Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 8
T
og norðan. Árið 1850 hafði skipum fjölgað
verulega. Þá voru skipin 36 vestanlands,
og höfðu 17 þeirra verið smíðuð hér á
landi. Árið 1855 voru þilskipin 31, og
skiptust þannig:
15 á Isafirði
1 í Skagafjarðarsýslu
2 í Eyjafirði
3 í Suðurmúlasýslu
2 á Gullbringu- og Kjósarsýslu
1 í Snæfellsnessýslu
7 í Barðastrandarsýslu.
Auðvitað eru ekki nema fá þessara skipa
íslenzk, þau eru flest eign erlendra kaup-
manna, sem hér höfðu selstöðuverzlun.
Á 19. öld munu Eyfirðingar hafa orðið
fyrstir til að byggja þiljubát — er þeir
nefndu svo, — sem ætlaður var til há-
karlaveiða, hefur það liklega verið 1853
eða 4.
Árið 1866 kaupir Geir Zoega ofl. fyrsta
þilskipið á Suðurlandi, en með því hefst
„skútuöldin" svonefnda, sem vissulega má
segja, að hafi verið byrjunarlyftistöng
hinna risavöxnu framfara á sviði sjávar-
útvegsins í seinni tíð. Árið 1871 eru þau
6 i Reykjavík, en 4 í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu.
Árin 1872, 3 og 4 er skipastóll lands-
manna sem hér segir:
1872 1873 1874
Þilskip ............... 63 65 66
tólf og tírónir áttæringar 225 248 245
sex og fjögra mannaför, 1300 1330 1339
minni bátar og byttur,. . 1823 1816 1731
Samtals 3411 3459 3381
Greinilegar fraraí'arir.
Þegar aldamótin síðustu eru borin sam-
an við árið 1952, þykir sumum sjálfsagt
ekki mikið til aldamóta framfaranna koma.
Þó voru þær í raun og veru stórkostlegar,
þegar tekið er tillit til undanfarandi eymda
alda, og höfðu þær aðallega gerzt á siðasta
Ifjórðungi aldarinnar. Með þúsund ára há-
tíðinni og stjómarskránni frá 1874 var
raunverulega brotið í blað í framfarasögu
þjóðarinnar, en auk þess var endurreisn
alþingis og verzlunarfrelsið, stærstu og
mikilsverðustu áfangamir á leið þjóðar-
innar til fullkomins frelsis. Allt þetta hefði
þó lítt dugað, ef ekki hefði fylgt í kjölfarið
viðreisn atvinnuveganna og þarafleiðandi
efnahagsþróun og hækkun þjóðarteknanna.
Nú var ekki lengur um það að villast,
— þrátt fyrir trú manna á landinu og
gæðum þess, — sem stundum var nú af
skornum skammti, sbr. þjóðflutningana
til Vesturheims, — að sjórinn og það sem
hann gæfi, væri undirstaða og aflgjafi
framfaranna. Þar þótti mönnum sem opn-
uðust nýir möguleikar með nýrri öld að
fullnema landið, sem svo margir flúðu
skömmu áður. Þetta hafði „skútuöldin“
svokallaða sannað fullkomlega, og ýmis-
legt bendir til, að jafnvel hina framsýn-
ustu menn hafi ekki dreymt um það árið
1900, að svo skammt yrði þess að bíða,
— sem raun varð á, — að sá mikilsverði
þáttur í framfarasögu landsins heyrði sög-
unni til.
Þörfin á dráttarbraut.
Lengst af höfðu landsmenn fiskað á
opnum skipum stærri og smærri. Alllengi
höfðu þeir þó haft hug á að Ifara að dæmi
erlendra þjóða, sem öfluðu hér við land,
um að eignast stærri skip til veiðanna
og einnig að auka fjölbreytni í veiðiað-
ferðum. Þessi þróun var þó af ýmsum
orsökum æði hægfara, og verulegur skrið-
ur komst ekki á þilskipaveiðamar og aukn-
ingu þess skipastóls fyrr en eftir 1880.
Hér var þó ekki um ný skip að ræða,
heldur æðigömul og úrelt, sem í heima-
landi þeirra, — Englandi — voru að þoka
fyrir tækni hins nýja tíma, betri skipum
og stórvirkari veiðiaðferðum.
Þilskipaveiðarnar mátti kalla stökkbreyt-
ingu á okkar mælikvarða, og með hliðsjón
af þvi efni, sem hér á að gera einhver skil,
skal gerð nokkur grein fyrir skipastól
landsmanna um s. 1. aldamót, er skútuöld-
in stóð sem hæst. Samhliða þykir rétt —
til skemmtunar og fróðleiks, — að birta
hér smá sýnishom alf verðmæti útfluttra
sjávarafurða um nokkurra áratuga bil.
Islenzk fiskiskip 1899
a. opin skip:
2.m. 4.m. 6.m. st.
för för för skip
1 Suður-amtinu .... 36 75 226 82
I Vestur-amtinu . . 197 225 144 18
I Norður-amtinu . . 156 232 80 6
1 Austur-amtinu . . 413 36 5 2
Samtals 802 568 455 108
eða samanlagt allar stærðir......1933
1901—g er fjöldi þeirra að meðalt. 1993
>906 — — — — — 1785
1907 —— — — — 1743
1908 — — — — — 1717
1909 — — — — — 1762
b. Þilskip
fjöldi fjöldi
skipa skipv.
Reykjavik ................. 35 483
Hafnarfjörður .............. 1 18
Álftanes ................... 1 20
Seltjamarnes ............... 7 113
Engey ..................... 2 2R
Akranes .................... 2 29
Stykkishólmur............... 1 16
Kéflavik ................... 1 19
Fiatey, þar vantar tölu
skipv. á 1 skip.......... 5 66
Patreksfjörður, þar vantar
tölu skipv. á 1 skip .... 5 24
Bíldudalur ................ 13 155
Tálknafjörður .............. 1 6
Isafjörður................. 18 163
Dýrafjörður ................ 4 37
Siglufjörður ............... 6 66
Akureyri og Eyjafj,. þar
vantar tölu skipv. á 1 skip 20 199
Vopnafjörður ............... 1 10
Seyðisfjörður .............. 3 29
Suðurmúlasýsla ............. 4 11
Samtals 130 1492
Árið 1898 voru skipin nokkm fleiri i
sumum flokkum smáskipanna, en færri
í öðrum, eða sem hér cegir:
750 tveggja manna för
641 fjögra manna far
463 sex-æringar, og
100 stærri skip.
Árið 1898 voru þilskipin 132, og tala
skipverja 1549, en afli skipanna þetta ár
var í heild sinni mjög svipaður.
Árið 1900 voru þilsk. 148, þar af í Rvik. 31
— 1901 ------------ 130
1902 ---------- 144
I
80
GySa frá Bíldudal.
41
37
AKRANES