. Skráð verðtn- hún ekki
hér — og líklega hvergi, — nema þá
að örlitlu leyti. Gera má sér þó í hugar-
lund, að fyrirhafnarlaust hefir vart verið
komist „til áfangans, þar sem vér stönd-
um.“ Nei, starfið var áreiðanlega oift erf-
itt og ekki án fóma. Það hefir verið lagt
fram og er nú einn merkasti þáttur í
sjálfri lífs- og starfssögu íslenzku þjóðar-
innar jafnlengi og saga samvinnu-
samtakanna nær aftur í tímann. Slíkt
menningar- og manndómsframlag her að
virða og þakka. Það var ekki innt af hönd-
um i sjálfselsku og eigingirni — ekki vegna
eins eða fárra. Samvinnustarfið er í senn
heilbrigð sjálshjálpar- og samhjálparvið-
leitni allra þeirra, sem sjálfir vilja vera
með sem þátttakendur í þjónustunni við
þá framvindu lífsins, er þarf ekki að telja
neitt mannlegt sér óviðkomandi.
Þótt íslenzk samvinnusamtök séu þjóð-
leg og af rammíslenzkri rót runnin, hafa
þau þó ekki innbyrgt sig í kotungslegu við-
horfi til samvinnuhreyfingarinnar utan
landsteinanna. Þegar árið 1928 gekk Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga í alþjóða-
samband samvinnumanna, International
(iooperative Alliance. Árið 1950 gekk SlS
norræna samvinnusambandið, Nordisk
Andelsiforbund. Bæði þessi gagnmerku
samvinnu-sambönd vinna stórmikið gagn;
ekki aðeins sem gildur aðili í menningar-
og verzlunarlegum umsvifum á norrænan
og alþjóðlegan mælikvarða, heldur einnig
;.em áhrifamikill vegvísir í friðsamlegum
og farsæltun sambúðarháttum þjóða i miili.
Þessi viðtæku samvinnusamtök færa út til
meiri áhrifa og sterkari viðurkenningar
annarra þau einkenni samvinnuskipulags-
78
ins, sem gætir jafnvel i hverjum þrengsta
hring .þar sem tveir eða fleiri eru saman-
komnir í sönnum anda þess.
Bæði I. C. A. og N. A. F. hafa nýlega
heiðrað íslenzk samvinusamtök. Það hafa
þau gert með því að halda fundi sína í
fyrsta skipti á íslandi, og af sérstökum til-
efnum. Norræna samvinnusambandið hélt
aðalfund sinn hér árið 1950, vegna inn-
göngu SlS i það. Alþjóðasambandið hélt
á þessu sumri miðstjórnarfund sinn í
Reykjavík í tilefni aif 50 ára afmæli Sam-
bandsins. Þótt um langan veg væri að
fara, vildu hinir erlendu samherjar fyr-
:rfram, glaðir taka á sig auka erfiði og
kostnað þess vegna. Sem betur fer. er
óhætt að segja, að koma þeirra hingað
í bæði skiptin varð með þeim hætti, að allir
luku upp einum munni um myndarskap
þann og glæsibrag, er þeir urðu varir og
nutu á íslandi. Má fullyrða, að sú al-
menna land- og þjóðkynning, sem felst
í heimsókn slíkra mikilsmetinna áhrifa-
manna, þegar svo vel tekst til, er mikils
virði fyrir ekki einasta samvinnusamtök-
in hér, heldur þjóðina alla.
Ég hefi nú reynt að draga fram nokk-
nr helztu atriði úr sögu íslenzkra sam-
vinnusamtaka eins og hún kemur fyrir
sjónir á þessum merku tímamótmn i ár.
Fngum mætti vera ljósara en mér sjálf-
um, hversu margs er vant í þessa skyndi-
mynd mína. Hvort tveggja er, að aðeins
er stiklað á þvi stærsta, enda er sannleik-
urinn líka sá, að engin talnafræði eða ytri
vegsummerki leiða, hvorki hér né annars
staðar, til fulls í ljós gagnsemi samvinnu-
félagsskaparins; þessarar máttugu en
mildu mannfélagshreyfingar. Þar er svo
margt, sem ekki verður bent á og sagt:
Sérðu, — en speglar þó, meira að segja í
sinni fegurstu mynd, siðabót samtakanna
og mannbætandi áhrif þeirra. En það ætla
ég, að samvinnumeim og aðrir geti þvi
betur notið alls þess, sem samvinnusamtök-
in hafa bezt veitt, sem þeir gera sér gleggri
grein fyrir tilkomu verðmætanna; á hversu
göfgandi hátt inn á við og réttlátlega
og áreitnislaust út á við hefir verið til
þeirra imnið.
Ég á heldur ekki von á þvi, að nokkr-
urn finnist ofmælt, þótt ég fullyrði, að ís-
lenzkir samvinnumenn hafi gengið sína
götu fram til góðs, þá fáu áratugi, sem nú
liggja að baki.
Staddur í Flatey á BreiSafirSi 31. júlí, 1952.
Baldvirt Þ. Kristjánsson.
KAUPIÐ,
LESBE) OG GEYMIÐ
AKRANES
AKRANES