Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 29

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 29
Síldarsöltun Sunnanlands. Hér á Akranesi er búið að salta (31/8) um 3000 tunnur. tJtgerðarmenn hér hafa ekki viljað salta nema það langbezta úr sildinni, og vanda hana á allan hátt, til þess að vera sem örugg- astir um sölu hennar, og til þess að eyðileggja ekki framtíðarsölu fyrir slíkri sild. Út af þessu segjast þeir eiga i striði við ýmsa aðra saltend- ur og sildarútvegsnefnd, sem ekki eru nærri eins kröfuharðir um þessa þó alveg nauðsynlegu hluti. Það nauðsynlegasta í þessum efnum er að út- gerðarmenn sjálfir skilji nauðsyn vöruvöndunar, en þar sem því er ekki að heilsa, verða yfirvöld auðvitað að koma til, svo að ábyrgir menn geri ekki vísvitandi slík óhappaverk. Það er ekki eftir- breytnisvert, ef Sildarútvegsnefndin sjálf er kæru- laus um þessa hluti. Aflaskýrsla. Ný síld til Akraness í júlí og ágúst 1952. Samtals Byrjar Bátanöfn júlí ágúst kg. 25/7 Ásbjöm 24,025 8g,200 113,525 17/8 Aðalbjörg 59,900 59,9oo 10/8 Ásmundur .... 56,050 56,050 8/8 Bjami Jóhanness. 20,815 20,815 »5/8 Böðvar 62,220 62,220 11/8 Reynir 62,045 62,045 20/7 Fylkir 35,360 77,955 113,315 io/8 Heimaskagi .... g2,220 g2,220 27/7 Hrefna 1,010 93,590 94,600 7/8 Keilir 79,555 79,555 »3/8 Ólafur Magnúss. 39,975 39,975 io/8 Sigrún 78,105 78,105 10/8 Sigurfari 69,755 69,755 1/8 Svanur 118,980 118,980 7/8 Sveinn Guðm. . . 74,080 74,080 26/7 Sæfari V. E 12,860 59,36o 72,220 Aðkomubátar 83,920 83,920 73,255 1217,725 1290,980 Afli togaranna. Lagt upp á Akranesi, til hraðfrystingar Akurey: Löndun: 21/6 300,680 kg. 3/7 360,780 — ‘5/7 320,020 — 29/7 294,515 — Bjarni Ölafsson: löndun: 18/6 312,055 kg. 30/6 301,500 — 11/7 334,375 — 5/8 306,510 — »275,995 kg- 1254,440 kg. Akraneskirk ja: Allveruleg viðgerð hefur farið fram á kirkjunni — hið ytra, — sett nýtt jám og klæðningur, þar sem það var farið að láta verulega á sjá. AKRANES óskar henni til hamingju með það, sem þegar hefur áunnizt, og vonar að hún eigi marga listsigra framundan. Fleiri áheyrendur hefðu átt að heiðra hins ungu listakonu með nærvem sinni. En þeir, sem þama vom tóku list Þórunnar tveim höndum, en hún endurgalt það með aukalögum. Ný verzlun. Ný verzlun hefur verið sett á fót á Suðurgötu 45, með vefnaðarvörur, búsáhöld og ýmsar smá- vörur. Eigendur hennar em Sverrir Sigurjónsson og Bjami Blomsterberg. Til kaupenda. Margir kaupendur standa i mjög góðum skilum við blaðið og til þeirra þarf aldrei að kvaka, og koma árgjaldinu til skila með ýmsrnn hætti. Þetta er mjög mikils virði og sparnaður fyrir báða aðila. Nýlega hefur verið sent allmikið af póstkröf- um til þeirra, sem skulda meira eða minna. Er fólk vinsamlegast beðið að innleysa þær sem allra fyrst, svo ekki komi til endursendingar, þar sem það kostar mikla fyrirhöfn og fjárútlát. Sérstak- lega er þess vænst, að þeir bregðist vel við, sem um mörg ár hefur verið sent blaðið, án þess að þeir hafi sent greiðslu. Með fyrirfram þakklæti og bezta trausti. Öl. B. Björnsson. Rotaryklúbbur stofnaður í Borgarnesi. Hinn 14. september var stofnaður Rotaryklúbbur í Borgamesi af núverandi umdæmisstjóra, Friðriki Friðrikssyni, prófasti á Húsavík, með aðstoð tveggja fyrrverandi umdæmisstjóra, dr. Helga Tómassonar og séra Öskars J. Þorlákssonar. Fyrrverandi um- dæmisstjóri, Kjartan læknir Jóhannesson, hafði falið 01. B. Bjömssyni, sem þáverandi forseta Rotaryklúbbs Akraness, að kyima sér möguleika fyrir stofnun Rotaryblúbbs í Borgamesi. Hafði Ölafur, ásamt stjóm klúbbsins og ýmsum öðrum félögum kannað þetta og haft samráð um þetta við nokkra menn í Borgamesi, sem hugsanlega kæmu til með að vera félagar í slikum klúbb, ef stofnaður væri. Allar eftirgrenslanir og frekari viðræður um þetta mál við Borgnesinga voru með eindæmum hugþekkar og ánægjulegar, og svo árangursrikar, að klúbburinn var stofnaður nefndan dag með 22 félögum, en auk hinna fyrmefndu manna aðstoð- aði Ólafur Bjömsson umdæmisstjórann við stofn- unina. Þetta var mjög ánægulegur stofnfundur, sem haldinn var í Hótel Borgamesi á sunnudagskvöldið kl. 7, og hófst með borðhaldi. 20 félagar mættu á stofnfundinum frá Rotaryklúbb Akraness. Þessir voru kosnir í stjóm hins nýstofnaða klúbbs: Píanótónleikar. Ungfrú Þórunn S. Jóhannsdóttir, sem nú er 13 ára, hélt píanóhljómleika hér í Bíóhöllinni mánudaginn 25. ágúst s.l. Hún er hér aðeins í sumarfríinu, en heldur fljótlega aftur til Eng- lands, þar sem hún mun enn halda áfram námi sínu af sama kappi og áður. Þórunni hefur farið mikið fram, frá þvi hún var hér síðast (i hitteðfyrra). Hún glímdi nú við erf- iðari viðfangsefni en áður, en samt var auð- heyrt að hún hefur lært mikið á þessum tíma, og þroskast enn meira. Þessi unga stúlka er ótrúlega ráðsett og kot- roskin, þótt hún sé blíð og bamsleg. Hún veit sannarlega hvað hún vill, hvað lmn getur og ætl- ar sér, og hún er mjög samvizkusöm gagnvart list sinni og lifi. Magnús Jónsson, forseti. Séra Leó Júlíusson, varaforseti. Ásgeir Ólafsson, ritari. Halldór Sigurðsson, gjaldkeri. Gunnar Hlíðar, stallari. „Vér morðingjar,“ eftir Kamban. Leikflokkur GUNNARS HANSENS sýndi þetta leikrit Kambans hér í Bíóhöllinni 9. sept. við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Leikflokkur þessi hefur sýnt leikritið viða um land, og hvar- vetna verið vel tekið og hlotið góða dóma. Leikritið er alvarlegt, og fjallar um vandamál hjónabandsins. Meðferð leikenda á lilutverkunum er yfirleitt ágæt, enda liefur Gunnar Hansen lilotið mjög góða dóma sem leikstjóri, og sem kann að velja fólk í mismunandi lilutverk. Hf. ÖlgerSin Egill Skallagrímsson REYKJAVlK Sími: 1390 — Símn.: MjÖSur AKRANES 101 ■V

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.