Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 24

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 24
honum þótt gaman að glima og kenna img- um mönrnnn þá íþrótt. Hann las mikið og hafði hið mesta yndi af að tefla, enda ágætur taflmaður. Tefldu þeir tímunum saman á síðari ánmum, Bjarni og Hall- grímur á Söndum. Þá mun Bjarni haifa kimnað mikið af rímum og kveðið mikið, enda sæmilega góður raddmaður, hvað hann oft hafa tekið stemmu. Ekki gátu smíðamar verið næg atvinna fyrir Bjama með svo stóra fjölskyldu. Því fékkst hann samhliða lengst af við róðra á vertíðum og var þá í skiprúmum sérstak- lega hjá Magnúsi og Gísla, sem fyrr voru nefndir. En aldrei mun hann hafa átt skip sjálfur eða verið með skip. Sigurlaug, kona Bjama, var hin mesta myndarkona og bezta húsmóðir. Má alveg furðulegt heita, hvernig þessi stóra fjöl- skylda komst af, með hin ótrúlega litlu húsakynni á þessu litla lofti, þar sem allt var í senn eldhús, dagstofa og svefnher- hergi. Bjarni á Gneistavöllum andaðist 8. febr. 1922, en Sigurlaug kona hans 22. desem- ber 1927. Árið 1905 reif Bjami Guðmundsson hina gömlu smiðju og íveruhús á Gneista- völltnn og byggði þar nýtt timburhús, 10x9 álnir að stærð. Var það með flötu þaki, en grindin úr 4x4 m. trjám og einlyft. Árið 1922 fer Hjörtur, sonur þeirra hjóna, að búa á Gneistavöllum ásamt konu sinni Ásrúnu Lárusdóttur. Byggir Hjörtur þá þegar ofan á hið gamla hús frá 1905, og er húsið enn í þeirri mynd. Hjartar og hans fjölskyldu verður nánar getið í sam- bandi við það hús, er hann byggði við Suðurgötu 23, þar sem hann á enn heima. Árið 1930 kvæntist Sigurður Bjarnason Sigurlínu Jónsdóttur frá Flankastöðum á Miðnesi og byrja þau búskap á Gneistavöll- um. En hlut Hjartar í eigninni keypti hann 1927. Þeirra böm: Sigurlaug, Bene- dikt (við nám í Menntaskólanum), Jón Bjarni og Guðmundur Helgi, er öll eiga heima hjá foreldrum sínum. Sigurður hefur alla ævi stundað sjó, og hefur allt frá unglingsárum verið vélstjóri á mótorbátum, lengst af með sama skip- stjóra, því að maðurinn er geðprýðismaður og góður vélamaður. Gneistavellir em við Kirkjubraut 7. Árni Helgason, skósmiður, (var einn af bömum Helga í Neðra-Nesi). lærði skósmíði hjá Lámsi G. Lúðvíkssyni í Reykjavík, og vann þar lengst af, þar til hann meiddist af slysfömm, og varð eftir það lítt vinnufær. Kona Árna Helgasonar var Þorbjörg Þorkelsdóttir frá Grjóta í Reykjavík. Þor- kell, faðir Þorbjargar, var bróðir Guð- mundar heitins á Hól og þeirra bræðra. Böm þeirra Áma Helgasonar og Þor- bjargar konu hans voru þessi: 1. Júlíus, verzlunarstjóri hjá Jóni Þórðar- syni (á hominu) i Bankastræti, er sú verzlun enn við líði. Kona Júlíusar var Margrét Þorvarðardóttir, frá Sand- vik í Flóa. 2. Jón Þorkell, fór til Ameríku, kvænt- ist þar Helgu Jónasdóttur frá Hala- koti. Helga er alsystir sr. Sveinbjarn- ar Ólafssonar, er hingað kom 1950, og þeirra systkina, en hún er hálfsyst- ir Einars kaupmanns Ólafssonar hér. 3. Guðlaug Ragnhildur, kona Sigurjóns fyrrv. bóksala á Þórsgötu 4 í Reykja- vík. 4. Svanlaug, dó 12 ára gömul. g. Guðmundur Eðvarð, búsettur í Banda- rikjimum, kv. Sigríði Guðmundsdóttur frá Hvammstanga. 6. Ásmundur, starfsmaður hjá Jámvöru- deild Ziemsens. Kvæntur: 1. Sigríði Gústafsdóttur, þau skyldu samvistir. 2. Björg J. Einarsdóttir. 84. Bakkakot. Þar byggir fyrstur bæ Guðmundur nokkur Guðmundsson og kona hans Sig- riður Friðriksdóttir. Þau komu hingað ofan lir Lundareykjadal. I Bakkakoti er þeirra fyrst getið í des. 1884 og hafa þann- ig byggt bæinn það ár, en 1882 eru þau hjón í Teigabúðinni. Guðmundur Guðmundsson var frá Brennu í Lundareykjadal, sonur Guð- mtrndar Sigurðssonar bónda þar og Rann- veigar Ólafsdóttur. Systir Guðmundar Guðmundssonar var Guðrún, er giftist Árna Oddssyni ifrá Reykjum og síðar Bjama Þorvaldssyni frá Stóra-Kroppi, en missti þá báða og fór eftir það til Ame- ríku. Faðir Sigríðar, konu Guðmundar í Bakkakoti var Friðrik nokkur Illugason, en móðir hennar var Guðrún Pétursdóttir frá Þingnesi. Þau Friðrik og Guðrún voru ekki gift, en síðar giftist Guðrún Jóni Bjamasyni á Skálpastöðum, en frá Vatns- homi. Munu þau hafa búið fyrst í Brennu, en svo á Hóli. Þessi eru böm Guðmundar og Sigríðar í Bakkakoti: 1. Einar G. Rísberg málarameistari í Reykjavík. 2. Guðrún, kona Jósefs Blöndal fyrrum póstmeistara á Siglufirði. 3. Margrét, hraðritari í Ameríku, en þangað fór hún á 5. ári með frænda sínum, Einari Ámasyni frá Brennu. Guðmundur Guðmundsson varð ekki langlífur, hann andaðist 27. maí 1889, aðeins 46 ára gamall. Sigríður, var enn um stund í Bakkakoti með böm sín eða til ársins 1900, er þau ifluttu í Georgshús, en þaðan næsta ár til Reykjavikur .Sig- ríður Friðriksdóttir mun hafa verið greind kona og dugleg. Eftir þau koma að Bakkakoti, Jón Jónsson frá Fosskoti í Miðfirði og kona hans Elísabet Jónsdóttir í Hákoti, Páls- sonar. Þau flytja hingað frá Fosskoti í Miðfirði, þá að Bakkabæ, síðar bjuggu þau í Háuhjáleigu. Árið 1905, byggir Jón lítið timburhús í Bakkakoti 8x9 álnir, með flötu þaki. Þau áttu tvo syni, Guðjón og Valdimar. Hefur þessa fólks að nokkru verið getið í sambandi við Hákot, í 9—12. tbl. 1948, og enn verður Guðjóns getið í sambandi við Staðarfell. Hans hefur einnig verið getið í sambandi við verzlunina í 6.tbl. 1944. Guðjón var mörg ár i Bakkakoti eftir að hann missti foreldra sína, eða til 1921. Hann stækkaði húsið nokkuð og bætti það. Hjá honum leigðu þar lengi Ólafur Stefánsson (bróðir Valda á Kringlu) og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Þeirra hef- ur nokkuð verið getið í sambandi við Litla- teig. Þau fluttu síðar til Borgarness, en þar er Stefán sonur þeirra skósmiður. Húsinu fylgdi 400 ferfaðma lóð, sem að mestu var til kartöfluræktar. Þetta ár 1905 er húsið metið á 1350 kr. en lóðin á 30okr. Árið 1921 kaupir Guðni bóndi Þorbergs- son á Leirá, Bakkakot af Guðjóni Jóns- syni. Guðni var fæddur í Starkarhúsum í Hraungerðishreppi 2. júni 1863, og skírð- ur sama dag. Meðal systkina Guðna var Helgi bóndi í Hægindakoti í Reykholts- dal, Guðlaugur, veggfóðrarameistari í Reykjavik, og Ólöf, kona Guðjóns bónda .Tónssonar í Melkoti í Leirársveit. Kona Guðna var Margrét Jónsdóttir, ættuð frá Apavatni í Ámessýslu. Systir hennar var Guðrún kona Jóns á Ferstiklu. Þær voru bróðurdætur Amórs, föður Ein- ars Amórssonar, f}rrrv. hæstaréttardómara og þeirra systkina. Þau Guðni og Margrét bjuggu lengi við mikla sæmd og risnu á Kolviðarhóli, þar sem þau ráku raunverulega gistihús við óvenjulega örðugar kringumstæður. Var það a. m. k. frægt um næstu héruð, hve þau hefðu rækt þetta mikilsverða hlut- verk af mikilli alúð og elsku til þeirra ferðamanna, sem þar bar að garði, oft mjög þurfandi fyrir aðhlynningu, bæði fyrir sig og skepnumar. Em til margar sögm- af árvekni þeirra og umhyggju fyrir að leysa þarna hvers manns vandræði á eyðijörð, upp undir fjöllum við hin örð- ugustu skilyrði. Þau hjón munu bæði hafa verið sam- valin um það að mega ekkert aumt sjá. Sigurðtn- Þórðarson frá Flóagafli segir eitt sinn frá komu sinni á Hólinn. Hafi þá m. a. borið á góma bágar ástæður nágranna sinna, sem áttu mörg böm. Báðu þau hjón Guðni og Margrét, Sigurð að athuga ná- kvæmlega ástæður þessara hjóna, og buð- 96 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.