Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 15

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 15
Gísli J. Johnsen: t Ekkí er þar oflof um Islendínga Nýlega var ég á ferð í Kaupmannahöfn og keypti mér þá bókina: Island og dets Tekniske Udvikling, eftir Th. Krabbe. Þar sem ég hélt þaðan áfram langferð með skipi, bauðst mér gott tækifæri til að lesa þéssa bók rækilega. Ég befi ýmist verið áhorifandi, eða þátttakandi í því sem bók- in fjallar um, hefi ég þvi eftir atvikum, sæmilega aðstöðu til að gera mér nokkra grein fyrir, hversu rétt eða hlutlaust muni vera frá sagt því efni, sem bókin fjallar um. Þessu til sönnunar, mun ég nú drepa á nokkuð af því helzta, sem ýmist er al- rangt með farið, eða af ótrúlega miklu handahófi. Er bókin því í ýmsum efnum mjög óáreiðanleg — eða öllu heldur ó- merkileg, — sem heimildarrit mn þetta merkilega tímabil í þróun verklegra fram- kvæmda á Islandi. Það er látið líta svo út sem flestar framfarirnar hafi orðið fyrir tilverknað Dana. Ef vélar eða efni er feng- ið frá Danmörku, er allt danskt í augum Krabbe og rækilega getið sölufirma, eins og það skipti öllu máli, en engu, hver ver- ið hafi hinn íslenzki upphafsmaður að slíkum nýjungum eða framförum. Er hér haft fremur óskemmtilega hausavíxl á hlutunum og heldur óvenjuleg málsmeð- ferð, í riti, sem útgefandi ætlast þó sjálf- sagt til að verði grundvallarheimildarrit um þetta efni. Af þessum sökum finnst mér því nauðsynlegt að benda á þá staði, þar sem missagnirnar eru mestar. Um frystihús og ísframleiðslu. 1 kaflanum mn frystihús og frystivélar, er á bls. 321 sagt mjög skemmtilega <frá tveimur dönskum firmum Sabro og Atlas, sem Islendingar keyptu vélar frá, en eng- inn íslendingur er nefndur í því sambandi, og flest ártöl eru þar röng eða villandi. Þar er t. d. sagt, að 1912—13 sé byrjað að koma upp einstökum frystitækjum til is- framleiðslu, og að setja frystivélar í stærri botnvörpunga og fragtskip. Á sömu bls. segir; að ekki hafi komið verulegur skrið- ur á þessi mál fyrr en 1920, þegar Otte- sensaðferðin varð kunn. Hið raunverulega i þessu máli er hins vegar þetta: Fyrsta vélfrystihúsið hér á landi, var byggt í Vestmannaeyjum 1908, undir for- ystu G. J. Johnsen, og var þegar í upphafi svo stórt, að það fullnægði þessari stærstu verstöð landsins til beitu- og matvæla- geymslu um 1—2 áratugi. Næsta stór- frystihúsið byggði Sláturtfélag Suðurlands 1913- Ef til vill blandar höf. því saman, er liann talar um frystivélar í fragtskipum, að áður en „Brúarfoss" var byggður, út- vegaði G. J. J. Samvinnufélögunum gufu- skipið Richard Kaarbö, sem héðan flutti fyrsta frosna kjötfarminn á erlendan mark- að, en þetta var 1924 eða '25. Þá voru Sam- vinnufélögin búin að reisa fyrsta frysti- hús sitt á Hvammstanga. Vestmannaeyjar voru þannig langt á undan öðrum í þessu efni og þannig leiðandi aðili. Þarna er mjög villandi sagt 'frá ýmsu, svo sem ísflutningi ísl. togara, til liinna ísþurfandi frystihúsa eins og þar er sagt. Hér, sem svo oft i þessari bók, gægist fram það ráðandi sjónarmið höf., að frá Dönum séu allar framfarir hér runnar. En hið sanna er, að það voru íslendingar sjálfir, einir og óstuddir af Dönum, sem tóku upp þessa nýju tækni, — með góðum árangri — jafnsnemma og Danir hefja hana hjá sér. G. J. Johnsen var umboðsmaður fyrir hið danska frystivélalfirma í Sabroe í Aar- hús, og útbreiddi vélarnar hér allt til 1931, er SlS tók við umboði þessu. Eins og áður er sagt, var það einmitt G. J. /., sem ýtti undir útlflutning á frystu kjöti, með útvegun kæliskipsins Richard Kaarbö. Og það var einmitt eftir þessa lilraun, sem gafst svo vel, sem hafist var handa um að Islendingar eignuðust sitt eigið kæliskip, en það var e/s. Brúarfoss. Nú mun það hljóma einkennilega í eyrum, að nefnd manna, — sem forstjóri félagsins átti sæti í, — lagði á móti slíkri nýsköpun. Þá eins og svo oft siðar, skipaði rikisstjórn- in, eingöngu slíka menn i nefnd um þessi mál. Menn, sem aldrei höfðu nálægt slík- um málum komið, eða haft kynni af frysti- húsarekstri, eða sölu nýmetis til útlanda. Frá Vestmannaeyjum var þó lengi húið að selja i stórum stíl frosna lúðu á erlend- an markað, og með góðum árangri, allt frá byrjun liins fyrsta frystihúss í Eyj- um. Hinn framsýni ráðherra, Hannes Haf- stein, hafði áskilið í samningi sínum við D.F.D.S., að eitt af skipum þess, „Botn- ia,“ hefði kælirúm, og var slíkur útbún- aður þvi settur í skipið, líklega árið 1910. Það er ef til vill afsakanlegt, þótt ég sé nokkuð langorður um þessi mál, þar sem þau voru mér svo kunn, vegna eigin þátttöku í þeim. En þar sem höf. telur það aðalatriðið, að vélarnar voru fyrst, og lengi keyptar í Dnmörku, má það gjarn- an koma skýrt fram, að það voru íslend- ingar sjálfir, sem áttu upptökin að þe^sum umbótimi og komu þeim hér á, og pönt- uðu vélamar sjálfir (frá Danmörku). Á bls. 321 segir höfundur, að útflutn- ingur á hraðfrystum fiski sé aðallega til Bretlands. Þetta er enganveginn rétt, því að þessi vara hefur farið til margra ann- arra landa í Evrópu, og síðari árin i vax- andi mæli til Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem fiskurinn nýtur vaxandi álits. Á bls. 322, er ekki alveg ljóst livað höf. á við, er hann ræðir um Sænsk-ísl. frysti- húsið i Reykjavík, byggt 1920, sem sé komið á aðrar hendur, þar sem hafnar- nefnd Reykjavíkur hafi neytt forkaups- réttar síns, og fyrirtækið sé nú notað í öðru augnamiði. Hér virðist eitthvað mál- um blandað, því að fyrirtækið er mi í eigu privat íslenzks fyrirtækis, og ein- mitt notað i sama augnamiði og upphaf- lega. Þá hefði mér ekki þótt óviðeigandi að höf. hefði minnst eitthvað á það, sem kalla mætti „Edinborgar-tímabilið,“ sem i raun réttri átti mikinn þátt i því að gjörbreyta til batnaðar allri verzlun landsmanna. Með þessari ágætu verzlim lækkaði verð hér á erlendri vöru, og hún tók upp þann nýja ágæta sið að kaupa út.flutningsvör- ur landsmanna — sérstaklega fisk — og greiða í peningum. Var þetta mikill feng- ur, og taldar miklar framfarir 'frá því sem áður var, og menn áttu hér að venjast. AKRANES 87

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.