Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 16

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 16
} Hið sama mátti segja um Ward-fisk- inn, sem áður var verðlítill fiskur, en nú gerður að eftirsóttri útflutningsvöru, sem eirmig var greidd í erl. mynt — gulli. — 1 báðum tilfellum var hér um stórstökk að ræða frá hinni illræmdu einökun, sem fjrrir þessar ofl. aðgerðir hins nýja tíma, leið brátt undir lok. Þá er óskiljanlegt, hvers vegna höf. minnist svo að segja ekki á togaratíma- bilið, svo stórfellda breytingu til framfara, sem þar var um að ræða, og raunveru- lega má líkja við byltingu. Mætti og eitt- hvað svipað segja um vélbátaútgerð lands- manna. Vélsmiðjurnar. Ég býst við, að kaflinn um vélsmiðjmn- ar (bls. 328) hefði verðskuldað meira um- tal, því að það held ég að sé mjög villandi, að sagt sé, að aðeins 3 vélsmiðjur hafi ver- ið til á öllu landinu 1930. 1 Vestmanna- eyjum einmn voru t. d. 3. Höf. nefnir sem landsins fyrstu vélsmiðju byggða af Jóhanni Hanssyni á Seyðisfirði 1907, og síðan hafi Reykjavík komið 1918. Sam- hliða þessu hefði einnig mátt geta þess, að þetta sama ár, kom Gísli J. Johnsen á fót í Vestmannaeyjum allfullkomnu véla- verkstæði undir forystu Matthíasar Finn- bogasonar, þess óvenjulega náttúruhaga manns, er G. J. J. kom fyrir hjá Dan mótorverksmiðju í Kaupmannahöfn, og einnig á Maskinskólans kvöldskóla í Kaup- mannahöfn, Þetta fyrsta vélaverkstæði í Eyjum var til húsa í stórum barnaskóla, byggðum úr höggnum steini alllöngu fyrir aldamót. Þegar þetta hús var orðið of lít- ið, var það notað fyrir eldsmiðju og kop- arsteypu. Þetta verkstæði var fært um að annast viðgerðir véla hins mjög ört vax- andi vélbátaflota Eyjanna, enda eingöngu komið á tfót í því skyni. Þar að auki ann- aðist þetta verkstæði alloft viðgerðir fyrir erlenda togara, sem ósjaldan komu með bilaðar vélar til Eyja. Hvað Reykjavík snertir hefði höf. vel mátt minnast ýmissa manna, sem löngu fyrir 1918 unnu merki- legt starf á þessu sviði, svo sem: Sigurð- ar Jónssonar, Gísla Finnssonar, Bjarnhéð- ins Jónssonar, Þorsteins Jónssonar, Helga Magnússonar, og Páls Magnússonar, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Oti á landi var fjöldi vélsmiðja starfandi fyrir þennan tíma, svo sem á Akranesi, Þingeyri 1913, Akureyri 1914, Súgandafirði 1910, Siglu- firði 1907. Þá hefði og mátt nefna hið stóra Blikksmíðaverkstæði Bjarna Péturs- sonar og þeirra bræðra, sem voru arftak- ar föður sins í iðninni og hafa rekið hana síðan af miklum dugnaði og fyrirhyggju með nýjum og nýjum verkefnum, svo sem blikktunnusmíði undir alla lýsisfram- leiðslu landsmanna meðan það var flutt út á tunnum, sem i einu og öllu er fullkom- lega sambærilegt við erlenda framleiðslu. Einnig hefði höf. mátt minnast nánar á Járnsteypu Reykjavíkur, sem komið var á fót nokkru eftir aldamót af áhugamönn- um, til þess að við yrðum sjálfum okkur nógir, einnig á þessu sviði. Jóhann Hans- son á Seyðisfirði kom og 1907 upp myndar- legri járn- og málmsteypu eins og höf. seg- ir. Fyrst að nefnt var H. Gudbergs hjól- hestaverkstæði, var ekki síður ástæða til að nefna hjólhestaverkstæði Fálkans, svo mikið fyrirtæki, sem það var o’g er. Á bls. 320 þykir mér höf. segja undar- lega frá tildrögum að stofnun fyrirtækis- ins „Isaga,“ sem ég tel eins og aðrar fram- farir hafi verið runnar undan rifjum Is- lendinga einna, af óskum þeirra og stór- hug til sjálfsbjargar. Hitt er svo annað mál, og lá í hlutarins eðli, að leita varð samstarfs við sölu- eða uppfinningarfirmað í Stokk- hólmi, sem einnig gerðist hluthafi í fyrir- tækinu. Enn hefði svo mátt minnast á vagna- smíði Kristins Jónssonar 1904 og Rúllu- og hleragerð Flosa Sigurðssonar 1908, en bæði þessi fyrirtæki eru enn starfandi og hafa átt sinn mikla þátt í að flytja inn í landið fullnægjandi framleiðslu hver á sínu sviði. Fiskimjölsverksmiðjur. Það vekur sérstaka athygli, hve lítið höf. skrifar um fiskimjölsverksmiðjumar, sem reynslan hefur þó sýnt, að hafa átt og eiga mikinn rétt á sér, sem m. a. má sjá af því, að nærfellt hver útgerðarstöð, — sem nokkuð kveður að, — kostar kapps um að koma upp hjá sér slíkri verksmiðju til hagnýtingar fiskúrgangs, sem verður drjúg um til að bæta afkomu útgerðarinnar, — auk þrifnaðarins, sem það veldur að vinna úrganginn á þann hátt. — Á bls. 342 segir höf., að ‘fiskimjölsverk- smiðja Gísla J. Johnsen þáv. konsúls í Vestmannaeyjum hafi ekki byrjað starf- semi sína fyrr en 1915, og þannig tveim árum eftir að Sólbakkaverksmiðjan tók til starfa. Hið rétta er hins vegar, að G. J. J. byggði sína verksmiðju 1912—13 og hún hóf starfsemi sína haustið 1913. Næsta fiskimjölsverksmiðja mun hafa verið sett upp í Keflavík 1920 og átti G. J. J. einn- ig nokkum þátt í þvi. Sú næsta kemur svo í Reykjavík 1929. Landsíminn. Á bls. 201 hefst frásögn höf. um sim- ann, og má segja, að hann fari rétt með þátt Hannesar Hafstein í því mikla máli, framsýni hans og praktískt gildi símans, og að Hafstein bar gæífu til, og hafði orku til að láta allar hrakspár um símann sem vind um eyrun þjóta. Eins og gerist voru hinir ötulu og enn óforsjálu „vitringar“ og andófsmenn að verki. Þannig liðu 5 ár, að Vestmanna- eyingar fengju símann, meðan rifizt var á Alþingi um brimhljóð ofl., sem gera átti símann óvirkan milli lands og eyja. Hefði sjálfsagt mátt bíða lengi, ef „prívat" menn hefðu ekki tekið málið í sínar hend- ur og ábyrgðina af símalagningunni að öllu leyti. Hér var við ramman reip að draga og þurfti töluvert harðfylgi til að koma málinu fram. 1911 var síminn ekki kominn lengra á austur-leið en að Garðs- auka í Hvolhreppi, — ef til vill vegna þess, að Rangæingar voru Heimastjórn- armenn eins og Eyjamenn. En Vestmann- ojdngar voru mjög einhuga um fram kvæmd -ímamálsins og stofnuðu Rit- .)g talsímafélag Vestmannaeyja. Þeir hófust þegar handa og veitti Kristján Jónsson, sem þá var ráðherra, þeim einkaleyfi til símalagningar og reksturs síraans. Félagið lagði siðan síma milli lands og Evja, og lagði innanbæjarsímakerfi í Eyjum með 80 númerum. Einnig stöðvar í Hólmum, Miðey og Hemlu í Landeyjum, og Garðs- auka i Hvolhreppi, en auk þess var lögð símalina til sýslumannssetursins að Efra- Hvoli. Allar þessar stöðvar voru tengdar við Landsímakerfið, og þar með var öll Rangárvallasýsla austur að Eyjafjöllum komin í símasamband. Er hér var komið, og síminn hafði sýnt notagildi sitt og hina miklu yfirburði, var öll mótstaða brotin á bak aftur,* og allt um- tal um brimhljóðstruflanir að engu orð- in. Er árið var hðið, tók Landsími Islands allar eignir Rit- og talsímafélagsins, en auk símans til Vestmannaeyja hafði áunn- ist að leggja síma til tveggja sýslna i við- bót, sem ella hefðu mátt lengi bíða eftir þessari miklu samgöngubót. Hér var einka- framtakið enn að verki og sýndi þar glögg- lega yifirburði sína i snarræði og öryggi í framkvæmd. Krabbe hefur ekki þótt taka að minn- ast á þetta, enda eru hér eingöngu inn- lendir menn að verki. En þeir skyldu þýð- ingu símasambandsins, og að dráttur yrði á þessari nauðsynlegu framkvæmd, ef ein- staklingar kæmu ekki til. 1 þessu sambandi er fróðlegt að minna á, að sambandið við Skaftafellssýslur er ekki að fullu komið á fyrr en 1929, sbr. umsögn þar að lútandi á bls. 215 í þeirri umræddu bók. Rafmagnið. Á bls .227 segir höf. að Seyðisfjörður hafi komið upp hjá sér vatnsafls-rafstöð 1911 og segir ennfr. að framkvæmdin hafi verið gerð af Siemens-Schuchert i Berlín. Hér er ennifr. sagt að smá-ófullkomin stöð hafi áður verið reist í Hafnarfirði. Ég held að raflýsing í Seyðisfirði hafi ekki verið fullgerð fyrr en 13. okt. 1913. Rafmagns- 88 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.