Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 9

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 9
— 1904 --------- 159 31 — 1905 --------- 169 39 — 1906 173 42 — 1907 162 38 — 1908 155 36 — 1909 137 38 Líklega haífa aldrei fleiri skip gengið til fiskveiða en 1906. Árið 1909 er talið, að þessi gufuskip hafi gengið til fiskveiða hér við land: Edda .......................... 7 smál. Elín..................... 45,98 — Hrólfur ................... 26,53 — íslendingur .............. 142,62 — Jón forseti .............. 232,99 — Leslie .................... 92,29 — Marz ..................... 213,01 — Nóra ...................... 80,02 — Snorri Sturluson ......... 227,94 — Valur .................... 137,11 — Við Faxaflóa einan voru þilskipin 65 að tölu, og má af þvi glögglega marka hina riku þörf fyrir dráttarbraut hér við flóann. Hér fer á eftir skýrsla um útflutning sjávarafurða frá og með 1881, til og með 1951, talið i 1000 kr. Ennfremur hlut- fallstala þeirra í öllum útfl. landsmanna á þessu tímabili: 1881—90 meðaltal 3,008 61,8% 1891—95 — 3,955 64,4 — O O tO 05 00 — 4,943 65,7 — 1901—05 — 8,043 77,2 — 1906 10 — . . 10,492 76,5 — 1911—15 — ■ • 16,944 75,7 — 1916 20 — • • 36,147 74,6 — 5921—25 — . . 54,664 85,1 — 1926—30 — • • 58,072 87,9 — 1931—35 — • • 43,482 89,4 — 1936—40 — .. 65,117 87,8 — 1941—45 . . 211,290 92,3 — 1946—50 — • ■ 308,755 90,1 — 1951 — • • 678,570 93,4 — Þessar tölur sýna ljóslega hinn stöðuga vöxt sjávarafurðanna í útflutningnrun, samhliða þvi, sem hlutfallstalan hækkar úr 61,8% 1881, í 93,4% 1951- þau einnig til hér í grennd við Reykjavík. Liklega hafa öll þessi tæki verið mjög svip- uð, sennilega sniðin eftir norskri fyrir- mynd, ef til vill hvalveiðimanna, sem voru hér við land hæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hér í nágrenni Reykjavíkur mun Geir Zoega fyrstur hafa notað slík tæki til að draga skip sín á land. Það gerði' hann inn við Klepp, í sandintnn, innanvert við höfð- ann, rétt neðan við, þar sem spitalinn stendur nú. Tækin voru þessi: Sliskjur iagðar á sandinn og með gangspili, sem mönnum var beitt á. Til að lyfta skipun- um notaði Geir svonefnda loft-dúnkrafta, er voru pumpaðir með sveif. Toppstög voru notuð á báðar hliðar. Þetta gekk frem- ur illa, og fyrir kom að skip duttu á hlið- ina. Jón skipasmiður Þórðarson ifrá Gróttu var aðalsetningarstjóri hjá Geir, en alltaf var Geir þar sjálfur til eftirlits. Um svip- að leyti voru Framnesingar með þessu lík læki í Nauthólsvíkinni og tóku þar upp sin skip á þennan sama hátt. Til að lyfta með höfðu þeir skrúfaða dúnkrafta. Áður en þetta var mun Geir hafa gert eitthvað að^því að grafa skipin inn í Gufunesvík- ina. Við þennan uppsetning unnu 20—30 manns og fóru aliir fótgangandi til þeirr- ar vinnu, sem þarna þurfti að framkvæma. Eftir að þessi tæki urðu til fóru viðgerðir skipanna og hreinsun vitanlega þarna fram, en eftir að skipin stækkuðu svo að ekki var hægt að taka þau á land með þessum tækjum, þar sem þau lágu í vetr- arlægi, á Eiðsvíkinni eða i íjörunni þar. Lágu smiðimir þá við í skipunum sjálf- um eða hjá bóndanum á Eiði. Strmdum fóru þessar viðgerðir einnig fram á Seil- unni hjá Bessastöðum, þvi þar var einn- ig vetrarlægi þilskipa. Þar var og oft leg- ið við í skipunum, eða á næstu bæjum, t. d. á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Auk þess, sem þetta var kaldsamt, var við ýmsa tæknilega erfiðleika að etja, svo sem að beygja efnið, án þess að hafa „svita- kisturnar,1* sem siðar komu til sögunnar. Undir þessum kringumstæðum var heldur enginn leikur að fást við stórviðgerðir, t. d að setja kjöl í skip, kjalsíður, eða mik- inn byrðing. Þvi að meðan skipin voru opin, féll auðvitað út og að i þeim, og þá stundum alls ekki hægt að vinna við lág- sjávað, og þegar svo stóð á, var vimiudag- urinn auðvitað ekki langur. í Reykjavik fóru minni háttar viðgerðir að vor- og sumarlagi fram í fjörunni, frá læknum og vestur í grófina, svo og í Hlíð- nrhúsasandi, sem næst frá austurkanti nú- verandi Ægisgarðs og vestur að svonefnd- um „Kriusteini,“ nálægt þar sem síðar var skipasmíðastöð Magnúsar Guðmundssonar. Þá gekk sjórinn upp þangað, sem Eim- skipafélagshúsið er nú, og hús Nathan & Olsen. Þessir viðgerðarstaðir skipanna munu þvi haiía verið nálægt þvi, sem Tryggvagatan liggur nú, en það er merki- legt tákn timanna, að hún skuli heitin eftir þeim manni, Tryggva Gunnarssyni, sem var frumkvöðull að mörgum nytsömustu fyrirtækjum í Reykjavik á þessu tímabili, sem átti ríkan þátt i framförum útvegsins, og einn þeirra manna, sem átti veigamik- ir.n þátt í framförum landsins á síðari hluta 19. aldar, og tveimur fyrstu tugum þeirrar tuttugustu. Utvegsmenn urðu sjálfir að sjá um við- gerðir á skipum sínum, útvega til þess efni, og fá til þá smiði, er þeir töldu fær- asta. Lærðir smiðir í stórskipasmíðum voru þá fáir til hér á landi, líklega ekki nema Brynjólfur H. Bjarnason kaupmað- ur. Hann var lærður stórskipasmiður frá Danmörku, (Svendborg), og fór þangað til náms 1881, aðeins 16 ára gamall, og nam þar í 4 ár. Víða voru þó til afburðagóðir smiðir smærri skipa, en tæki til stórskipa- smíða voru ekki á marga fiska. Við þetta varð að bjargast, og gekk raunar furðu- lega vel, auðvitað fyrir handlagni og dugn- að þeirra, sem sköruðu fram úr á þessu sviði. Fyrir aldamótin, var að nafninu til, Framhald á 102 síSu. Áður en slippurinn kom til sögunnar. Eins og áður er sagt var þilskipaeignin hér við Faxaflóa einan orðin 65 skip. Þá höfðu enn ekki verið gerðar neinar hafn- aibætur hér á landi, en aðeins örfáar hafn- ir voru svo góðar frá náttúrunnar hendi, að þar væri á öllum árstíðum öruggt lægi fyrir slík skip. Til skamms tíma hafði hvergi á landinu verið nein tæki til að draga slík ,,stórskip“ á land í öryggisskyni eða til viðgerðar, en á nokkrum stöðum voru til einhæf og ófullkomin tæki til að taka með á land hin minni dekkskip. Slík tæki voru til á Vest- fjörðum, og frá þvi ifýrir eða um i8go voru Kútter (Björgvin). AKRANES 81

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.