Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 21

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 21
Iðnsýningin 1952 Það eru 20 ár síðan síðasta iðnsýningin var haldin. Þessi mikla sýning, sem opnuð hefur verið í húsakynnum hins nýja Iðn- skóla á Skólavörðuholtinu, er sérstaklega gerð í minningu um 200 ára afmæli Inn- réttinga Skúla fógeta, en þeim var komið á fót 1752. Með þessu stórmerkilega framtaki Skúla fógeta var Reykjavík í raun og veru grund- völluð, og enn má segja að með þessu fyrir- tæki Skúla hafi verið byggður fyrsti vísir til verksmiðjubæjar á landi hér, þótt ekki yrði sá verksmiðjurekstur langlífur að þessu sinni. Þessi sýning er stórkostlegt afrek marg- víslega skoðað. Það er undravert hve vel hefur tekist að gera sýninguna vel úr garði, þegar miðað er við hinn stutta und- irbúning, sem hér var um að ræða. Þá vekur það auðvitað öf'tirtekt þeirra, sem skoða vel og hleypidómalaust, hve margt er þarna vel gert, og hve íslenzkum iðnaði hefur farið mikið fram á síðustu árum, bæði hvað smekk og tækni snertir. Ýmislegt, sem framleitt er nú hér á landi, virðist standa erlendri fram’leiðslu á sporði hvað gæði snertir og einnig um verðlag — í ýmsum tilfellum a. m. k. Ef til vill verður hér vikið nánar að þessari merkilegu sýningu i næsta blaði, en að þessu sinni er ekki rúm til þess. sannleikann. Réttu það ranga. Vemdaðu þá veiku. Leiktu fagran leik.“ Engan dóm skal ég leggja á sjónarmið þau og uppeldisaðferðir, sem mr. Olinger fylgir í æskulýðsstarfi sínu. En fordæmi hans og starf er athygli vert, og segi ég því frá þvi hér. Margur borgarinn, hér sem annars staðar, gæti látið sig líif yngstu kynslóðarinnar meira skipta. Er þá líklegt, að skilningurinn yrði meiri, hleypidómarn- ir færri og sambúðin betri milli ungs og gamals. Auk þess sem mesta skylda lífsins er ábyrgðin gagnvart þeim, sem eftir oss korna. Þeir eiga að verða gleði vor og sorg, því að enginn er sá, að hann geti ekki sagt með sér Birni i Sauðlauksdal: , Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur.“ Og öll eigum við að geta bætt við af sannri ein- lægni: Bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur.“ Ragnar Jóhannesson. Styðjið og styrkið REYKJALUND. Kaupið happdrættismiða S. í. B. S. Forsetinn: Ásgeir Ásgeirsson. Forseti Við þjóðaratkvæðagreiðslu. sem fram fór hinn 29. júní s. 1., var Ás- geir Ásgeirsson, bankastjóri, kjörinn forseti landsins, fyrir kjörtímabilið, sem hófst 1. ágúst. Þann dag tók hinn nýkjörni for- seti við embættinu, með mjög virðu- legri ahöfn, í dómkirkjunni og í Neðri-deildarsal Alþingis. í dóm- kirkjunni, flutti herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson bæn. Forseti Hæstarétar, Jón Ásbjörns- son, afhenti forsetanum kjörbréf hans, sem Hæstiréttur hafði gefið út, og lýsti því yfir í nafni íslenzku þjóðarinnar, að Ásgeir Ásgeirsson væri „rétt kjörinn forseti íslands næsta kjörtímabil, en það væri frá 1. ágúst 1952 til 31. júli 1956.“ Forsetinn undirritaði drengskap- aryfirlýsingu um að halda stjórnar- skrá ríkisins og fór sú athöfn fram á skrifborði Jóns Sigurðssonar for- seta, en það er geymt í herbergi hans í Alþingishúsinu. Er forseti hafði tekið við embætti sínu var hann og forsetafrúin hyllt af miklum mannfjölda, sem safn- ast hafði saman fyrir framan Al- þingishúsið, en að því loknu flutti hann ávarp til þjóðarinnar. Þessi voru upphafsorð ávarpsins: Forsetafrúin: Dóra Þórhallsdóttir. Islands „Ég tek með auðmýkt og bæn um vit og styrk við þessu háa embætti.“ Niðurlagsorðin voru þessi: „Ef ég á mér ósk á þessari stundu, sem ég vona, þá er hún sú, að mér auðnist að taka starfandi þátt í lífi þjóðar- innar, njóta í yðar hópi náttúru landsins, sögu, bókmennta og dag- legra starfa á þann veg, að öryggi og menning íslands fari vaxandi. Vér trúuxn á landið, ti’eystum á þjóðina og felum oss forsjá Guðs. Hann blessi oss og varðveiti á viðsjálum tímum.“ Fox’setinn er fæddur 13. maí 1894, sonur Ásgeirs kaupmanns Eyþórs- sonar og Jensínu Bjargar Matthías- dóttur, konu hans. Hann varð kandi- dat í guðfræði 1915. Kennari við Kennai'askólann igi8—27. Fræðslu málastjói'i 1926—31 og34—38. For- seti sameinaðs Alþingis 1930—31. Fjái’málaráðhei'i’a 1931—32. For- sætisráðherra 1932—34. Banka- stjói’i Útvegsbankans frá 1938 og alþm. Vestur-ísfirðinga frá 1924. Hann kvæntist Dóru Þórhalls- dóttur biskups 3. október 1917, og eiga þau 3 börn. AKRANES óskar forsetahjónun- um heilla og blessunar í hinu mikil- væga starfi. AKRANES 93

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.