Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 12

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 12
ÓI. B. Björnsson: Líf þeirra er Illa væri heimurinn kominn, ef hann ætti enga hugsjónamenn, en oft er sasrn- tíð þeirra þeim óþægur ljár í þúfu. Þeir tru venjulega á undan samtíðinni, og það er ósjaldan mest þeim að þakka, að and- legri og verklegri menningu þokar áfram, og að hagsæld manna og þjóða vex hröð- um skrefum. Líf margra hugsjónamanna — fjmr og síðar — er látlaust strið. Það er margsannað, að þeir eru oft hinar mestu og undraverðustu hetjur, sem sagan grein- ir frá, enda á heimurinn mörgum þeirra meira að þakka en nokkum grunar. Fáir þeirra fá nokkru sinni að njóta viðurkenn- ingar í lifanda lífi, enda er þeim það ekk- ert atriði. Lífsviðhorf þeirra og þrá snýst um það eitt að gera hugsjónir sínar að veruleika, til sameiginlegra nota þjóðum þeirra og mannkyni öllu um alla fram- tíð. Margan hugsjónamanninn hefur sam- tíð þeirra gert óvirkan, jafnvel drepið, með skilningsleysi sínu, vantrú á boðy skap þeirra og fullkomirini fyrirlitningu. Þannig hefur heimurinn oft og margsinn- is farið á mis við miklar framfarir, vegna þess, að þeir kjöldrógu þá, sem þeir hefðu helzt átt að lyfta. Að þeir skáru handa þeim við nögl, það sem þeir áttu að rétta þeim óskorið, að þeir gerðu þeim allt til ama og armæðu, og sáu svo um, að þeir yrðu alla ævi að sætta sig við það að lepja dauðann úr skel, ef þeir ekki voru beinlinis, — með þessum eða öðrum að- gerðum — drepnir úr hor. Á íslandi hafa lifað með hverri kyn- slóð nokkrir hugsjónamenn, og mörgum þeirra hefur þjóðin búið þau örlög, sem hér að framan hefur verið lýst. Þrátt fyr- ir það á hin ísl. þjóð þessum mönnum mest að þakka. Framar fleztu öðru á hún þeim að þakka það, að hún á enn sína fornu ttmgu og á hana skráð þau verk, sem spjöld sögunnar munu geyma óbrotgjöm um aldir. Með okkar samtíð þekkjum við marga hugsjónamenn, sem ýmist hafa verið þagð- ir í hel eða varnað að njóta sín. Einn eru gæddir nú á tímum, eða þeir ha;fa farið eftir reglum, sem nú eru gleymdar.“ — (Hrynjandi ísl. tungu bls. 34). Og það svar hyggur hann vera hið rétta. —- Vilja málfræðingar vorir ekki leita uppi þessar gleymdu reglur, — ef fært er? Telja þeir ekki, að þær gætu orðið til þess að fegra nútima ritmál vort, og gera það fagurt mál og slétt, eins og til forna? Friðrik Hjartar. látlaust stríð þeirra manna er sá, sem hér skal aðeins minnzt á. Þrautseigur hugsjónamaður. Þessi maður er Ágúst Jónsson, rafvirkja- meistari á Skólavörðustíg 22 í Reykjavík. Hann er ættaður úr Árnes- og Rangár- vallasýslum, en fæddur i Reykjavik. Hann fór snemma að brjóta heilann um ýmsa hluti, grúska og gera sjálfstæðar athug- anir, án þess að spyrja aðra um. Hann var opinn fyrir öllum nýungum og fram- förum, hvort sem þær birtust í fullgerð- um hlut, eða það voru enn hugmyndir, sem aðeins voru í hugum manna, eða aðeins komnar á pappírinn, meira og minna óleystar. Það var þvi ekkert óeðli- legt við það að þessi ungi maður vildi nema land á vegum rafmagnsfræðinní'r, í þessum undraheimi, sem ef til vill verð- ur aldrei fullnuminn né skýrður til hlítar. Á sumrum var þessi ungi sveinn venju- legast í sveit hjá afa og ömmu austur í hinum gróðursælu sveitum suðurlands- undirlendisins. Til þessara sumardvalar Ágústs má ef til vill rekja það, að hann hefur manna mest hérlendis síðustu ár, brotið heilann um ýmislegt, sem verða mætti til að tryggja arðgæfan búrekstur hér, gera hann árvissari og óháðari hinni óblíðu veðráttu, sem ósjaldan háir hér fullkominni nýtingu, sérstaklega í ó- þurrkasumrum. Þessi maður hefur á sér mörg einkenni sannra hugsjónamanna, og samtíð okkar hefur einnig sýnt honum — seint og snemma — að hún er söm við sig, og á því sammerkt við slíkt fólk á öllum öldum, sem hefur ekki trú á neinu nema meðal- mennskunni eða því sem er þar fyrir neð- an, vanans viðjum, kyrrstöðu og ath'afna- leysi. Orðinn öreigi af að bjarga milljónum fyrir bændur. 1 sveitinni varð Ágúst margs vísari um gróður og gildi ísl. moldar. Hann sá eins og fleiri, að óþurrkamir ollu miklu fári í sambandi við afrakstur og skepnuhöld öll. Hann fór því að brjóta heilann um það, hvort ekki væri hugsanlegt að með styrk rafmagnsins mætti eittlivað eða ein- hvern timann létta einhverju af Jiessu fargi af ísl. bændum og gera þá nokkru ó- háðari vætunni en verið hafði til þessa og heyfenginn meiri, betra fóður og auð- meltara. Þegar hér var komið sögu átti Ágúst nokkrar eignir i þeim gæðum þessa heims, sem sljó og sinnulaus samtíð met- ur ein til verðs, án allra annarra nauð- synlegra og samvirkandi afla, nokkrar kringlóttar. Honum var alveg ósárt um, þótt þessi einhæfi auður rýrnaði í sínum vösum, ef hugsjón hans gæti við það orðið að veru- leika og komið þjóð hans og samtíð að gagni. En hann var i fyrstu svo auðtrúa, að hann efaðist ekki um gildi hugmynd- ar sinnar í sambandi við þetta mál, því fremur, sem fréttir hans af svipuðum hug- myndum og tilraunum í öðrum löndum, bentu eindregið til, að hann væri hér al- gerlega á réttri leið. Þegar hér var um svo almennt velferð- armál að ræða og í heild sinni þjóðhags- legt, hélt hann ennfremur, að sér mundi á hærri stöðum standa allar dyr opnar til að leysa þennan mikla vanda, og að úr öllum áttum mundi streyma að sam- starfs- og hjálparmenn með það, sem hann vantaði í þessum efnum, en það var nú eitthvað annað. Fyrstu tilrauir. — Trúleysi hinna vísu. Það mun hafa verið árið 1944, sem þessi heilabrot Ágústs um „um að gera þurrk úr þerrileysinu“ og koma í veg fyrir, að heyin hrektust, voru komin svo langt, að hann var þess fullviss, að þurrka mætti heyfenginn í hlöðunni sjálifri, og hirða mætti heyið af ljánum. Fyrstu til- raunir gerði Ágúst á verkstæði sínu. Þetta var um vetur, byggði hann smá hlöðu, dró að sér túlípanablöð og annað áþekkt efni til að þurrka. Honum fannst þessar einhæfu tilraunir sanna gildi og nytsemi aðferðarinnar til að þurrka með hey fyrir bændur i stórum stíl. Ágúst leitaði nú til margra manna, sem hey höfðu undir hönd- um, að hann mætti gera tilraunir hjá þeim í hlöðum þeirra, en flestir voru van- trúaðir. Þó kom að því, að Björn Konráðs- son bústjóri á Vífilsstöðum leyfði honum það góðfúslega. Meðal annarra manna, sem greiddu götu Ágústs og drógu ekki úr áhuga hans og athugunum, voru þessir: Hilmar Stefánsson bankastjóri, Haraldur Guðmtmdsson frá Háeyri, og Sigurður Þórðarson fyrrv. alþm. Þáttur Fjárhagsráðs. Áðui' en Ágúst réðst í þessi miklu heila- brot um heyþurrkun fyrir ísl. bændur, sttmdaði hann eingöngu iðn sina sem raf- virkjameistari og farnaðist sæinilega. Þeg- ar bann sá, að hin nýja heyþurrkunarað- ferð átti framtíð fyrir sér, sótti hann um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir véK um þeim og tækjum, sem hann taldi sig þurfa, til þess að svara til eftirspurnar 84 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.