Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 20

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 20
Rotarylglþáttur „Eg er atíðugtir maðtir 66 segir GEO OLINGER. Einu sinni, þegar ég var ritari Rotary- klýbbs míns, barst mér í hendur Ame- rikubréf, alldigurt umslag. Sendandi var Geo W. Olinger, fyrr ráðherra (Director) í Rotary International. Heimilisfang í Den- ver, Colorado. Innihaldið var pappírsmiðar og bréf- spjöld með fjölbreytilegum litum og margs konar lögun. Til prentunar þess, sem á spjöldunum stóð, var mjög vandað, sumt reglulega skrautprentað, og allt með hinni mestu smekkvísi. Efnið var engu að síður fjölbreytilegt, og mér fannst það þegar í stað hið forvitni- legasta. Það voru spakmæli, kvæði, kaflar úr hókum, mirmisgremar, ritningarstaðir ofl. allt valið með hinni mestu nákvæmni af Olinger sjálfmn. Spjöldin eru mörg þannig gerð, að hægt er að hengja þau á veggi eða leggja á borð, sér til minnis. Mér þótti mjög gaman að þessum spjöld- um, bæði vegna efnisins, og svo líka hins, að frá því ég var smástrákur hefi ég allt- af haft mestu ágimd á miðum, bréfspjöld- um og fallegum blöðum, og því miðlungi vel séður í prentsmiðjum og þess háttar stöðum fyrir óráðvendni á slíka hluti. Ég lagði nú hönd á ritvél og skrifaði Olinger karli nokkrar linur i þakklætisskini fyrir sendinguna. Ég fékk svar um hæl, mjög elskulegt hréf, sem lét hvarvetna í ljós gleði bréfritarans yfir því, að sending hans þótt smá væri, hafði vakið athygli mina. Fylgdi gildur böggull af bréfspjöldum, annar og þriðji, svo að ég er orðinn birgur af þeim. Tókust nú með okkur bréfaskipti um tíma og hafði ég ánægju af. Ég kynntist þar nokkuð Olinger, sem er merkilegur maður á sina vísu, eða starf hans a. m. k. Hann var orðinn háaldraður maður — ég mun hafa fengið siðasta bréfið frá hon- um í hitteðfyrra, — og ég hefi ekki séð lát hans í blöðum Rotary, en það mundi teljast frétta vert fráfall, því að hann er fyrrv. ráðherra R. I., eins og ég gat um í upphafi. . Olinger hefir dundað við lengi í tóm stundum að velja ýmislegt, sem honum fannst lærdómsríkast og merkilegast í því, sem hann las, hripa það hjá sér, láta prenta það á smámiða og spjöld og senda síðan út um allan heim, einkum Rotarymönnum. Nöfn og heimilisföng hefir hann fengið í Directory, hinni alþjóðlegu nafnaskrá Ro- tary, sem endurnýjuð er árlega með nýjum og nýjum nöfnum forseta og ritara. Þetta er nú ekki annað en smádund, — hobby, — en markvert þó. Peninga kost- ar það nokkra að sjálfsögðu. En Olinger hefir áratugum saman haft annað hjá- stundastarf, sem sýnilega hefir verið tima- frekara og gert hefir hann þekktan í heima- högum, en það er æskulýðsþjónusta hans. Inn í einn pakkann, sem 0 sendi mér, lét hann dálítið unglingablað, Sólskin, gef- ið út i Litcfield, Illinois. I heftinu var smá- grein um Olinger, sem sýndi mér þennan bréffélaga minn í nýju ljósi. Þegar Olinger var níu vetra sveinn sýndi verzlunarmaður nokkur í norður- úthverfi Denver-borgar honum það vinar- bragð að hjálpa honum nokkuð og örva hann til dáða. Þessi vinarhugur varð til þess, að 0. fór síðar að langa til að sýna öðrum drengjum sama greiðann og hon- um hafði verið sýndur og orðið hafði hon- um til mikils góðs. 1916 stofnaði O. drengjafélag í Denver, og það varð skjótt öflugt og traust. Hann kallaði það Hálendingana eftir hverfinu, sem umræddur velgerðamaður hans hafði átt heima í. Félagið byrjaði sem knattleiks- flokkur. Fleiri og fleiri drengir bættust við og lét hann þá skrýðast einkennisbúning- um. Hæfur flokksforingi og hljómsveitar- stjóri voru kosnir, og nú var starf Hálend- inga hlaupið af stokkum. Þótt félagsskapur Hálendinga sé nokkuð sniðinn eftir hermennskufyrirkomulagi, er hann miðaður við það að byggja upp kristilegt hugarfar. Félagar eru hvattir til að taka viss stig, og þroska forystuhæfi- leika sína. Kjörorð Hálendinga er: „Dreng- ur, sem er traustur í dag, verður torsóttur karlmaður á morgun.“ Það kjörorð hefir rætzt fyllilega á mörgum Hálendingum, sem nú eru fulltíða menn, skipa ábyrgðar- stöður í viðskiptalífinu og borgarlegri þjón- ustu. Aldurstakmörk Hálendinga eru 9 til 13 ára, að báðum meðtöldum. Á þrjátíu ára starfsskeiði félagsskaparins hafa 10.000 piltar gengið þar um garða, og horfið það- an beinir í baki og borið höfuðið hátt, reiðubúnir til baráttu á umfangsmeiri svið- um. Sex þúsundir þeirra gengdu herþjón- ustu í stríðinu og Hálendingaþjálfun þeirra varð þar til mikils gagns. Núverandi félagatala er 600. Feður margra hafa verið Hálendingar á sínum tíma. Og feðumir taka enn þátt í starfinu á sinn hátt, enda segir mr. Olinder: „Hjá okkur þurfa feðumir ekki að senda drengi sína í sunnudagaskólann, heldur fara dreng imir með feðurna.“ Fimmtán reyndir menn og konur hafa yfimmsjón með starfi Hálendinganna árið um kring. I ifélagsstarfinu eru ýmsir þætt- ir, svo sem hljóðfæraleikarar i hljómsveit, íþróttir, sumarleyfi á fjöllum, vetraríþrótt- ir, mælskulist og viðskiptafræði. Auk þess halda piltarnir opinberar árshátíðir í Den- verborg til að gefa sýnishom af starfi sínu og safna fé í sjóði. Félagið fær enga styrki úr bæjarsjóði. Olinger má vera bæði hreykinn og glað- ur yfir Hálendingum sinum, segir blaðið Sólskin. Hann hefir séð félagið, sem hann leiddi fyrstu sporin vaxa upp i að verða veigamikill þáttur í lífi Denverborgar til blessunar og mannbóta. En honum vex ekki dramb af verki sínu, en segir að þetta sama verk geti sérhver maður í hvaða byggðarlagi sem er leyst af hendi, ef hann er fús til að láta í té tíma og fyrirhöfn, og nokkurt fé. Hann og kona hans lifa nú þægilega en hófsamlega, en böm þeirra tvö eru uppkomin. Hann hefir látið af fé- sýslustörfum og gefur sig óskiptan að hugð- armálum sinum. er auðugur maður,“ segir hann, „ekki að fjármunum, heldur vináttu og trausti Hálendinga minna, yngri og eldri. Ég óska að eyða æfikvöldi rninu með æsku- mönnrnn og fylgja þeim áleiðis til sigra þeirra — eða ósigra. Ég geri það, sem ég lield, í einlægni, að lifið ætlist til af hverj- um manni: að leita hins sanna tilgangs í lífinu með þvi að njóta þess með öðrum mönnum.“ Þetta göfuga sjónarmið, sem fleytt hefir Olinger svo langt áleiðis og aflað honum sóma og ástar svo margra, kemur ljóslega fram í bæn þeirri, sem hann gerið fyrir Hálendinga sina: „Ó, guð, faðir minn og vinur kenndu mér að verða sannur Hálendingur og krist- inn heiðursmaður, hjálpaðu mér að hugsa hreinar hugsanir, svo að ég megi verða hreinlífur maður, hjálpaðu mér að halda líkama mínum hreinum, svo að ég fái notað hann til að þjóna þér. Gerðu mig sannorðan, svo tunga mín megi syngja þér lof, gerðu mig heiðvirðan, svo að ég fái að öðlazt traust mannanna, hjálpaðu mér til kristilegs hugarfars, svo að ég megi vera verður þeirra, sem elska mig. Kenndu mér að virða allar konur sem móður mina, leiddu líf mitt til þjónustu. Ef ég leiðist í freistni, megi ég þá setjast auðmjúkur að fótum krossins og líta upp til þin í von um styrk, Amen.“ Hálendingaboðorðin eru þessi: „Vertu vænn. Vertu hreinlífur. Segðu 92 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.