Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 26

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 26
SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. maður í alla staði og væri í miklu og góðu áliti hjá öllum lýð. Kardinálirm spurði um álit maruia á siðferði hans og framkomu. Ég gaf honum hin beztu meðmæli í því efni, eins og verðugt var, og sagði, eins og satt var, að ég hefði verið í allmiklum per- sónulegan kunningsskap við hann, frá því fyrst er hann kom til Islands, og hefði hann ávallt reynzt mér sem góður vinur. Ég gaf þenna vitnisburð blátt áfram og af fullri sannfæringu, eins og ég vissi bezt og sannast, og langt frá að segja meira en ég fyr- ir sjálfum mér gat staðið við. Aðeúxs býst ég við, að ég ef til vill hafi notað, að sið ^atínunnar, efsta stig lýsingarorða meira en ég hefði gjört á islenzku, en það var latínunni að kenna en ekki mér, enda er ég viss um, að kardinálinn hefur skilið það þannig. — Eftir að við höfðum nokkra stund talað um þetta efni, sagði hann, að ég mætti þá þegar skrifa Meulenberg það, að hann mundi koma til Islands, en ég skyldi ekki hafa orð á því í Róm. — Síðan sagði kardinálinn mér, að það hefði komið til tals í ráði páfans að útnefna- einhvern af hinum þremur biskupa- legu dýrðlingum Islands og „kanonisera" hann. Kardinálinn spurði, hvort ég héldi að það yrði tekið illa upp af alþýðu Islands. Ég svaraði því á þá leið, að ég byggist ekki við, að það yrði illa upp tekið af nokkrum manni. Flestir mundu láta sér á sama standa, án þess að skipta sér af, hvað kathólska kirkjan gjörði við sína menn, þar að auki væru Islendingar svo miklir sög- unnar menn, að þeir mundu skilja, að það væri í samræmi við biskupasögur vorar fyrir siðaskiptin, og í þriðja lagi mundu margir verða glaðir við það, af því að það yrði til að kynna Island og hið endurreista unga ríki vort víða um heim. ef shk „kanonisering" færi fram í Rómi. — Þá spurði kardínálinn mig að því, hvera af þessum helgu biskupum ég teldi bezt fallinn til slíkrar yfirlýsingar. Sem svar gaf ég kardinálanum aðal- drættina úr sögu biskupanna. Ég hafði nú mest að segja um heilagan Jón ögmundsson, þvi að frá barnæsku var hann mér kærastur, og svo hef ég talsvert oft haldið erindi um hann og lífið á Hólum um hans daga, svo ég býst við, að ég hafi verið nokkuð hlutdrægur í frásögn minni, en ég sagði samt, að ver- ið gæti að Þorlákur helgi stæði nær hinum kathólsku dýrðlings- hugsjón en hinir. Eg sagði líka frá Jóni biskupi Arasyni, en þrátt fyrir dýrðlegan dauða hans, fannst mér, að kardínálanum fynd- , ist full mörg vera böra hins dýrðlega biskups. — Ég var að velta fyrir mér meðan á samtalinu stóð, einkum þegar fór að teygjast úr þvi, hvernig ég ætti að fara að, hvort ég yrði of þaulsætinn, og ef til vill ætti að sýna á mér fararsnið, eða biða þangað til honum þóknaðist að gefa merki um að samtalinu væri slitið. En svo fannst mér, að honum sem hinum tigna manni bæri að ákveða það. Svo er lokið var að tala um dýrðlingana, fannst mér að samtalið væri á enda, og við stóðum samtímis upp. Svo fylgdi kardinálinn mér fram að dyrum og þakkaði mér fyrir kom- una og gaf mér blessun sina, hlýja og elskulega. Svo opnuðust dyrnar og skrifarinn kom inn til að fylgja mér til dyra. Hann var mjög skrafhreifinn og vingjaralegur. Þegar ég var kominn út og dyrnar höfðu lokazt, leit ég á klukkuna og sá, að samtalið hafði tekíð nær því klukkutíma. Ég var hrærður og hrifinn. I sögunni hafði ég lesið um kardinála og litið upp til þeirra, nú hafði ég setið við hlið eins af þessum „prinsum" kirkjunnar og spjallað við hann, þannig, að hann lét mig gleyma, að við 98 værum ekki jafningjar. Hann var hámenntaður og sanngöfugur maður. Daginn eftir kom kammerherra de Paus til mín á hótelið. Hann sagði, að kardinálinn hefði verið glaðUr yfir samtali okkar og spurði mig, hvort ég vildi gefa sér fáeina drætti og ártöl úr lífi þessara heilögu biskupa, sem ég hefði lýst fyrir kardinál- anum. Ég lofaði þvi, og samdi svo um nóttina ofurlítinn út- drátt úr sögu þeirra. Það var auðvitað lengst og ýtarlegast um Jón ögmundsson. Ég fór með það næsta dag til kammerherrans. Hann var ekki heima, og lét ég leggja það á borð hans. Hann kom stundu seinna til min og þakkaði fyrir, en sagðist því miður ekki vera latínu- lærður, en hann væri glaður yfir því. Svo skrifaði hann upp hjá sér helztu ártölin. Þann 20. marz tók kammerherrann mig með sér upp i Vatikanið og kynnti mig á skrifstofunni þar, og éftir það fór ég að skoða Vatikansafnið. Gekk í gegnum langa og skraut- lega sali með fornum myndastyttum á báða bóga. Ég tók lengstan tímann til að skoða etrúska mermingarsafnið, en Etrúrar voru menningarþjóð á Italíu, áður en Rómverjamenningin kom til sögunnar. Mecenas, velgjörðamaður og vinur Hórazar skálds, var kominn af fornum Etrúrahöfðingjum. Þannig hélt ég nú áfram og mettaði sál mína með hinni gömlu list. Að lokum komst ég inn í hina frægu Sixtinsku kapellu, sem alsett er með listaverkum Michelangelos. Ég hafði ávallt hlakkað til að sjá hið stórkostlega málverk „Dómsdaginn," en ég var orðinn svo þreyttur, að allt rann út í móðu fyrir mér, svo ég flýtti mér út í sólskinið fyrir utan. Daginn eftir, kl. 8^2 um morguninn, bað ég dyravörðinn á hótelinu að útvega mér vagn. Hann spurði mig, hvert ætti að segja vagnstjóranum að halda skyldi. Ég sagði: ;,Upp að aðal- dyrum Vatikansins." Þegar þangað var komið, tóku við mér varðmenn úr svissnezka lífverðinum, og var mér fylgt inn í afarstóran biðsal, og sat þar fjöldi manna. Ég hafði afhent skil- ríki mín við dyrnar. Eftir örfáar mínútur kom inn prestur og kallaði sá upp nafn mitt. Ég stóð upp, og hann bað mig að koma með sér. Ég fylgdi honum gegnum stóra sali. Stór málverk héngu á veggjunum; fá voru húsgögn í sölum þessum, en skraut- leg þau, er voru. Ég taldi salina, sem við fórum í gegnum; þeir voru fjórir. Nú komum við inn í fimmta salinn, þar voru loks menn fyrir. Fólk það stóð i hálfhring, alls staðar einsett röð. Mér var skipað við endann á röðinni. Varla var leiðsögumaður minn genginn frá mér, er annar kom og tók mig þaðan og leiddi mig aftur fram að dyrunum, sem ég hafði komið inn um, svo sem tvo metra frá hálfhringnum. Þar stóð stóll, sá einasti, sem ég sá þarna inni. Mér var boðið sæti þar. Ég settist þó ekki, því ég sá, að ailir stóðu. Dauðaþögn rikti í salnum. Fram við gluggana stóðu nokkrir menn i afarskrautlegum einkennisbún- ingum. Þóttist ég vita, að það væru kammerherrar páfans, því ég sá þar vin minn, greifa de Paus, í sams konar búningi. Hann kbm til mín og rétti mér höndina og spurði, hvort ég vildi ek-ki sitja. Ég afþakkaði það kurteislega; ég kynni betur við mig stand- andi eins og hinir. Ég furðaði mig á, hvers vegna mér hefði verið valinn staður út af fyrir mig; hvort það væri af þvi, að ég væri prótestanti. Ég heyrði, að verið væri að raða upp fólki í næsta salnum. Það var svona nærfellt 20 mínútna bið. Greifinn kom aftur til mín og sagði fáein vingjarnleg orð og sagði, að sér þætti vænt um, að ég hefði komið svo snemma. Ég hneigði mig en hugsaði: „Skyldi þetta vera sneið til Islendinga." Litlu siðar komu inn tveir menn og þeyttu básúnur. Ég sá, að allra augu störðu að irmri dyrum salarins. Ég var að hugsa um, hvað ég ætti nú að gjöra, er páfinn sjálfur kæmi inn, átti ég að krjúpa niður eða ekki? Ég fann, að mér myndi líða illa að standa aleinn eins og merkikerti, ef allir krypu. Svo kom mér í hug, hve eldgömul og æruverð þessi stofnun væri, og hvað sem því liði, að páfinn væri jarl Krists á jörðinni, þá væri hitt víst, að Kristur væri höfuð allrar kirkju sinnar, og báðir værum við AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.