Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 19

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 19
skrifaði hann ýmsar ritgjörðir inn lands- mál í „Ægir“ svo og í vikublöðin Lög- réttu, Reykjavík, Þjóðólf, Fjailkonima, Landið, fsafold og Norðurland. Ennfremur á árunum 1918—1938 í dagblöðin Morg- unblaðið, Vísi og Alþýðublaðið, svo og í tímaritin Ægi, Eimreiðina, Andvara og Skirni. Margar ritgjörðir hans eru skrif- aðar undir dulnefni (Oddur Ófeigsson) eða bókstafnum M. Nokkur rit og bœkur skrifaSar af Matth ÞórSarsyni útgefnar í Reykjavík og Khöfn. FiskiveiSaritiS „Ægir,“ mánaðarrit 1905— 1914, Reykjavík. Skýrsla yfir starfsemi fiskverzlunarráðu- nauts i Englandi 1914—16, Reykjavík. Havets Rigdomme og deres Udnyttelse, 345 bls. m. myndum, Khöfn 1927. Nordisk Havfiskeri Tidsskrift, hálfsmánað- arrit, Khöfn 1928—1935. Skýrsla yfir Síld- og Síldarverzlun, 125 bls. Khöfn 1929. Síldarsaga Islands, 330 bls. m. myndum, Khöfn 1930. Year book of the fishery industry, Khöfn og London 1935—»939- Slysavarnafélag Islands, skipsskaðar og drukknanir við Island, Khöfn 1933, 50 bls. m. myndum. Síldarsaga tslands 2. útgáfa aukin, Khöfn 1939, 375 bls. Havets Rigdomme 2. útgáfa aukin 1940, 410 bls. Dansk Islandsk Samhandel 1787—1942 m. myndum, 120 bls. Khöfn 1942. LitiS til baka I (Æfiminningar) IChöfn 1946 m. myndum, 350 bls. Litið til baka II (Æfiminningar) Khöfn m. myndum, 330 bls. Þröngt fyrir dyrum (landhelgismálið) Khöfn 1946, 32 bls. Auk þess, sem að ofan greinir, hefur M. Þ. nokkur rit liggjandi í handriti. Fjölda ritgjörða ýmislegs efnis hefur hann skrif- að í dönsk blöð, svo og í nokkur ensk, þýsk og norsk. Af framanskráðu yfirliti má álykta, að sérhvað er horfði til framfara á sviði ifisk- veiða hefur ávallt verið áhugamál M., og enginn hefur starfað meir að því að vekja athygli að rýmkun landhelginnar en hann. Að vinna að aukinni neyzlu fiskmetis hef- ur hann einnig gjört, m. a. með þvi að kasta fram þeirri skoðun opinberlega 1929, — er vakti athygli utanlands og innan, — að neysla fiskmetis væri orsök til þess, að hinn norræni kynstofn stæði framar öðr- um kynflokkum, um likamlegan og and- legan þroska. (Sbr. skýrslu yfir Sild- og Sildarverzlun 1929 og Havets Rigdomme 2. útgáfa 1940). Matthías kvæntist 22. jan. 1897 Sigríði Gu'Ömundsdóttur af Akranesi. Konu sína missti hann eftir rúmlega 50 ára hjóna- AKRANES band, 12. marz 1949. Af 8 bömum þeirra hjóna, er upp komust, eru 6 á líifi. Ástþór cand. jur., framkv.stjóri í Vestmannaeyj- um, Karitas, verzlunarkona í Reykjavik, FriÖrik, verzlunarmaður í Vestmannaeyj- um, Sverrir, framkv.stjóri, Bíldudal, Jar- þrúÖur, gift stórkaupmanni H. Lorange og GuÖríÖur, gift verkfræðing B. Christ- ensen, Khöfn. Tveir synir þeirra hjóna dóu uppkomnir. GuÖmundur, 1. stýrimaður í útgerðarfélaginu A. P. Möller, Khöfn, 1941. og Matthías, byggingameistari, 1945. Hvor um sig átti eftirlifandi ekkju og einn ungan son. M. er heiðursfélagi í Slysavarnafélagi Islands, svo og í Fiskifélaginu. Heiðursmerki Dannebrogsmanna hlaut hann 1908 og var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar 1933 og stórriddarakrossi sömu orðu 1949. Þótt svo hafi æxlast, að Matthías Þórð- arson hafi meiri hluta ævi sinnar dvalið — og átt heima — erlendis, munu fáir hafa sýnt meiri lifandi áhuga á iframförum Islands. Hann hefur verið sannkallaður vökmnaður á þessu sviði, fylgst óvenjulega vel með öllum hræringum úr öllum áttum. Til að gleðjast yfir, ef miðað hefur í rétta átt, eða taka upp vöm, ef rangt var farið, með, eða á íslendinga hallað. Matthías hefur verið einn öruggasti talsmaður fyr- ir stækkun landhelginnar og friðun fiski- svæða, vegna ungviðsins. Hann hefur bar- izt fyrir viðurkenningu á þeirri nauðsyn Íslendinga að fá óskoruð yfirráð yfir land- grunninu. Um allt þetta hefur hann rit- að mikið og fært fram margvísleg rök fyr- ir máli sínu, söguleg og sannfærandi. Hann hefur og verið óþreytandi baráttumaður fyrir kenningunni um hollustu þess fyrir manninn að neyta mikils fiskjar og nýta þar fjölbreytni i afurðatækni. Um allt þetta efni, sem sérstaklega er lögð rækt við vegna íslands og hinnar íslenzku þjóð- ar, hefur Matthías ritað ótrúlega mikið á erlendum málum, bæði á ensku, þýzku og Norðurlanda málum, sérstakar bækur, haldið úti timaritum og ritað mikinn fjölda greina í blöð og timarit. Svo sem kunnugt er, var Matthías frrnn- kvöðull að ýmsum framkvæmdum á sviði athafnalífsins hér heima á þessari hrað- fleygu öld hins nýja tima i tækni á sviði fiskveiðanna. Hann var stofnandi fyrsta fiskveiðitímaritsins hér og hefur skrifað margar bækur um þessi mikilvægu mál, eins og hér hefur mátt sjá. Þann stutta tima, sem Matthías átti heima hér á Akra- nesi, benti hann á ýmsar framfarir og sagði frá nýjungum, er hann hafði séð annars staðar, en dvöl hans var svo stutt, að ekki er von, að hér sjáist mörg spor eftir hann. Það má áreiðanlega með nokkrum sanni segja, að Matthías hafi verið útvörður Is- lands margvíslega á þessum sviðum, þar sem áhugi hans og afstaða hefur ávallt mótast af hag og heiðri Islands, án alls tillits til eigin hagsmuna og upphefðar. Slíka menn þurfum við að eiga sem við- ast, heima og lieiman. Vegna alls þessa, vill AKRANES færa hinum áttræða, á- gæta syni íslands innilegar þakkir og hamingjuóskir. ÞJÓÐARÞROSKI — FAGURT FORDÆMI. Flokksþing brezku Verklýðsfélaganna hefur nýlega verið haldið í Bretlandi. Hef- ur afgreiðsla mála á þingi þessu vakið heimsathygli, sérstaklega í sambandi við launamál og endurvígbúnað. Það er ekki i fyrsta sinn, sem brezku verklýðsfélög- in hafa sýnt manndóm, heilbrigðan þjóðar- metnað og hina sönnu ættjarðarást. Þraut- ir og þrengingar stríðsáranna, og hin erf- iðu ár eftir stríðið hafa alls ekki raskað ró þeirra og réttu mati á viðhorfum dags- ins, sem auðvitað ræður mestu um giftu a konrandi tímum. Þeir láta angurgapa glepja sér sýn, þegar heiður og hagsæld a'l- þjóðar er í veði. Þrátt fyrir allt, sem í milli ber, standa þeir þá svo að segja sem einn maður með andstæðingum sínum. Þetta getur ekki átt sér stað, nema með þjóð, sem stendur á háu þroskastigi, er starf söm, trúuð, og innra með býr óvenjuleg ábyrgðartilfinning. Þjóð, sem hefur oft og mörgum sinnum gengið undir próf í erfiðum reynsluskóla lífsins. Slíkar þjóðir eru fullreyndar, og þeim óhætt hvað sem yfir dynur, þær skjóta sér ekki undan erfiðleikunum, þótt þess væri einhver kostur, heldur ganga þær beint og óhikað móti þeim, til þess með sameiginlegu átaki að draga úr óþægind- um, eða sigrast á hættunni. Bretar ganga nú hiklaust og óttalaust sameinaðir gegn aðsteðjandi hættum, og láta hvorki innlend eða erlend annarleg sjónarmið hrekja sig þar af réttri braut. Væri hægt að vænta sliks metnaðar ög þroska hjá hinni íslenzku þjóð? Stönd- um við ekki einnig á vegamótum í ýms- um efnum, þar sem okkur er vandi á höndum og á miklu veltur, hvernig við snúumst við? Það mun sjálfsagt einhver hneykslast á því, ef sagt væri, að íslend- ingar séu nú — þrátt fyrir allt — miklu betur settir en Bretar, miklu ríkari en þeir og miklu minni vandi á höndum að leysa sín vandræði. Þó er þetta í raun og sannleika svo, en okkur vantar, ef til vill, helzt það sem er dýrmætasta eign Breta „þegar bíður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.“ Ef slikt væri hægt að segja um íslendinga, hyrfu allir erfiðleikar sem dögg fyrir sól. Hyllum Breta og tökum okkur þá til fyrir mjmdar í þessum efnum. 91

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.